Glænýtt lið hjá Gerplu Stefán Árni Pálsson skrifar 9. nóvember 2013 07:30 Stelpurnar klárar í slaginn. Gerpla á titil að verja á Norðurlandameistaramótinu í fimleikum sem fram fer í Odense í Danmörku í dag. Gerpla vann mótið sem fram fór í Larvik í Noregi fyrir tveimur árum. Liðið hefur verið gríðarlega sigursælt undanfarin ár og kvennalið Gerplu varð einnig Evrópumeistari í hópfimleikum árið 2010. Íslendingar verða með þrjú lið á mótinu en Gerpla sendir bæði kvenna- og karlalið til Odense og Stjarnan verður með eitt kvennalið. Stjörnukonur unnu bronsið í Larvik árið 2011. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel þrátt fyrir að við séum í raun með alveg glænýtt lið í höndunum,“ segir Ásdís Guðmundsdóttir, dansþjálfari Gerplu. Ásdís fór ekki með liðinu til Odense en hún er barnshafandi og á aðeins nokkrar vikur eftir af meðgöngunni. „Liðið fór í æfingabúðir í vor til Danmerkur og eftir það hafa stelpurnar litið mjög vel út og eru svo sannarlega tilbúnar í slaginn.“ Liðið sem keppir á Norðurlandameistaramótinu í ár er gjörbreytt frá liðinu sem hampaði titlinum í Noregi.Kjarninn er farinn „Kjarni liðsins sem varð Norðurlanda- og Evrópumeistari á sínum tíma er í raun allur farinn út úr þessu liði. Stór hluti af liðinu í ár hefur verið hluti af okkar hóp undanfarin ár og þekkir vel inn á þessi mót. Það er vissulega þeirra hlutverk þessara stelpna að stíga upp og sýna ákveðna leiðtogahæfileika á mótinu.“ En hefur Gerpla burði til að verja titilinn? „Ég tel að stelpurnar eigi rosalega góðan möguleika á að standa uppi sem sigurvegarar á þessu móti. Þær þurfa bara að skila sínu og þá sé ég alveg fyrir mér að við getum varið titilinn.“ Ásdís verður við símann alla helgina og í góðu sambandi við samstarfsfélaga sinn, Ástu Þyrí Emilsdóttur, sem einnig er dansþjálfari Gerplu og stödd í Odense. „Ég hef varla farið frá tölvunni síðan liðið fór út á miðvikudaginn og ég verð í stanslausu sambandi við stelpurnar alla helgina.“ Ásdís og Ásta Þyri voru báðar með fyrir tveimur árum þegar Gerplu-liðið vann gullið. Nú ætla þær að hjálpa næstu kynslóð að halda uppi merkjum liðsins. Fimleikar Innlendar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Gerpla á titil að verja á Norðurlandameistaramótinu í fimleikum sem fram fer í Odense í Danmörku í dag. Gerpla vann mótið sem fram fór í Larvik í Noregi fyrir tveimur árum. Liðið hefur verið gríðarlega sigursælt undanfarin ár og kvennalið Gerplu varð einnig Evrópumeistari í hópfimleikum árið 2010. Íslendingar verða með þrjú lið á mótinu en Gerpla sendir bæði kvenna- og karlalið til Odense og Stjarnan verður með eitt kvennalið. Stjörnukonur unnu bronsið í Larvik árið 2011. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel þrátt fyrir að við séum í raun með alveg glænýtt lið í höndunum,“ segir Ásdís Guðmundsdóttir, dansþjálfari Gerplu. Ásdís fór ekki með liðinu til Odense en hún er barnshafandi og á aðeins nokkrar vikur eftir af meðgöngunni. „Liðið fór í æfingabúðir í vor til Danmerkur og eftir það hafa stelpurnar litið mjög vel út og eru svo sannarlega tilbúnar í slaginn.“ Liðið sem keppir á Norðurlandameistaramótinu í ár er gjörbreytt frá liðinu sem hampaði titlinum í Noregi.Kjarninn er farinn „Kjarni liðsins sem varð Norðurlanda- og Evrópumeistari á sínum tíma er í raun allur farinn út úr þessu liði. Stór hluti af liðinu í ár hefur verið hluti af okkar hóp undanfarin ár og þekkir vel inn á þessi mót. Það er vissulega þeirra hlutverk þessara stelpna að stíga upp og sýna ákveðna leiðtogahæfileika á mótinu.“ En hefur Gerpla burði til að verja titilinn? „Ég tel að stelpurnar eigi rosalega góðan möguleika á að standa uppi sem sigurvegarar á þessu móti. Þær þurfa bara að skila sínu og þá sé ég alveg fyrir mér að við getum varið titilinn.“ Ásdís verður við símann alla helgina og í góðu sambandi við samstarfsfélaga sinn, Ástu Þyrí Emilsdóttur, sem einnig er dansþjálfari Gerplu og stödd í Odense. „Ég hef varla farið frá tölvunni síðan liðið fór út á miðvikudaginn og ég verð í stanslausu sambandi við stelpurnar alla helgina.“ Ásdís og Ásta Þyri voru báðar með fyrir tveimur árum þegar Gerplu-liðið vann gullið. Nú ætla þær að hjálpa næstu kynslóð að halda uppi merkjum liðsins.
Fimleikar Innlendar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira