Við hlökkum til næsta árs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2013 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir fagnar hér marki sínu ásamt liðsfélögum sínum en hún skoraði í fyrsta leik sínum sem fyrirliði liðsins. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Freyr Alexandersson og stelpurnar hans í kvennalandsliðinu eru komnar á blað í 3. riðli undankeppni HM 2015 eftir 2-1 sigur í kaflaskiptum leik í Serbíu í gær. Íslenska liðið skoraði bæði mörkin sín í fyrri hálfleik en gaf síðan færi á sér í seinni hálfleik þegar serbneska liðið var meira með boltann. „Við áttum frábæran fyrri hálfleik og það er langt síðan liðið hefur spilað eins vel og í fyrri hálfleik. Við vorum mjög hreyfanlegar, sköpuðum fullt af flottum marktækifærum. og héldum boltanum mjög vel,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir leikinn. Margrét Lára skoraði fyrra mark Íslands á 19. mínútu en það síðara skoraði Katrín Ómarsdóttir tveimur mínútum fyrir hálfleik. „Við beittum hápressu í fyrri hálfleiknum og það fór svolítið mikil orka í það. Við duttum niður í seinni hálfleiknum en við spiluðum mjög góða vörn allan leikinn og Þóra var frábær í markinu í seinni hálfleiknum og bjargaði okkur þá nokkrum sinnum. Sigurinn var mjög sanngjarn og kærkominn,“ sagði Margrét Lára. Þetta var lokaleikur liðsins á árinu en átta af tíu leikjum liðsins í riðlinum fara fram á árinu 2014. „Við fáum góða æfingaleiki á Algarve í mars. Við erum lið á uppleið og munum bara vaxa. Þessi sigur gefur okkur aukið sjálfstraust og gefur okkur von um að halda draumnum á lífi að komast á HM. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur,“ segir Margrét. Sviss vann 1-0 sigur á Danmörku í gær og er með fullt hús (9 stig) og sex stiga forskot á næstu lið í riðlinum. „Auðvitað stefnum við alltaf á fyrsta sætið í riðlinum en eins og staðan er í dag þá er raunhæfara fyrir okkur að setja stefnuna á að ná öðru sætinu. Danmörk verður okkar helsti andstæðingur í framhaldinu eins og þetta lítur út í dag,“ segir Margrét Lára. Margrét Lára hefur verið í leiðtogahlutverki hjá landsliðinu í mörg ár en bar nú fyrirliðabandið í fyrsta sinn. „Ég fann það alveg að þetta gaf mér svolítið extra. Ég er búin að vera í þessu liði í ellefu ár og hafa sama hlutverkið nær allan tímann. Það er gaman fyrir mig að fá nýja áskorun og nýtt og stærra verkefni. Þetta er mikill heiður og vonandi á þetta bara eftir að þroska mig enn frekar sem leikmann,“ sagði Margrét Lára. En var hún búin að bíða eftir fyrirliðabandinu? „Katrín er búin að vera fyrirliði þessa liðs og hefur sinnt því alveg einstaklega vel. Það er gríðarlegur heiður að fá að leiða besta lið Íslands í knattspyrnu út á völlinn. Það er einstakt og vonandi get ég sinnt því hlutverki vel,“ sagði Margrét Lára sem var að leika sinn 94. landsleik í Belgrad í gær. Íslenska liðið hefur aldrei náð betri árangri en á árinu 2013 þegar liðið varð meðal átta bestu liðanna á Evrópumótinu í Svíþjóð. „Þetta er búið að vera frábært ár. Við komust í átta liða úrslit á EM og svo erum við á lífi í undankeppni HM. Við erum lið á uppleið og hlökkum til næsta árs. Það er frábært að ná að vinna þennan mikilvæga lokaleik á árinu og það gefur okkur aukinn kraft fyrir framhaldið,“ sagði Margrét Lára að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Freyr Alexandersson og stelpurnar hans í kvennalandsliðinu eru komnar á blað í 3. riðli undankeppni HM 2015 eftir 2-1 sigur í kaflaskiptum leik í Serbíu í gær. Íslenska liðið skoraði bæði mörkin sín í fyrri hálfleik en gaf síðan færi á sér í seinni hálfleik þegar serbneska liðið var meira með boltann. „Við áttum frábæran fyrri hálfleik og það er langt síðan liðið hefur spilað eins vel og í fyrri hálfleik. Við vorum mjög hreyfanlegar, sköpuðum fullt af flottum marktækifærum. og héldum boltanum mjög vel,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir leikinn. Margrét Lára skoraði fyrra mark Íslands á 19. mínútu en það síðara skoraði Katrín Ómarsdóttir tveimur mínútum fyrir hálfleik. „Við beittum hápressu í fyrri hálfleiknum og það fór svolítið mikil orka í það. Við duttum niður í seinni hálfleiknum en við spiluðum mjög góða vörn allan leikinn og Þóra var frábær í markinu í seinni hálfleiknum og bjargaði okkur þá nokkrum sinnum. Sigurinn var mjög sanngjarn og kærkominn,“ sagði Margrét Lára. Þetta var lokaleikur liðsins á árinu en átta af tíu leikjum liðsins í riðlinum fara fram á árinu 2014. „Við fáum góða æfingaleiki á Algarve í mars. Við erum lið á uppleið og munum bara vaxa. Þessi sigur gefur okkur aukið sjálfstraust og gefur okkur von um að halda draumnum á lífi að komast á HM. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur,“ segir Margrét. Sviss vann 1-0 sigur á Danmörku í gær og er með fullt hús (9 stig) og sex stiga forskot á næstu lið í riðlinum. „Auðvitað stefnum við alltaf á fyrsta sætið í riðlinum en eins og staðan er í dag þá er raunhæfara fyrir okkur að setja stefnuna á að ná öðru sætinu. Danmörk verður okkar helsti andstæðingur í framhaldinu eins og þetta lítur út í dag,“ segir Margrét Lára. Margrét Lára hefur verið í leiðtogahlutverki hjá landsliðinu í mörg ár en bar nú fyrirliðabandið í fyrsta sinn. „Ég fann það alveg að þetta gaf mér svolítið extra. Ég er búin að vera í þessu liði í ellefu ár og hafa sama hlutverkið nær allan tímann. Það er gaman fyrir mig að fá nýja áskorun og nýtt og stærra verkefni. Þetta er mikill heiður og vonandi á þetta bara eftir að þroska mig enn frekar sem leikmann,“ sagði Margrét Lára. En var hún búin að bíða eftir fyrirliðabandinu? „Katrín er búin að vera fyrirliði þessa liðs og hefur sinnt því alveg einstaklega vel. Það er gríðarlegur heiður að fá að leiða besta lið Íslands í knattspyrnu út á völlinn. Það er einstakt og vonandi get ég sinnt því hlutverki vel,“ sagði Margrét Lára sem var að leika sinn 94. landsleik í Belgrad í gær. Íslenska liðið hefur aldrei náð betri árangri en á árinu 2013 þegar liðið varð meðal átta bestu liðanna á Evrópumótinu í Svíþjóð. „Þetta er búið að vera frábært ár. Við komust í átta liða úrslit á EM og svo erum við á lífi í undankeppni HM. Við erum lið á uppleið og hlökkum til næsta árs. Það er frábært að ná að vinna þennan mikilvæga lokaleik á árinu og það gefur okkur aukinn kraft fyrir framhaldið,“ sagði Margrét Lára að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira