Íslenskur klæðskeri hannaði kjól Þórunnar Sara McMahon skrifar 25. október 2013 07:00 Berglind Ómarsdóttir klæðskeri hannaði kjólinn sem söngkonan Þórunn Egilsdóttir klæddist í The Voice. Kjóllinn er skreyttur regnhlíf. Mynd/Úr einkasafni „Kjóllinn var sérstaklega hannaður fyrir tónleika sem Þórunn kom fram á í Lúxemborg. Þema tónleikanna var rigning og salurinn var skreyttur regnhlífum. Ég hannaði kjólinn út frá því þema og hann er til dæmis skreyttur með alvöru regnhlíf,“ segir Berglind Ómarsdóttir, klæðskeri í Lúxemborg. Hún hannaði kjól sem söngkonan Þórunn Egilsdóttir klæddist í sjónvarpsþættinum The Voice sem sýndur var í Þýskalandi fyrir viku. Berglind útskrifaðist sem klæðskeri og kjólahönnuður árið 2001 og rak saumastofuna Kjóll og klæði áður en hún fluttist búferlum til Lúxemborgar. Hún hefur nú búið í landinu í fimm ár og starfar þar sem klæðskeri. Aðspurð segist Berglind ekki hafa verið meðvituð um að Þórunn, sem er íslensk en uppalin í Lúxemborg, hafi ætlað að klæðast kjólnum í þættinum. „Þórunn sagði mér eftir á að hún hefði klæðst kjólnum í þættinum og að hún hefði fengið mjög góð viðbrögð frá dómurunum,“ segir Berglind, en að hennar sögn horfðu um 11 milljónir Þjóðverja á sjónvarpsþáttinn sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni SAT1. Berglind er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og þótti liðtæk í handbolta á sínum yngri árum. Hún lék meðal annars nokkra leiki með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta. „Ég spilaði mikið hér í den, fyrst með ÍBV og síðan með Val og Fram. En ég er löngu hætt í boltanum, ég hætti árið 1996,“ segir hún og hlær. Spurð út í framtíðaráform sín segir Berglind þau óráðin enn. „Ég framleiði einfaldari hluti, líkt og klúta og toppa, á vinnustofu heima hjá mér. Svo tek ég að mér sérsaum þess á milli. Ætli ég sinni því ekki áfram þar til annað kemur í ljós,“ segir hún að lokum. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Kjóllinn var sérstaklega hannaður fyrir tónleika sem Þórunn kom fram á í Lúxemborg. Þema tónleikanna var rigning og salurinn var skreyttur regnhlífum. Ég hannaði kjólinn út frá því þema og hann er til dæmis skreyttur með alvöru regnhlíf,“ segir Berglind Ómarsdóttir, klæðskeri í Lúxemborg. Hún hannaði kjól sem söngkonan Þórunn Egilsdóttir klæddist í sjónvarpsþættinum The Voice sem sýndur var í Þýskalandi fyrir viku. Berglind útskrifaðist sem klæðskeri og kjólahönnuður árið 2001 og rak saumastofuna Kjóll og klæði áður en hún fluttist búferlum til Lúxemborgar. Hún hefur nú búið í landinu í fimm ár og starfar þar sem klæðskeri. Aðspurð segist Berglind ekki hafa verið meðvituð um að Þórunn, sem er íslensk en uppalin í Lúxemborg, hafi ætlað að klæðast kjólnum í þættinum. „Þórunn sagði mér eftir á að hún hefði klæðst kjólnum í þættinum og að hún hefði fengið mjög góð viðbrögð frá dómurunum,“ segir Berglind, en að hennar sögn horfðu um 11 milljónir Þjóðverja á sjónvarpsþáttinn sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni SAT1. Berglind er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og þótti liðtæk í handbolta á sínum yngri árum. Hún lék meðal annars nokkra leiki með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta. „Ég spilaði mikið hér í den, fyrst með ÍBV og síðan með Val og Fram. En ég er löngu hætt í boltanum, ég hætti árið 1996,“ segir hún og hlær. Spurð út í framtíðaráform sín segir Berglind þau óráðin enn. „Ég framleiði einfaldari hluti, líkt og klúta og toppa, á vinnustofu heima hjá mér. Svo tek ég að mér sérsaum þess á milli. Ætli ég sinni því ekki áfram þar til annað kemur í ljós,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira