Jólastjörnurnar skína skært í Álftanesskóla Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. nóvember 2013 10:15 Agla Bríet Einarsdóttir, Sara Renee Griffin og Veronika Heba Smáradóttir eru allar komnar í tíu manna úrslit í Jólastjörnunni 2013. fréttablaðið/gva „Þetta er ótrúlega skemmtilegt og frábært tækifæri fyrir okkur,“ segir Agla Bríet Einarsdóttir, einn keppenda í söngvakeppninni Jólastjarnan 2013. Í keppninni er komin upp sérkennileg staða því þrjár stelpur úr Álftanesskóla eru á meðal þeirra tíu keppenda sem komnir eru í lokaúrslit. Ásamt Öglu Bríeti eru þær Veronika Heba Smáradóttir og Sara Renee Griffin á meðal keppenda. Agla Bríet og Veronika eru saman í bekk en þær eru í sjöunda bekk og Sara er í áttunda bekk. „Við erum miklar vinkonur og syngjum mikið saman. Við hittumst oft eftir skóla og æfum okkur saman,“ segir Veronika um vinskap sinn við bekkjarsystur sína Öglu Bríeti. Sara er ný í Álftanesskóla og er frá Vestmannaeyjum, þar sem hún hefur tekið þátt í ýmsu leiklistarstarfi en einnig vann hún söngvakeppni barna á Þjóðhátíð síðastliðið sumar. Allar þrjár stúlkurnar hafa sungið frá því þær muna eftir sér. „Ég hef sungið frá því ég man eftir mér en nú er ég byrjuð í sönglist hjá Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur, sem kennir við skólann okkar,“ segir Sara. Bekkjarsysturnar Agla Bríet og Veronika eru báðar að læra söng hjá Ceciliu Magnúsdóttur. „Hún er besti söngkennari í heimi,“ segir Veronika létt í lundu. Cecilie hefur komið bekkjarsystrunum að og hafa þær sungið talsvert á ýmsum mannamótum á Álftanesi. Þegar spurt er um hljóðfæraleik segist Veronika spila á selló og píanó. Agla Bríet spilar á gítar og er meðal annars í samspilshóp í tónlistarskólanum þar sem hún spilar á gítar og syngur. „Það er mjög gaman og við spilum rokktónlist. Það er auðvitað æfing að spila á gítarinn og syngja í leiðinni en það er allt að koma,“ segir Agla Bríet. Þá leikur hún einnig í Óvitunum sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. „Það gæti vel verið að við stofnum hljómsveit saman eftir þetta skemmtilega ævintýri,“ segja þær allar, aðspurðar um framhaldið. Leitin að Jólastjörnunni 2013 fer nú fram og verður sigurvegarinn krýndur næstkomandi fimmtudag í Íslandi í dag. Hægt er að horfa á flutning allra keppenda á Vísi. Þar hafa Jólastjörnumyndböndin slegið í gegn síðustu daga og hefur verið horft um hundrað þúsund sinnum á þau. Jólastjarnan Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira
„Þetta er ótrúlega skemmtilegt og frábært tækifæri fyrir okkur,“ segir Agla Bríet Einarsdóttir, einn keppenda í söngvakeppninni Jólastjarnan 2013. Í keppninni er komin upp sérkennileg staða því þrjár stelpur úr Álftanesskóla eru á meðal þeirra tíu keppenda sem komnir eru í lokaúrslit. Ásamt Öglu Bríeti eru þær Veronika Heba Smáradóttir og Sara Renee Griffin á meðal keppenda. Agla Bríet og Veronika eru saman í bekk en þær eru í sjöunda bekk og Sara er í áttunda bekk. „Við erum miklar vinkonur og syngjum mikið saman. Við hittumst oft eftir skóla og æfum okkur saman,“ segir Veronika um vinskap sinn við bekkjarsystur sína Öglu Bríeti. Sara er ný í Álftanesskóla og er frá Vestmannaeyjum, þar sem hún hefur tekið þátt í ýmsu leiklistarstarfi en einnig vann hún söngvakeppni barna á Þjóðhátíð síðastliðið sumar. Allar þrjár stúlkurnar hafa sungið frá því þær muna eftir sér. „Ég hef sungið frá því ég man eftir mér en nú er ég byrjuð í sönglist hjá Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur, sem kennir við skólann okkar,“ segir Sara. Bekkjarsysturnar Agla Bríet og Veronika eru báðar að læra söng hjá Ceciliu Magnúsdóttur. „Hún er besti söngkennari í heimi,“ segir Veronika létt í lundu. Cecilie hefur komið bekkjarsystrunum að og hafa þær sungið talsvert á ýmsum mannamótum á Álftanesi. Þegar spurt er um hljóðfæraleik segist Veronika spila á selló og píanó. Agla Bríet spilar á gítar og er meðal annars í samspilshóp í tónlistarskólanum þar sem hún spilar á gítar og syngur. „Það er mjög gaman og við spilum rokktónlist. Það er auðvitað æfing að spila á gítarinn og syngja í leiðinni en það er allt að koma,“ segir Agla Bríet. Þá leikur hún einnig í Óvitunum sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. „Það gæti vel verið að við stofnum hljómsveit saman eftir þetta skemmtilega ævintýri,“ segja þær allar, aðspurðar um framhaldið. Leitin að Jólastjörnunni 2013 fer nú fram og verður sigurvegarinn krýndur næstkomandi fimmtudag í Íslandi í dag. Hægt er að horfa á flutning allra keppenda á Vísi. Þar hafa Jólastjörnumyndböndin slegið í gegn síðustu daga og hefur verið horft um hundrað þúsund sinnum á þau.
Jólastjarnan Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira