Jólastjörnurnar skína skært í Álftanesskóla Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. nóvember 2013 10:15 Agla Bríet Einarsdóttir, Sara Renee Griffin og Veronika Heba Smáradóttir eru allar komnar í tíu manna úrslit í Jólastjörnunni 2013. fréttablaðið/gva „Þetta er ótrúlega skemmtilegt og frábært tækifæri fyrir okkur,“ segir Agla Bríet Einarsdóttir, einn keppenda í söngvakeppninni Jólastjarnan 2013. Í keppninni er komin upp sérkennileg staða því þrjár stelpur úr Álftanesskóla eru á meðal þeirra tíu keppenda sem komnir eru í lokaúrslit. Ásamt Öglu Bríeti eru þær Veronika Heba Smáradóttir og Sara Renee Griffin á meðal keppenda. Agla Bríet og Veronika eru saman í bekk en þær eru í sjöunda bekk og Sara er í áttunda bekk. „Við erum miklar vinkonur og syngjum mikið saman. Við hittumst oft eftir skóla og æfum okkur saman,“ segir Veronika um vinskap sinn við bekkjarsystur sína Öglu Bríeti. Sara er ný í Álftanesskóla og er frá Vestmannaeyjum, þar sem hún hefur tekið þátt í ýmsu leiklistarstarfi en einnig vann hún söngvakeppni barna á Þjóðhátíð síðastliðið sumar. Allar þrjár stúlkurnar hafa sungið frá því þær muna eftir sér. „Ég hef sungið frá því ég man eftir mér en nú er ég byrjuð í sönglist hjá Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur, sem kennir við skólann okkar,“ segir Sara. Bekkjarsysturnar Agla Bríet og Veronika eru báðar að læra söng hjá Ceciliu Magnúsdóttur. „Hún er besti söngkennari í heimi,“ segir Veronika létt í lundu. Cecilie hefur komið bekkjarsystrunum að og hafa þær sungið talsvert á ýmsum mannamótum á Álftanesi. Þegar spurt er um hljóðfæraleik segist Veronika spila á selló og píanó. Agla Bríet spilar á gítar og er meðal annars í samspilshóp í tónlistarskólanum þar sem hún spilar á gítar og syngur. „Það er mjög gaman og við spilum rokktónlist. Það er auðvitað æfing að spila á gítarinn og syngja í leiðinni en það er allt að koma,“ segir Agla Bríet. Þá leikur hún einnig í Óvitunum sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. „Það gæti vel verið að við stofnum hljómsveit saman eftir þetta skemmtilega ævintýri,“ segja þær allar, aðspurðar um framhaldið. Leitin að Jólastjörnunni 2013 fer nú fram og verður sigurvegarinn krýndur næstkomandi fimmtudag í Íslandi í dag. Hægt er að horfa á flutning allra keppenda á Vísi. Þar hafa Jólastjörnumyndböndin slegið í gegn síðustu daga og hefur verið horft um hundrað þúsund sinnum á þau. Jólastjarnan Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
„Þetta er ótrúlega skemmtilegt og frábært tækifæri fyrir okkur,“ segir Agla Bríet Einarsdóttir, einn keppenda í söngvakeppninni Jólastjarnan 2013. Í keppninni er komin upp sérkennileg staða því þrjár stelpur úr Álftanesskóla eru á meðal þeirra tíu keppenda sem komnir eru í lokaúrslit. Ásamt Öglu Bríeti eru þær Veronika Heba Smáradóttir og Sara Renee Griffin á meðal keppenda. Agla Bríet og Veronika eru saman í bekk en þær eru í sjöunda bekk og Sara er í áttunda bekk. „Við erum miklar vinkonur og syngjum mikið saman. Við hittumst oft eftir skóla og æfum okkur saman,“ segir Veronika um vinskap sinn við bekkjarsystur sína Öglu Bríeti. Sara er ný í Álftanesskóla og er frá Vestmannaeyjum, þar sem hún hefur tekið þátt í ýmsu leiklistarstarfi en einnig vann hún söngvakeppni barna á Þjóðhátíð síðastliðið sumar. Allar þrjár stúlkurnar hafa sungið frá því þær muna eftir sér. „Ég hef sungið frá því ég man eftir mér en nú er ég byrjuð í sönglist hjá Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur, sem kennir við skólann okkar,“ segir Sara. Bekkjarsysturnar Agla Bríet og Veronika eru báðar að læra söng hjá Ceciliu Magnúsdóttur. „Hún er besti söngkennari í heimi,“ segir Veronika létt í lundu. Cecilie hefur komið bekkjarsystrunum að og hafa þær sungið talsvert á ýmsum mannamótum á Álftanesi. Þegar spurt er um hljóðfæraleik segist Veronika spila á selló og píanó. Agla Bríet spilar á gítar og er meðal annars í samspilshóp í tónlistarskólanum þar sem hún spilar á gítar og syngur. „Það er mjög gaman og við spilum rokktónlist. Það er auðvitað æfing að spila á gítarinn og syngja í leiðinni en það er allt að koma,“ segir Agla Bríet. Þá leikur hún einnig í Óvitunum sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. „Það gæti vel verið að við stofnum hljómsveit saman eftir þetta skemmtilega ævintýri,“ segja þær allar, aðspurðar um framhaldið. Leitin að Jólastjörnunni 2013 fer nú fram og verður sigurvegarinn krýndur næstkomandi fimmtudag í Íslandi í dag. Hægt er að horfa á flutning allra keppenda á Vísi. Þar hafa Jólastjörnumyndböndin slegið í gegn síðustu daga og hefur verið horft um hundrað þúsund sinnum á þau.
Jólastjarnan Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira