Kórea í Reykjavík 26. október 2013 17:00 Kathy Clark og Ólafur Örn Ólafsson opnuðu K-Bar á Laugavegi 74 í vikunni, eina veitingastaðinn á Íslandi sem byggir á kóreskri matargerð.mynd/daníel „Viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum og stemmingin verið frábær,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, einn eigenda K-bar, glænýs veitingastaðar á Laugavegi 74 sem opnaður var síðastliðinn mánudag. Á K-bar er stunduð kóresk matargerð og staðurinn því sá eini sinnar tegundar á Íslandi.„Kóreskt eldhús er okkar innblástur að nýjum réttum en við bjóðum einnig upp á rótgróinn kóreskan mat. Kathy Clark, meðeigandi minn, er af kóreskum uppruna og hugmyndasmiðurinn að baki réttunum á matseðlinum. Við búum til okkar eigin kimchi, sem er hryggjarstykkið í kóreskri matargerð,“ segir Ólafur, en hvað er kimchi? „Kimchi er geymsluaðferð þar sem kínakál er saltað og látið gerjast í sérstakri kryddblöndu í krukku. En það er hægt að „kimchia“ hvað sem er. Við búum til dæmis til kimchi-sýróp, kimchi-bernaisesósu, kimchi-majónes og kimchi-viniagrette. Við gerum meira að segja kimchi-kokkteila á barnum! Kimchi er sérstakt bragð og alveg svakalega gott,“ segir Ólafur.Ramen-núðlusúpan á K-bar er gerð frá grunni og núðlurnar sérstaklega fluttar inn í súpuna.K-bar verður opinn frá morgni og fram á nótt og meðal annars er hægt að byrja daginn þar á sérinnfluttu kaffi og kimchi-croissant eða cronuts, sem Ólafur lýsir sem dísætum samruna croissant og kleinuhringja. Í hádeginu er boðið upp á léttan matseðil, djúsí samlokur með kóresku innihaldi, ekta ramen-núðlusúpu og fleira. „Ramen-súpan er æðisleg og allt öðruvísi en allar aðrar núðlusúpur sem hægt er að fá í bænum. Við búum hana til frá grunni og flytjum sérstaklega inn núðlurnar í súpuna,“ segir Ólafur.Fuji-eplasalat með heimagerðum ferskisosti kimchi og tvíreyktri svínasíðu.„Til að byrja með verður kvöldverðarseðillinn ekki öll kvöld vikunnar, léttari seðill verður í hádeginu og önnur kvöld, en í desember förum við á fullt. Þá förum við líka í sparifötin og bjóðum upp á allskonar fínerí, ostrur og fleira. Við erum líka með einn stærsta bjórbar á landinu á K-bar, með hátt í hundrað tegundir af flöskubjór. Við gerum hlutina alla leið á K-bar, hingað eru allir velkomnir, alltaf.“ Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Kathy Clark og Ólafur Örn Ólafsson opnuðu K-Bar á Laugavegi 74 í vikunni, eina veitingastaðinn á Íslandi sem byggir á kóreskri matargerð.mynd/daníel „Viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum og stemmingin verið frábær,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, einn eigenda K-bar, glænýs veitingastaðar á Laugavegi 74 sem opnaður var síðastliðinn mánudag. Á K-bar er stunduð kóresk matargerð og staðurinn því sá eini sinnar tegundar á Íslandi.„Kóreskt eldhús er okkar innblástur að nýjum réttum en við bjóðum einnig upp á rótgróinn kóreskan mat. Kathy Clark, meðeigandi minn, er af kóreskum uppruna og hugmyndasmiðurinn að baki réttunum á matseðlinum. Við búum til okkar eigin kimchi, sem er hryggjarstykkið í kóreskri matargerð,“ segir Ólafur, en hvað er kimchi? „Kimchi er geymsluaðferð þar sem kínakál er saltað og látið gerjast í sérstakri kryddblöndu í krukku. En það er hægt að „kimchia“ hvað sem er. Við búum til dæmis til kimchi-sýróp, kimchi-bernaisesósu, kimchi-majónes og kimchi-viniagrette. Við gerum meira að segja kimchi-kokkteila á barnum! Kimchi er sérstakt bragð og alveg svakalega gott,“ segir Ólafur.Ramen-núðlusúpan á K-bar er gerð frá grunni og núðlurnar sérstaklega fluttar inn í súpuna.K-bar verður opinn frá morgni og fram á nótt og meðal annars er hægt að byrja daginn þar á sérinnfluttu kaffi og kimchi-croissant eða cronuts, sem Ólafur lýsir sem dísætum samruna croissant og kleinuhringja. Í hádeginu er boðið upp á léttan matseðil, djúsí samlokur með kóresku innihaldi, ekta ramen-núðlusúpu og fleira. „Ramen-súpan er æðisleg og allt öðruvísi en allar aðrar núðlusúpur sem hægt er að fá í bænum. Við búum hana til frá grunni og flytjum sérstaklega inn núðlurnar í súpuna,“ segir Ólafur.Fuji-eplasalat með heimagerðum ferskisosti kimchi og tvíreyktri svínasíðu.„Til að byrja með verður kvöldverðarseðillinn ekki öll kvöld vikunnar, léttari seðill verður í hádeginu og önnur kvöld, en í desember förum við á fullt. Þá förum við líka í sparifötin og bjóðum upp á allskonar fínerí, ostrur og fleira. Við erum líka með einn stærsta bjórbar á landinu á K-bar, með hátt í hundrað tegundir af flöskubjór. Við gerum hlutina alla leið á K-bar, hingað eru allir velkomnir, alltaf.“
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira