Netflixvæðing skaðar ekki sjónvarpsáhorf Þorgils Jónsson skrifar 2. nóvember 2013 09:00 Friðrik, Skarphéðinn og Freyr. Samkvæmt mælingum hefur áhorf á útsendingar sjónvarpsstöðvanna ekki dregist saman þrátt fyrir sífellt fleiri leiðir til að nálgast efni, til dæmis efnisveitur eins og Netflix. Þrátt fyrir að framboð á afþreyingarefni hafi aukist stórum skrefum síðustu ár, meðal annars með tilkomu efnisveita á borð við Netflix og aukins ólöglegs niðurhals, hefur áhorf á dagskrá sjónvarpsstöðvanna ekki dregist saman. Þetta segja forsvarsmenn stöðvanna og byggja á svokölluðum PPM-mælingum hjá Capacent. Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri 365, móðurfélags Fréttablaðsins, segir að samkvæmt áhorfsmælingum sé ekki að merkja neinar stórar breytingar. „Við erum með fleiri áhorfendur á stöðvarnar okkar núna en á sama tíma í fyrra. Það má að einhverju leyti rekja til þess að við bættum við einni stöð hjá okkur en við settum líka aukinn kraft í íslenska dagskrárgerð í haust og finnum að áhorfendur kunna að meta það.“ Auk þess segir Freyr að afkoman af sjónvarpsrekstri 365 í ár líti út fyrir verða betri en á síðasta ári og eins séu áskriftartölur sambærilegar við síðasta ár. Netflix og aðrar veitur hafi því ekki mikil áhrif á línulegt áhorf að hans mati. „Raunar er það mitt mat að Netflix, sem er í grunninn vídeóleiga, sé að koma verst niður á leigunum. Ég er líka á því að leigurnar hafi á sínum tíma verið miklu stærri en Netflix er í dag.“ Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, tekur í sama streng og segir breytingarnar óverulegar. „Ég held að við séum á svipuðu róli og verið hefur síðustu tvö árin. Þetta er kannski ekki beint vaxtamarkaður en hefur haldið sér. Það er okkar reynsla alla vegana.“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri á RÚV, segir þessa þróun hafa haft hvað minnst áhrif á RÚV. „Það er aðallega vegna þess að efnisúrvalið hjá okkur er hvað frábrugðnast því sem er í boði, til dæmis á Netflix. Það er auðvitað ekkert innlent efni þar, þannig að bein áhrif á áhorf hjá okkur eru óveruleg.“ Skarphéðinn bætir því við að til lengri tíma litið geti efnisveitur haft áhrif á áhorf á útsendingar, en þá helst hvað varðar erlenda sjónvarpsþætti. „Því verður þá mætt með aukinni innspýtingu í innlenda dagskrárgerð og það er kannski jákvæð þróun.“ Netflix Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Þrátt fyrir að framboð á afþreyingarefni hafi aukist stórum skrefum síðustu ár, meðal annars með tilkomu efnisveita á borð við Netflix og aukins ólöglegs niðurhals, hefur áhorf á dagskrá sjónvarpsstöðvanna ekki dregist saman. Þetta segja forsvarsmenn stöðvanna og byggja á svokölluðum PPM-mælingum hjá Capacent. Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri 365, móðurfélags Fréttablaðsins, segir að samkvæmt áhorfsmælingum sé ekki að merkja neinar stórar breytingar. „Við erum með fleiri áhorfendur á stöðvarnar okkar núna en á sama tíma í fyrra. Það má að einhverju leyti rekja til þess að við bættum við einni stöð hjá okkur en við settum líka aukinn kraft í íslenska dagskrárgerð í haust og finnum að áhorfendur kunna að meta það.“ Auk þess segir Freyr að afkoman af sjónvarpsrekstri 365 í ár líti út fyrir verða betri en á síðasta ári og eins séu áskriftartölur sambærilegar við síðasta ár. Netflix og aðrar veitur hafi því ekki mikil áhrif á línulegt áhorf að hans mati. „Raunar er það mitt mat að Netflix, sem er í grunninn vídeóleiga, sé að koma verst niður á leigunum. Ég er líka á því að leigurnar hafi á sínum tíma verið miklu stærri en Netflix er í dag.“ Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, tekur í sama streng og segir breytingarnar óverulegar. „Ég held að við séum á svipuðu róli og verið hefur síðustu tvö árin. Þetta er kannski ekki beint vaxtamarkaður en hefur haldið sér. Það er okkar reynsla alla vegana.“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri á RÚV, segir þessa þróun hafa haft hvað minnst áhrif á RÚV. „Það er aðallega vegna þess að efnisúrvalið hjá okkur er hvað frábrugðnast því sem er í boði, til dæmis á Netflix. Það er auðvitað ekkert innlent efni þar, þannig að bein áhrif á áhorf hjá okkur eru óveruleg.“ Skarphéðinn bætir því við að til lengri tíma litið geti efnisveitur haft áhrif á áhorf á útsendingar, en þá helst hvað varðar erlenda sjónvarpsþætti. „Því verður þá mætt með aukinni innspýtingu í innlenda dagskrárgerð og það er kannski jákvæð þróun.“
Netflix Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira