Kolbeinn fær aftur tækifæri til að jafna met Péturs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2013 06:00 Kolbeinn Sigþórsson fagnar hér marki sínu á móti Kýpur á föstudagskvöldið. Mynd/Vilhelm Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska karlandsliðs í fótbolta, getur gert sögulegan dag enn sögulegri á morgun þegar Íslendingar mæta Norðmönnum á Ullevaal-leikvanginum. Kolbeinn hefur nú skorað í fjórum landsleikjum í röð og er farinn að ógna meti sem var sett aðeins 25 dögum eftir að Kolbeinn kom í heiminn snemma árs 1990. Metið á Pétur Pétursson sem skoraði í fimm landsleikjum sínum í röð á árunum 1987 til 1990. Kolbeinn hefur verið í sömu aðstöðu áður en hann var búinn að skora í fjórum landsleikjum í röð síðasta haust þegar hann meiddist á öxl og var frá í marga mánuði. Kolbeinn skoraði ekki í fyrstu þremur landsleikjum sínum eftir að hann sneri til baka en hefur heldur betur bætt úr því í haust. Met Péturs Péturssonar var sett á tveggja og hálfs árs tímabili en ekki á þremur mánuðum eins og mögulega hjá Kolbeini takist honum að skora á morgun. Pétur skoraði í 2-1 sigri á Norðmönnum í september 1987 en ósætti við landsliðsþjálfarann Sigfried Held urðu til þess að hann spilaði ekki oftar fyrir Þjóðverjann. Pétur gaf ekki kost á sér í tveimur síðustu leikjum ársins 1987 vegna brúðkaupsferðar og Held var ósáttur við það og setti hann í bann. Held sat í þjálfarastólnum í tvö ár og næsti landsleikur Péturs var því ekki fyrr en Guðni Kjartansson tók tímabundið við liðinu fyrir leik á móti Tyrkjum í september 1989. Guðni setti Pétur beint inn í byrjunarliðið og Pétur svaraði kallinu með því að skora tvö mörk í frábærum 2-1 sigri. Pétur var áfram sjóðheitur í fyrstu leikjum liðsins undir stjórn Svíans Bo Johansson og skoraði í þremur fyrstu leikjum ársins 1990. Pétur var því búinn að skora í fimm landsleikjum í röð á 30 mánuðum en tókst ekki að skora í leik á móti Albaníu í lok maí 1990. Pétur lék aðeins einn landsleik til viðbótar og skoraði ekki fleiri mörk fyrir landsliðið. Kolbeinn hafði heppnina með sér í fyrsta leiknum af þessum fjórum þegar Birkir Bjarnason skaut í hann og í markið en síðan hefur hann skorað í leikjum á móti Sviss, Albaníu og Kýpur. Nú er að sjá hvort hann kemst í klúbbinn með Pétri annað kvöld. Mörk í flestum landsleikjum í röðFimm leikir í röðPétur Pétursson 1987-1990Ísland-Noregur 2-1 Laugardalsvöllur 9. september 1987 Skoraði á 21. mínútuÍsland-Tyrkland 2-1 Laugardalsvöllur 20. september 1989 Skoraði tvö mörk, á 52. og 69. mínútuLúxemborg-Ísland 1-2 Esch 28. mars 1990 Skoraði á 16. mínútuBermúda-Ísland 0-4 Hamilton 3. apríl 1990 Skoraði tvö mörk, á 4. og 88. mínútu (víti)Bandaríkin-Ísland 4-1 St. Louis 8. apríl 1990 Skoraði á 85. mínútu (víti)Fjórir leikir í röðKolbeinn Sigþórsson 2011-2012Ísland-Kýpur 1-0 Laugardalsvöllur 6. september 2011 Skoraði á 4. mínútuFrakkland-Ísland 3-2 Valenciennes, 27. maí 2012 Skoraði á 34. mínútuSvíþjóð-Ísland 3-2 Gautaborg, 30. maí 2012 Skoraði á 26. mínútuÍsland-Færeyjar 2-0 Laugardalsvöllur 15. ágúst 2012 Skoraði tvö mörk, á 30. og 90. mínútuFjórir leikir í röðKolbeinn Sigþórsson 2013Ísland-Færeyjar 2-0 Laugardalsvöllur 14. ágúst 2012 Skoraði á 65. mínútuSviss - Ísland 4-4 Stade de Suisse, Bern 6. september Skoraði á 56. mínútuÍsland-Albanía 2-1 Laugardalsvöllur, 10. september Skoraði á 47. mínútuÍsland-Kýpur 2-0 Laugardalsvöllur, 11. október 2013 Skoraði á 60. mínútu Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska karlandsliðs í fótbolta, getur gert sögulegan dag enn sögulegri á morgun þegar Íslendingar mæta Norðmönnum á Ullevaal-leikvanginum. Kolbeinn hefur nú skorað í fjórum landsleikjum í röð og er farinn að ógna meti sem var sett aðeins 25 dögum eftir að Kolbeinn kom í heiminn snemma árs 1990. Metið á Pétur Pétursson sem skoraði í fimm landsleikjum sínum í röð á árunum 1987 til 1990. Kolbeinn hefur verið í sömu aðstöðu áður en hann var búinn að skora í fjórum landsleikjum í röð síðasta haust þegar hann meiddist á öxl og var frá í marga mánuði. Kolbeinn skoraði ekki í fyrstu þremur landsleikjum sínum eftir að hann sneri til baka en hefur heldur betur bætt úr því í haust. Met Péturs Péturssonar var sett á tveggja og hálfs árs tímabili en ekki á þremur mánuðum eins og mögulega hjá Kolbeini takist honum að skora á morgun. Pétur skoraði í 2-1 sigri á Norðmönnum í september 1987 en ósætti við landsliðsþjálfarann Sigfried Held urðu til þess að hann spilaði ekki oftar fyrir Þjóðverjann. Pétur gaf ekki kost á sér í tveimur síðustu leikjum ársins 1987 vegna brúðkaupsferðar og Held var ósáttur við það og setti hann í bann. Held sat í þjálfarastólnum í tvö ár og næsti landsleikur Péturs var því ekki fyrr en Guðni Kjartansson tók tímabundið við liðinu fyrir leik á móti Tyrkjum í september 1989. Guðni setti Pétur beint inn í byrjunarliðið og Pétur svaraði kallinu með því að skora tvö mörk í frábærum 2-1 sigri. Pétur var áfram sjóðheitur í fyrstu leikjum liðsins undir stjórn Svíans Bo Johansson og skoraði í þremur fyrstu leikjum ársins 1990. Pétur var því búinn að skora í fimm landsleikjum í röð á 30 mánuðum en tókst ekki að skora í leik á móti Albaníu í lok maí 1990. Pétur lék aðeins einn landsleik til viðbótar og skoraði ekki fleiri mörk fyrir landsliðið. Kolbeinn hafði heppnina með sér í fyrsta leiknum af þessum fjórum þegar Birkir Bjarnason skaut í hann og í markið en síðan hefur hann skorað í leikjum á móti Sviss, Albaníu og Kýpur. Nú er að sjá hvort hann kemst í klúbbinn með Pétri annað kvöld. Mörk í flestum landsleikjum í röðFimm leikir í röðPétur Pétursson 1987-1990Ísland-Noregur 2-1 Laugardalsvöllur 9. september 1987 Skoraði á 21. mínútuÍsland-Tyrkland 2-1 Laugardalsvöllur 20. september 1989 Skoraði tvö mörk, á 52. og 69. mínútuLúxemborg-Ísland 1-2 Esch 28. mars 1990 Skoraði á 16. mínútuBermúda-Ísland 0-4 Hamilton 3. apríl 1990 Skoraði tvö mörk, á 4. og 88. mínútu (víti)Bandaríkin-Ísland 4-1 St. Louis 8. apríl 1990 Skoraði á 85. mínútu (víti)Fjórir leikir í röðKolbeinn Sigþórsson 2011-2012Ísland-Kýpur 1-0 Laugardalsvöllur 6. september 2011 Skoraði á 4. mínútuFrakkland-Ísland 3-2 Valenciennes, 27. maí 2012 Skoraði á 34. mínútuSvíþjóð-Ísland 3-2 Gautaborg, 30. maí 2012 Skoraði á 26. mínútuÍsland-Færeyjar 2-0 Laugardalsvöllur 15. ágúst 2012 Skoraði tvö mörk, á 30. og 90. mínútuFjórir leikir í röðKolbeinn Sigþórsson 2013Ísland-Færeyjar 2-0 Laugardalsvöllur 14. ágúst 2012 Skoraði á 65. mínútuSviss - Ísland 4-4 Stade de Suisse, Bern 6. september Skoraði á 56. mínútuÍsland-Albanía 2-1 Laugardalsvöllur, 10. september Skoraði á 47. mínútuÍsland-Kýpur 2-0 Laugardalsvöllur, 11. október 2013 Skoraði á 60. mínútu
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira