Íslenskir hönnuðir taka yfir Hörpu 24. nóvember 2013 15:30 Hönnuðirnir Björg Guðmundsdóttir, Borghildur Gunnlaugsdóttir, Þórey Björk Halldórsdóttir, Aron Bullion, Anthony Bacigalupo, Ýr Káradóttir, Lísa Kjartansdótir og Helga Lilja Magnúsdóttir. Árið 2009 ákváðu fjórir fatahönnuðir að stofna milliliðalausa verslun frá hönnuði til neytandans og skapa vettvang fyrir nýútskrifaða hönnuði og hönnuði með smærri vörulínur. Farandsverslunin, PopUp verzlun, varð að veruleika en verslunin poppar upp í tilfallandi húsnæðum þegar þeim hentar. „Við poppum upp tvisvar til þrisvar á ári í kringum hönnunarviðburði. Þetta er í fjórða skipti sem við höldum hönnunarmarkaðinn fyrir jólin,“ segir Þórey Björk Halldórsdóttir skipuleggjandi jólamarkaðarins í Hörpu. Hann er haldinn í samstarfi við Epal og verða til sölu hönnunarvörur frá yfir 40 hönnuðum.Jólamarkaður PopUp verzlunar hefur verið vinsæl síðustu ár og er markaðurinn einstakt tækifæri fyrir fagurkera á öllum aldri til að koma kynna sér nýjungar í íslenskri hönnun og gera góð kaup fyrir jólin. „Samsetning hönnuða er fjölbreytt á hverju ári og í þetta sinn erum við með fersk vörumerki sem ég hef ekki séð áður, segir Þórey Björk glöð í bragði. Boðið verður upp á tískuvöru, skartgripi, heimilisvöru, leikföng, barnaföt, jólakort og margt fleira. PopUp verzlunin er aldrei með sama sniði og mótar sig að hverjum stað, hverju sinni með sameiginlegan ávinning hönnuða að leiðarljósi. Markaðurinn er opinn helgarnar 30. nóvember til 1. desember og 7. til 8. desember. Opnunartími verður frá klukkan 12 til 18 báðar helgarnar.Hönnuðir munu koma til með að selja tískuvöru, skartgripi, heimilisvörur, leikföng, barnaföt, jólakort og margt fleira. Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Fleiri fréttir Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Árið 2009 ákváðu fjórir fatahönnuðir að stofna milliliðalausa verslun frá hönnuði til neytandans og skapa vettvang fyrir nýútskrifaða hönnuði og hönnuði með smærri vörulínur. Farandsverslunin, PopUp verzlun, varð að veruleika en verslunin poppar upp í tilfallandi húsnæðum þegar þeim hentar. „Við poppum upp tvisvar til þrisvar á ári í kringum hönnunarviðburði. Þetta er í fjórða skipti sem við höldum hönnunarmarkaðinn fyrir jólin,“ segir Þórey Björk Halldórsdóttir skipuleggjandi jólamarkaðarins í Hörpu. Hann er haldinn í samstarfi við Epal og verða til sölu hönnunarvörur frá yfir 40 hönnuðum.Jólamarkaður PopUp verzlunar hefur verið vinsæl síðustu ár og er markaðurinn einstakt tækifæri fyrir fagurkera á öllum aldri til að koma kynna sér nýjungar í íslenskri hönnun og gera góð kaup fyrir jólin. „Samsetning hönnuða er fjölbreytt á hverju ári og í þetta sinn erum við með fersk vörumerki sem ég hef ekki séð áður, segir Þórey Björk glöð í bragði. Boðið verður upp á tískuvöru, skartgripi, heimilisvöru, leikföng, barnaföt, jólakort og margt fleira. PopUp verzlunin er aldrei með sama sniði og mótar sig að hverjum stað, hverju sinni með sameiginlegan ávinning hönnuða að leiðarljósi. Markaðurinn er opinn helgarnar 30. nóvember til 1. desember og 7. til 8. desember. Opnunartími verður frá klukkan 12 til 18 báðar helgarnar.Hönnuðir munu koma til með að selja tískuvöru, skartgripi, heimilisvörur, leikföng, barnaföt, jólakort og margt fleira.
Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Fleiri fréttir Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira