Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Þriðja árið í röð er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninu sem á sér ýmsar birtingarmyndir. Ein þeirra birtingarmynda er rafrænt einelti. Þrátt fyrir að á yfirborðinu virðist ríkja sátt um að einelti sé óásættanlegt og ólíðandi ofbeldi þá gengur illa að útrýma þessari meinsemd. Vissulega hefur árangur náðst en betur má ef duga skal. Hvert tilfelli er einu of mikið.Bara grín? Síðustu misseri hafa fjölmiðlar fjallað um alvarlegustu afleiðingar eineltis þegar ungt fólk í blóma lífsins ákveður að binda enda á líf sitt eftir slíkt ofbeldi. Iðulega er um að ræða einhvers konar rafrænt einelti og sláandi er að sjá hve mörg þessi tilfelli eru. Við skulum ekki ímynda okkur að þetta sé bara eitthvað sem gerist í útlöndum. Ekki ratar allt í fréttirnar og margir þjást að óþörfu. Rafrænt einelti getur falið í sér illkvittin skilaboð og skeytasendingar, niðrandi ummæli og myndbirtingar á samfélagsmiðlum. Einnig er til í dæminu að stofnaðir séu falskir prófílar í nafni þess sem fyrir eineltinu verður og þar fram eftir götunum. Þeir sem taka þátt í eineltinu eru í raun allir sem dreifa slíku efni og samþykkja það. Það sem gerir rafrænt einelti enn svæsnara er að þú veist ekki alltaf hver stendur á bak við það. Auðvelt er að sigla undir fölsku flaggi á netinu og þar eru jafnvel gerendur sem væru hugsanlega ekki gerendur augliti til auglitis. En hver er rót vandans? Hvað fær fólk til að halda að svona andstyggileg hegðun sé leyfileg? Grín er oft notað sem afsökun, einkum hjá börnum og ungmennum. „Þetta var bara djók!“ eða „Við tölum bara svona á netinu, þetta er bara grín.“ En hvernig getur þú verið viss um að einhver „fatti djókið“? Eða fylgir gríninu kannski alvara? Rafræn samskipti eru vandmeðfarinn tjáningarmáti þar sem þeim fylgja ekki svipbrigði. Þú heyrir sjaldnast tóninn eða raddblæinn og þessi fínni blæbrigði mannlegra samskipta sem eiga sér stað augliti til auglitis eru ekki til staðar. Samskiptin verða því mun beinskeyttari og geta auðveldlega misskilist eða virkað harkalegri en ætlunin var. En því miður er þeim oft ætlað að særa.Ekkert hatur SAFT og Heimili og skóli eru í hópi stofnana og samtaka á Íslandi sem standa á bak við átakið „Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð“. Átakið er unnið út frá verkefni Evrópuráðsins, No Hate Speech Movement, og er ætlað að stuðla að jafnrétti, virðingu, mannréttindum og fjölbreytileika. Því er beint gegn hatursáróðri, kynþáttafordómum og mismunun á netinu. Markmiðin eru m.a. að: stuðla að vitundarvakningu um hatursáróður og hatursorðræðu á netinu meðal ungs fólks, kynna mikilvægi miðlalæsis, styðja ungmenni í að verja mannréttindi á netinu og utan þess og auka vitund gegn hatursáróðri á netinu. Fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis annast eftirtaldir aðilar útfærslu verkefnisins á Íslandi: SAFT, Heimili og skóli – landssamtök foreldra, SAMFÉS, Landssamband æskulýðsfélaga, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Æskulýðsvettvangurinn. Rafrænt einelti flokkast undir hatursáróður þar sem orðræðan sem þar viðgengst hefur það að markmiði að koma höggi á einhvern, særa og beita andlegu ofbeldi. Mikilvægt er að vekja ungt fólk til vitundar um að orð eru til alls fyrst og að þeim fylgir ábyrgð. Við erum ábyrg fyrir því sem við segjum og gerum og við erum líka ábyrg fyrir því sem við samþykkjum.Hverjar eru fyrirmyndirnar? Þegar byggja skal friðelskandi lýðræðissamfélag er virðing í samskiptum grundvallaratriði. Þrátt fyrir að foreldrum finnist sér oft ofaukið í netsamskiptum barnsins eða unglingsins þá skiptir máli að fylgjast með og eiga samtal um rafræn samskipti. Foreldrar þurfa að leiðbeina og gæta þess að börnin þeirra komist ekki í tæri við skaðlegt efni. Uppeldi nær yfir alla hegðun, bæði á netinu og utan þess. Einnig er rétt að benda á að fullorðnir eru fyrirmyndir og það skiptir ekki síst máli hvernig þeir haga sér á netinu og í fjölmiðlum. Verum góðar fyrirmyndir, tökum ábyrgð og stuðlum að samfélagi þar sem ekkert hatur þrífst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þriðja árið í röð er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninu sem á sér ýmsar birtingarmyndir. Ein þeirra birtingarmynda er rafrænt einelti. Þrátt fyrir að á yfirborðinu virðist ríkja sátt um að einelti sé óásættanlegt og ólíðandi ofbeldi þá gengur illa að útrýma þessari meinsemd. Vissulega hefur árangur náðst en betur má ef duga skal. Hvert tilfelli er einu of mikið.Bara grín? Síðustu misseri hafa fjölmiðlar fjallað um alvarlegustu afleiðingar eineltis þegar ungt fólk í blóma lífsins ákveður að binda enda á líf sitt eftir slíkt ofbeldi. Iðulega er um að ræða einhvers konar rafrænt einelti og sláandi er að sjá hve mörg þessi tilfelli eru. Við skulum ekki ímynda okkur að þetta sé bara eitthvað sem gerist í útlöndum. Ekki ratar allt í fréttirnar og margir þjást að óþörfu. Rafrænt einelti getur falið í sér illkvittin skilaboð og skeytasendingar, niðrandi ummæli og myndbirtingar á samfélagsmiðlum. Einnig er til í dæminu að stofnaðir séu falskir prófílar í nafni þess sem fyrir eineltinu verður og þar fram eftir götunum. Þeir sem taka þátt í eineltinu eru í raun allir sem dreifa slíku efni og samþykkja það. Það sem gerir rafrænt einelti enn svæsnara er að þú veist ekki alltaf hver stendur á bak við það. Auðvelt er að sigla undir fölsku flaggi á netinu og þar eru jafnvel gerendur sem væru hugsanlega ekki gerendur augliti til auglitis. En hver er rót vandans? Hvað fær fólk til að halda að svona andstyggileg hegðun sé leyfileg? Grín er oft notað sem afsökun, einkum hjá börnum og ungmennum. „Þetta var bara djók!“ eða „Við tölum bara svona á netinu, þetta er bara grín.“ En hvernig getur þú verið viss um að einhver „fatti djókið“? Eða fylgir gríninu kannski alvara? Rafræn samskipti eru vandmeðfarinn tjáningarmáti þar sem þeim fylgja ekki svipbrigði. Þú heyrir sjaldnast tóninn eða raddblæinn og þessi fínni blæbrigði mannlegra samskipta sem eiga sér stað augliti til auglitis eru ekki til staðar. Samskiptin verða því mun beinskeyttari og geta auðveldlega misskilist eða virkað harkalegri en ætlunin var. En því miður er þeim oft ætlað að særa.Ekkert hatur SAFT og Heimili og skóli eru í hópi stofnana og samtaka á Íslandi sem standa á bak við átakið „Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð“. Átakið er unnið út frá verkefni Evrópuráðsins, No Hate Speech Movement, og er ætlað að stuðla að jafnrétti, virðingu, mannréttindum og fjölbreytileika. Því er beint gegn hatursáróðri, kynþáttafordómum og mismunun á netinu. Markmiðin eru m.a. að: stuðla að vitundarvakningu um hatursáróður og hatursorðræðu á netinu meðal ungs fólks, kynna mikilvægi miðlalæsis, styðja ungmenni í að verja mannréttindi á netinu og utan þess og auka vitund gegn hatursáróðri á netinu. Fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis annast eftirtaldir aðilar útfærslu verkefnisins á Íslandi: SAFT, Heimili og skóli – landssamtök foreldra, SAMFÉS, Landssamband æskulýðsfélaga, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Æskulýðsvettvangurinn. Rafrænt einelti flokkast undir hatursáróður þar sem orðræðan sem þar viðgengst hefur það að markmiði að koma höggi á einhvern, særa og beita andlegu ofbeldi. Mikilvægt er að vekja ungt fólk til vitundar um að orð eru til alls fyrst og að þeim fylgir ábyrgð. Við erum ábyrg fyrir því sem við segjum og gerum og við erum líka ábyrg fyrir því sem við samþykkjum.Hverjar eru fyrirmyndirnar? Þegar byggja skal friðelskandi lýðræðissamfélag er virðing í samskiptum grundvallaratriði. Þrátt fyrir að foreldrum finnist sér oft ofaukið í netsamskiptum barnsins eða unglingsins þá skiptir máli að fylgjast með og eiga samtal um rafræn samskipti. Foreldrar þurfa að leiðbeina og gæta þess að börnin þeirra komist ekki í tæri við skaðlegt efni. Uppeldi nær yfir alla hegðun, bæði á netinu og utan þess. Einnig er rétt að benda á að fullorðnir eru fyrirmyndir og það skiptir ekki síst máli hvernig þeir haga sér á netinu og í fjölmiðlum. Verum góðar fyrirmyndir, tökum ábyrgð og stuðlum að samfélagi þar sem ekkert hatur þrífst.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun