Lífið

Leikkona lætur gott af sér leiða

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Alexía Björg Jóhannesdóttir leikkona ásamt syni sínum Jóhannesi Hermanni Guðmundssyni gefa nokkrar gjafir til verkefnisins.
fréttablaðið/
Alexía Björg Jóhannesdóttir leikkona ásamt syni sínum Jóhannesi Hermanni Guðmundssyni gefa nokkrar gjafir til verkefnisins. fréttablaðið/ Fréttablaðið/Valli
„Við höfum gert þetta síðastliðin fimm til sex ár og er eiginlega fyrsti hlutinn af jólaundarbúningnum hjá okkur,“ segir Alexía Björg Jóhannesdóttir leikkona, sem hefur ásamt fjölskyldu sinni verið dugleg við að styrkja verkefnið Jól í skókassa.

Jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir.

„Krakkarnir mínir hafa jafngaman af þessu og ég. Þau læra margt af þessu og gefa gjafir í verkefnið,“ útskýrir Alexía. Fyrsta árið gáfu þau einn kassa, svo tvo og nú gefa þau þrjá kassa í verkefnið.

Jól í skókassa er verkefni sem stofnað var af ungu fólki innan KFUM og KFUK árið 2004 en þá söfnuðust fimm hundruð kassar. Verkefnið hefur stækkað síðustu ár og hafa undanfarin ár borist um fimm þúsund gjafir sem fara svo til Úkraínu þar sem ástand er víða bágborið.

Fram undan hjá Alexíu er uppistand sem hún vinnur með hópi sem kallast Pörupiltar en verkið verður sett á svið í Borgarleikhúsinu í febrúar.

Síðasti móttökudagur fyrir Jól í skókassa er laugardagurinn 9. nóvember 2013 en opið er á milli klukkan 11.00 og 16.00 á Holtavegi 28.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×