Mættu ofjörlum á Maksimir Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar 20. nóvember 2013 06:00 Hollenski dómarinn Björn Kuipers flautar hér til leiksloka við mikinn fögnuð leikmanna króatíska landsliðsins. Mynd/Vilhelm Þrátt fyrir að karlalandsliði Íslands væri rétt vegleg líflína í Zagreb í gær átti liðið aldrei möguleika. Frá fyrstu mínútu voru okkar menn sem lömb í höndum Króata og trúin á verkefnið virtist minnka eftir því sem á leið. Í 38 mínútur sóttu Króatar á okkar menn sem sátu aftarlega á vellinum, ráðvilltir en vörðust þó hetjulega. Eftir enn eina hornspyrnu heimamanna á 27. mínútu var Mario Mandzukic dauðafrír á fjærstöng og skoraði auðveldlega. Staðan var sanngjörn og Íslendingar á Maksimir-leikvanginum og víðar farnir að vonast eftir því að liðinu tækist að lifa af marki undir til hálfleiks. Skyndilega birti til. Mandzukic sá rautt á 38. mínútu og allt í einu var von. Reyndar miklu meira en það. Hann var orðinn risastór. Eftir fimmtán mínútna ráðagerð í leikhléi byrjaði síðari hálfleikur á versta mögulega hátt. Dario Srna skoraði og allt ætlaði um koll að keyra í Zagreb. Allt í einu þurftu strákarnir tvö mörk og í sannleika sagt voru Króatarnir líklegri til að bæta við marki, manni færri, en við að minnka muninn. Vonbrigðin í leikslok voru mikil enda ljóst hve nálægt við vorum farseðlinum til Brasilíu. Jafnljóst var að við þyrftum á afburðaframmistöðu að halda gegn Króötum sem kunnu betur að meðhöndla spennuþrungnar aðstæður þar sem svo mikið var í húfi. Lykilmenn voru fjarri sínu besta, liðið saknaði Kolbeins Sigþórssonar sárlega og í raun vorum við heppnir að ekki fór verr. Þegar á hólminn var komið voru okkar menn ekki klárir. Nánast enginn leikmaður Íslands hafði spilað jafnmikilvægan leik á ferlinum en nú er slíkur leikur kominn í reynslubankann. Þótt frammistaðan í gærkvöldi væri léleg hefur leikur Íslands í keppninni verið til fyrirmyndar. Handan við hornið er Evrópumótið í Frakklandi 2016 og ljóst að þangað eiga okkar menn, reynslunni ríkari, góðan möguleika á að komast. Þótt Brasilíuævintýrið sé úti er ævintýri karlalandsliðsins rétt að byrja. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Þrátt fyrir að karlalandsliði Íslands væri rétt vegleg líflína í Zagreb í gær átti liðið aldrei möguleika. Frá fyrstu mínútu voru okkar menn sem lömb í höndum Króata og trúin á verkefnið virtist minnka eftir því sem á leið. Í 38 mínútur sóttu Króatar á okkar menn sem sátu aftarlega á vellinum, ráðvilltir en vörðust þó hetjulega. Eftir enn eina hornspyrnu heimamanna á 27. mínútu var Mario Mandzukic dauðafrír á fjærstöng og skoraði auðveldlega. Staðan var sanngjörn og Íslendingar á Maksimir-leikvanginum og víðar farnir að vonast eftir því að liðinu tækist að lifa af marki undir til hálfleiks. Skyndilega birti til. Mandzukic sá rautt á 38. mínútu og allt í einu var von. Reyndar miklu meira en það. Hann var orðinn risastór. Eftir fimmtán mínútna ráðagerð í leikhléi byrjaði síðari hálfleikur á versta mögulega hátt. Dario Srna skoraði og allt ætlaði um koll að keyra í Zagreb. Allt í einu þurftu strákarnir tvö mörk og í sannleika sagt voru Króatarnir líklegri til að bæta við marki, manni færri, en við að minnka muninn. Vonbrigðin í leikslok voru mikil enda ljóst hve nálægt við vorum farseðlinum til Brasilíu. Jafnljóst var að við þyrftum á afburðaframmistöðu að halda gegn Króötum sem kunnu betur að meðhöndla spennuþrungnar aðstæður þar sem svo mikið var í húfi. Lykilmenn voru fjarri sínu besta, liðið saknaði Kolbeins Sigþórssonar sárlega og í raun vorum við heppnir að ekki fór verr. Þegar á hólminn var komið voru okkar menn ekki klárir. Nánast enginn leikmaður Íslands hafði spilað jafnmikilvægan leik á ferlinum en nú er slíkur leikur kominn í reynslubankann. Þótt frammistaðan í gærkvöldi væri léleg hefur leikur Íslands í keppninni verið til fyrirmyndar. Handan við hornið er Evrópumótið í Frakklandi 2016 og ljóst að þangað eiga okkar menn, reynslunni ríkari, góðan möguleika á að komast. Þótt Brasilíuævintýrið sé úti er ævintýri karlalandsliðsins rétt að byrja.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira