Lífið

Slegist um sjálfsævisögu Jolie

Talið er að leikkonan muni láti allt flakka í ævisögunni.
Talið er að leikkonan muni láti allt flakka í ævisögunni. nordicphotos/getty
Þrjú bandarísk bókaforlög berjast þessa dagana um útgáfuréttinn á sjálfsævisögu Angelinu Jolie.

Talið er að leikkonan muni slá heimsmet með samningnum sem gæti tryggt henni tæpa sex milljarða króna í vasann, samkvæmt tímaritinu Marie Claire.

Fregnir herma að Jolie ætli að láta allt flakka í ævisögunni. „Hún hefur alltaf viljað gera þetta og henni finnst rétti tíminn vera núna,“ sagði vinur leikkonunnar við breskt götublað.

Samkvæmt vininum líður Jolie einstaklega vel um þessar mundir og spilar þar inn í hið tvöfalda brjóstnám sem hún gekkst undir í febrúar til að draga úr líkunum á brjóstakrabbameini.

„Það eru púkar í fortíð hennar en hún er í góðu andlegu jafnvægi og er tilbúin til að skrifa um þá á hreinskilinn hátt og setja þá í samhengi.“ Einnig er búist við því að leikkonan ræði um hinar sífelldu umræður fjölmiðla um mögulegt brúðkaup hennar og leikarans Brads Pitt.

Hilary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fékk greidda um 1,7 milljarða króna fyrir aðra sjálfsævisögu sína sem kom út í apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×