Kraftur leystur úr læðingi Freyr Bjarnason skrifar 4. nóvember 2013 12:30 Savages stóð sig vel í Listasafni Reykjavíkur. Mynd/Magnús Elvar Jónsson Savages Iceland Airwaves-hátíðin Listasafn Reykjavíkur Breska pönkrokksveitin Savages er skipuð fjórum konum. Fyrsta platan þeirra, Silcence Yourself, kom út fyrr á árinu og vakti töluverða athygli. Þetta voru flottir tónleikar, þar sem kraftmikill og skemmtilegur trommuleikur Fay Milton stóð upp úr, enda lögin að miklu leyti byggð upp í kringum trommurnar. Söngkonan Jehnny Beth var töff á sviðinu, krúnurökuð og í hvítri skyrtu en allar hinar voru svartklæddar og síðhærðar. Lokalagið Fuckers, sem er ekki á nýju plötunni, var heillengi í gang en náði hæstu hæðum með tilheyrandi krafti sem smitaðist vel út í salinn, sem var engu að síður ekki fullur. Enda tónlist sem stundum krefst þolinmæði og er því ekki að allra skapi. Savages tókst samt að skila sínu og rúmlega það.Niðurstaða: Kraftmikið pönk með flottum trommuleik. Gagnrýni Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Savages Iceland Airwaves-hátíðin Listasafn Reykjavíkur Breska pönkrokksveitin Savages er skipuð fjórum konum. Fyrsta platan þeirra, Silcence Yourself, kom út fyrr á árinu og vakti töluverða athygli. Þetta voru flottir tónleikar, þar sem kraftmikill og skemmtilegur trommuleikur Fay Milton stóð upp úr, enda lögin að miklu leyti byggð upp í kringum trommurnar. Söngkonan Jehnny Beth var töff á sviðinu, krúnurökuð og í hvítri skyrtu en allar hinar voru svartklæddar og síðhærðar. Lokalagið Fuckers, sem er ekki á nýju plötunni, var heillengi í gang en náði hæstu hæðum með tilheyrandi krafti sem smitaðist vel út í salinn, sem var engu að síður ekki fullur. Enda tónlist sem stundum krefst þolinmæði og er því ekki að allra skapi. Savages tókst samt að skila sínu og rúmlega það.Niðurstaða: Kraftmikið pönk með flottum trommuleik.
Gagnrýni Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira