Vonandi ekkert M & M vandamál í nóvember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2013 07:45 Luka Modric og Mario Mandzukic. Mynd/AFP Króatíska landsliðið stendur á milli Íslands og þátttöku á HM í Brasilíu 2014 en þetta varð ljóst eftir að þjóðirnar drógust saman í umspilsleikjunum í gær. Ísland fékk ekki Grikkland eins og margir óskuðu eftir en slapp jafnframt við Cristiano Ronaldo og félaga í Portúgal. Króatía er 28 sætum ofar en Ísland á styrkleikalistanum og vann tvo örugga sigra þegar landslið þjóðanna mættust tvisvar árið 2005. Króatar byrjuðu undankeppnina af krafti og náðu í sextán stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum. Lokakaflinn var hins vegar skelfilegur og liðið horfði á eftir Belgíu inn á HM eftir að hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum undankeppninnar. Tvö af töpunum komu á móti lærisveinum Gordons Strachan hjá Skotlandi sem unnu aðeins einn annan leik í riðlinum. Slakt gengi kostaði landsliðsþjálfarann Igor Stimac starfið og Króatar verða með nýjan þjálfara, Niko Kovac, í leikjunum á móti Íslandi. En hverjar eru aðalstjörnur króatíska landsliðsins? Fréttablaðið skoðaði stærstu stjörnur Króata og notaði tækifærið til að bera þá saman við leikmenn í svipuðum hlutverkum hjá íslenska landsliðinu. Stjörnuleikmenn Króatíu eru eins og lykilmenn íslenska landsliðsins að spila sinn fótbolta utan heimalandsins. Fjórir leikmenn í síðasta landsliðshópi Króata spila í Meistaradeildinni (Ísland á þrjá) og tveir þeirra spila í ensku úrvalsdeildinni. Ísland á einnig tvo leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, þá Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson. Þekktustu leikmenn Króata eru án vafa þeir Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, og Mario Mandzukic, framherji Evrópumeistara Bayern München. Báðir eru þeir í stórum hlutverkum hjá tveimur af sterkustu knattspyrnuliðum heims og það er alveg ljóst að framganga króatíska liðsins ræðst mikið af frammistöðu Modric og Mandzukic. Það liggur vel við að bera þá Modric og Mandzukic saman við Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbein Sigþórsson. Króatíska landsliðinu hefur gengið illa án Modric eins og því íslenska án Gylfa. Mandzukic er stór og stæðilegur framherji með markanef eins og Kolbeinn. Kolbeinn slær honum þó við með því að hafa skorað 13 mörk í 19 landsleikjum en Mandzukic hefur skorað einu landsliðsmarki minna þrátt fyrir að hafa spilað 25 fleiri leiki. Fyrirliðinn Darijo Srna hefur spilað með landsliðinu frá 2002 og er orðinn landsleikjahæstur frá upphafi (108 leikir). Srna er einnig þriðji í skoruðum mörkum (20) á eftir þeim Davor Suker (45) og Eduardo da Silva (29) en Suker er nú forseti króatíska sambandsins. Eduardo er enn með landsliðinu sem og þeir Ivica Olic (16 mörk) og Niko Kranjcar (16) sem eru í næstu sætum á markalistanum.Þeirra Kolbeinn Sigþórsson Mario Mandzukic, 27 ára framherji Bayern München – 12 mörk í 44 landsleikjum. Þeirra Gylfi Þór Sigurðsson Luka Modric, 28 ára miðjumaður Real Madrid – 8 mörk í 70 landsleikjumÞeirra Aron Einar Gunnarsson Darijo Srna, 31 árs bakvörður eða vængmaður Shakhtar Donetsk og fyrirliði Króatíu. Leiðtogi liðsins sem hættir aldrei og gefur ekkert eftir.Þeirra Alfreð Finnbogason Nikica Jelavic, 28 ára framherji Everton og fyrrum Rangers-maður – 5 mörk í 30 leikjum. Þarf oft að byrja á varamannabekknum. Þeirra Eiður Smári Guðjohnsen Ivica Olic, 34 ára framherji Wolfsburg og fyrrverandi leikmaður Bayern München og CSKA Moskvu – 16 mörk í 87 landsleikjum.Þeirra Birkir Bjarnason Ivan Rakitic, 25 ára miðjumaður Sevilla sem ólst upp sem fótboltamaður í Sviss (Birkir Bjarna í Noregi) – 9 mörk í 57 landsleikjum.Þeirra Jóhann Berg Guðmundsson Ivan Perisic, 24 ára vængmaður VfL Wolfsburg 1 mark í 24 landsleikjum. Frábær skotmaður eins og Jóhann Berg Guðmundsson.Góðir en næstum því gleymdir Niko Kranjcar, Queens Park Rangers Eduardo Alves da Silva, Shakhtar Donetsk Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira
Króatíska landsliðið stendur á milli Íslands og þátttöku á HM í Brasilíu 2014 en þetta varð ljóst eftir að þjóðirnar drógust saman í umspilsleikjunum í gær. Ísland fékk ekki Grikkland eins og margir óskuðu eftir en slapp jafnframt við Cristiano Ronaldo og félaga í Portúgal. Króatía er 28 sætum ofar en Ísland á styrkleikalistanum og vann tvo örugga sigra þegar landslið þjóðanna mættust tvisvar árið 2005. Króatar byrjuðu undankeppnina af krafti og náðu í sextán stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum. Lokakaflinn var hins vegar skelfilegur og liðið horfði á eftir Belgíu inn á HM eftir að hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum undankeppninnar. Tvö af töpunum komu á móti lærisveinum Gordons Strachan hjá Skotlandi sem unnu aðeins einn annan leik í riðlinum. Slakt gengi kostaði landsliðsþjálfarann Igor Stimac starfið og Króatar verða með nýjan þjálfara, Niko Kovac, í leikjunum á móti Íslandi. En hverjar eru aðalstjörnur króatíska landsliðsins? Fréttablaðið skoðaði stærstu stjörnur Króata og notaði tækifærið til að bera þá saman við leikmenn í svipuðum hlutverkum hjá íslenska landsliðinu. Stjörnuleikmenn Króatíu eru eins og lykilmenn íslenska landsliðsins að spila sinn fótbolta utan heimalandsins. Fjórir leikmenn í síðasta landsliðshópi Króata spila í Meistaradeildinni (Ísland á þrjá) og tveir þeirra spila í ensku úrvalsdeildinni. Ísland á einnig tvo leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, þá Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson. Þekktustu leikmenn Króata eru án vafa þeir Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, og Mario Mandzukic, framherji Evrópumeistara Bayern München. Báðir eru þeir í stórum hlutverkum hjá tveimur af sterkustu knattspyrnuliðum heims og það er alveg ljóst að framganga króatíska liðsins ræðst mikið af frammistöðu Modric og Mandzukic. Það liggur vel við að bera þá Modric og Mandzukic saman við Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbein Sigþórsson. Króatíska landsliðinu hefur gengið illa án Modric eins og því íslenska án Gylfa. Mandzukic er stór og stæðilegur framherji með markanef eins og Kolbeinn. Kolbeinn slær honum þó við með því að hafa skorað 13 mörk í 19 landsleikjum en Mandzukic hefur skorað einu landsliðsmarki minna þrátt fyrir að hafa spilað 25 fleiri leiki. Fyrirliðinn Darijo Srna hefur spilað með landsliðinu frá 2002 og er orðinn landsleikjahæstur frá upphafi (108 leikir). Srna er einnig þriðji í skoruðum mörkum (20) á eftir þeim Davor Suker (45) og Eduardo da Silva (29) en Suker er nú forseti króatíska sambandsins. Eduardo er enn með landsliðinu sem og þeir Ivica Olic (16 mörk) og Niko Kranjcar (16) sem eru í næstu sætum á markalistanum.Þeirra Kolbeinn Sigþórsson Mario Mandzukic, 27 ára framherji Bayern München – 12 mörk í 44 landsleikjum. Þeirra Gylfi Þór Sigurðsson Luka Modric, 28 ára miðjumaður Real Madrid – 8 mörk í 70 landsleikjumÞeirra Aron Einar Gunnarsson Darijo Srna, 31 árs bakvörður eða vængmaður Shakhtar Donetsk og fyrirliði Króatíu. Leiðtogi liðsins sem hættir aldrei og gefur ekkert eftir.Þeirra Alfreð Finnbogason Nikica Jelavic, 28 ára framherji Everton og fyrrum Rangers-maður – 5 mörk í 30 leikjum. Þarf oft að byrja á varamannabekknum. Þeirra Eiður Smári Guðjohnsen Ivica Olic, 34 ára framherji Wolfsburg og fyrrverandi leikmaður Bayern München og CSKA Moskvu – 16 mörk í 87 landsleikjum.Þeirra Birkir Bjarnason Ivan Rakitic, 25 ára miðjumaður Sevilla sem ólst upp sem fótboltamaður í Sviss (Birkir Bjarna í Noregi) – 9 mörk í 57 landsleikjum.Þeirra Jóhann Berg Guðmundsson Ivan Perisic, 24 ára vængmaður VfL Wolfsburg 1 mark í 24 landsleikjum. Frábær skotmaður eins og Jóhann Berg Guðmundsson.Góðir en næstum því gleymdir Niko Kranjcar, Queens Park Rangers Eduardo Alves da Silva, Shakhtar Donetsk
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira