Milljarðagjöf Mikael Torfason skrifar 18. nóvember 2013 00:00 Makríll verður settur í kvótakerfi á næsta ári samkvæmt Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra, en á Stöð 2 fyrir viku sagði hann að veiðiheimildir yrðu miðaðar við aflareynslu skipa og þær yrðu með frjálsu framsali. Á mannamáli gæti þetta þýtt að líklega fá útgerðarmenn makrílkvóta nánast frítt og geta selt hann og veðsett eftir hentisemi. Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla í New York, ritaði grein í Fréttablaðið á laugardag og bar upp mjög einfalda spurningu fyrir sjávarútvegsráðherra: ,,Hvað er það sem mælir gegn því að nýútgefinn makrílkvóti verði boðinn upp?“ Það er nefnilega þannig að þarf ekki að vera samasemmerki á milli kvótakerfis og gjafakvóta. Kvótakerfið sem slíkt er ágætt og „hefur sýnt sig að vera gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt,“ svo vitnað sé í orð ráðherra sem segir margar þjóðir horfa „með aðdáunar- og öfundaraugum til okkar hvað það varðar“. Hingað til hafa makrílveiðar staðið utan kvótakerfis og í grein sem Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifaði í Fréttablaðið segir að frá 2010 hafi útflutningsverðmætið numið 70 milljörðum króna. Samkvæmt hans útreikningum ætti hagnaður útgerðanna af þessum veiðum að nema 45 milljörðum. Eflaust er hægt að rífast um þá tölu en greiðslur fyrir veiðiréttinn til ríkisins eru aðeins 2,4 milljarðar á þessum árum samkvæmt Kristni. Fyrirkomulagið er þannig að ráðherra hefur til þessa gefið út heildaraflamark og hafa mjög ólík skip haldið til veiða, frá hafi og upp í fjöruborð nánast, eins og komið hefur fram í fréttum. Í ráðuneytinu er nú verið að leita að ásættanlegri lausn um úthlutun kvóta á makríl og hefur ráðherra leitað eftir „samráði við útgerðarmenn“, jafnt stóra sem smáa. Jón Steinsson segir í grein sinni að auðvitað eigi makríll að fara inn í kvótakerfið en hann vill að leitað sé samráðs við þjóðina líka. Það að úthluta makrílkvóta með gamla laginu færir örfáum fyrirtækjum tugi milljarða á silfurfati. Jón segir að ráðherra hafi ekki haft samráð við skattgreiðendur eða sjúklinga á Landspítalanum. „Sátt“ í sjávarútvegsmálum snúist fyrst og síðast um að „útgerðarmenn séu sáttir og að þjóðin sé ávallt aukaatriði í því sambandi“. Auðvitað á að bjóða makrílkvóta hæstbjóðanda. Þetta eru verðmæti sem sjávarútvegsráðherra á að selja fyrir hönd þjóðarinnar. Þannig næst sátt við þjóðina um kvótakerfið sem er jú ágætis kerfi þegar öllu er á botninn hvolft. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra er sjávarútvegsráðherra Íslendinga allra en ekki bara sjávarútvegsráðherra útgerðarmanna. Jón Steinsson bendir á annan áhugaverðan punkt í grein sinni og það er að „sjávarútvegsfyrirtækin sem veitt hafa makríl á síðustu árum hafa að mestu getað notað þau skip og þann tækjabúnað sem þau áttu hvort sem er og var ekki fullnýttur þar sem veiðar á uppsjávarfirski eiga sér stað í skorpum. Makríll var hreinn bónus fyrir uppsjávarfyrirtækin sem var hægt að sækja í milli þess sem þau sóttu í loðnu og síld“. Fjárfesting fyrirtækjanna er því óveruleg og engin rök sem mæla með því að gefa örfáum sægreifum milljarða í formi makrílkvóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Makríll verður settur í kvótakerfi á næsta ári samkvæmt Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra, en á Stöð 2 fyrir viku sagði hann að veiðiheimildir yrðu miðaðar við aflareynslu skipa og þær yrðu með frjálsu framsali. Á mannamáli gæti þetta þýtt að líklega fá útgerðarmenn makrílkvóta nánast frítt og geta selt hann og veðsett eftir hentisemi. Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla í New York, ritaði grein í Fréttablaðið á laugardag og bar upp mjög einfalda spurningu fyrir sjávarútvegsráðherra: ,,Hvað er það sem mælir gegn því að nýútgefinn makrílkvóti verði boðinn upp?“ Það er nefnilega þannig að þarf ekki að vera samasemmerki á milli kvótakerfis og gjafakvóta. Kvótakerfið sem slíkt er ágætt og „hefur sýnt sig að vera gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt,“ svo vitnað sé í orð ráðherra sem segir margar þjóðir horfa „með aðdáunar- og öfundaraugum til okkar hvað það varðar“. Hingað til hafa makrílveiðar staðið utan kvótakerfis og í grein sem Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifaði í Fréttablaðið segir að frá 2010 hafi útflutningsverðmætið numið 70 milljörðum króna. Samkvæmt hans útreikningum ætti hagnaður útgerðanna af þessum veiðum að nema 45 milljörðum. Eflaust er hægt að rífast um þá tölu en greiðslur fyrir veiðiréttinn til ríkisins eru aðeins 2,4 milljarðar á þessum árum samkvæmt Kristni. Fyrirkomulagið er þannig að ráðherra hefur til þessa gefið út heildaraflamark og hafa mjög ólík skip haldið til veiða, frá hafi og upp í fjöruborð nánast, eins og komið hefur fram í fréttum. Í ráðuneytinu er nú verið að leita að ásættanlegri lausn um úthlutun kvóta á makríl og hefur ráðherra leitað eftir „samráði við útgerðarmenn“, jafnt stóra sem smáa. Jón Steinsson segir í grein sinni að auðvitað eigi makríll að fara inn í kvótakerfið en hann vill að leitað sé samráðs við þjóðina líka. Það að úthluta makrílkvóta með gamla laginu færir örfáum fyrirtækjum tugi milljarða á silfurfati. Jón segir að ráðherra hafi ekki haft samráð við skattgreiðendur eða sjúklinga á Landspítalanum. „Sátt“ í sjávarútvegsmálum snúist fyrst og síðast um að „útgerðarmenn séu sáttir og að þjóðin sé ávallt aukaatriði í því sambandi“. Auðvitað á að bjóða makrílkvóta hæstbjóðanda. Þetta eru verðmæti sem sjávarútvegsráðherra á að selja fyrir hönd þjóðarinnar. Þannig næst sátt við þjóðina um kvótakerfið sem er jú ágætis kerfi þegar öllu er á botninn hvolft. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra er sjávarútvegsráðherra Íslendinga allra en ekki bara sjávarútvegsráðherra útgerðarmanna. Jón Steinsson bendir á annan áhugaverðan punkt í grein sinni og það er að „sjávarútvegsfyrirtækin sem veitt hafa makríl á síðustu árum hafa að mestu getað notað þau skip og þann tækjabúnað sem þau áttu hvort sem er og var ekki fullnýttur þar sem veiðar á uppsjávarfirski eiga sér stað í skorpum. Makríll var hreinn bónus fyrir uppsjávarfyrirtækin sem var hægt að sækja í milli þess sem þau sóttu í loðnu og síld“. Fjárfesting fyrirtækjanna er því óveruleg og engin rök sem mæla með því að gefa örfáum sægreifum milljarða í formi makrílkvóta.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar