Fallega dóttir mín Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. nóvember 2013 07:00 Ég er stoltur pabbi. Dóttir mín er fjögurra ára gömul og hefur glatt mig mjög mikið síðan hún kom í heiminn. Hún er hnyttin í tilsvörum og orðheppin. Mig langar að deila með ykkur samræðum sem við áttum ekki alls fyrir löngu. Við vorum tvö í bílnum á laugardagseftirmiðdegi á leiðinni úr Smáralind. Þorsti og löngun í sykur sótti að henni: „Pabbi má ég fá kók?“ Hún hefur ekki fengið mikið gos hingað til, nema rétt á tyllidögum, svo ég svaraði henni um hæl: „Nei ástin mín, það er ekki í boði núna.“ Ég bjóst við því að þurfa að rökstyðja svar mitt betur, en sú stutta var jákvæðari í svörun en mann hefði grunað: „Allt í lagi,“ sagði hún hugsandi. Við sátum í þögn í nokkra stund en ég fann á mér að hún væri í miklum pælingum. Niðurstaða þankagangsins var svo nokkuð hnitmiðuð spurning: „Pabbi er ekki laugardagur í dag?“ Þessu var auðsvarað, vissulega var laugardagur. Hún var fljót með næstu spurningu: „Laugardagar eru nammidagar er það ekki?“ Pabbinn gat ekki svarað þessu öðruvísi en játandi. Eins og margir aðrir foreldrar hef ég ákveðið að laugardagar séu svokallaðir nammidagar. Aftur fór hugur þeirrar litlu af stað. Mér var farið að líða eins og fórnarlambi rándýrs. Dóttir mín var yfirveguð og virtist vera með fast lokamarkmið í huga, þessar spurningar og svör mín leiddu hana greinilega nær einhverskonar fullnaðarsigri. „Pabbi myndir þú segja að kók sé nammi?“ Pabbanum þótti þetta góð samlíking: „Jú, það má segja að kók sé eiginlega fljótandi nammi.“ Búmm. Þarna var hún með svarið sem hún þurfti. Nú kom rothöggið: „Þú sagðir að það væri nammidagur og þú sagðir að kók væri nammi. Þannig að ég má fá kók.“ Ég gat ekki annað en stoppað í næstu sjoppu. Og keypt ískalda kók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ég er stoltur pabbi. Dóttir mín er fjögurra ára gömul og hefur glatt mig mjög mikið síðan hún kom í heiminn. Hún er hnyttin í tilsvörum og orðheppin. Mig langar að deila með ykkur samræðum sem við áttum ekki alls fyrir löngu. Við vorum tvö í bílnum á laugardagseftirmiðdegi á leiðinni úr Smáralind. Þorsti og löngun í sykur sótti að henni: „Pabbi má ég fá kók?“ Hún hefur ekki fengið mikið gos hingað til, nema rétt á tyllidögum, svo ég svaraði henni um hæl: „Nei ástin mín, það er ekki í boði núna.“ Ég bjóst við því að þurfa að rökstyðja svar mitt betur, en sú stutta var jákvæðari í svörun en mann hefði grunað: „Allt í lagi,“ sagði hún hugsandi. Við sátum í þögn í nokkra stund en ég fann á mér að hún væri í miklum pælingum. Niðurstaða þankagangsins var svo nokkuð hnitmiðuð spurning: „Pabbi er ekki laugardagur í dag?“ Þessu var auðsvarað, vissulega var laugardagur. Hún var fljót með næstu spurningu: „Laugardagar eru nammidagar er það ekki?“ Pabbinn gat ekki svarað þessu öðruvísi en játandi. Eins og margir aðrir foreldrar hef ég ákveðið að laugardagar séu svokallaðir nammidagar. Aftur fór hugur þeirrar litlu af stað. Mér var farið að líða eins og fórnarlambi rándýrs. Dóttir mín var yfirveguð og virtist vera með fast lokamarkmið í huga, þessar spurningar og svör mín leiddu hana greinilega nær einhverskonar fullnaðarsigri. „Pabbi myndir þú segja að kók sé nammi?“ Pabbanum þótti þetta góð samlíking: „Jú, það má segja að kók sé eiginlega fljótandi nammi.“ Búmm. Þarna var hún með svarið sem hún þurfti. Nú kom rothöggið: „Þú sagðir að það væri nammidagur og þú sagðir að kók væri nammi. Þannig að ég má fá kók.“ Ég gat ekki annað en stoppað í næstu sjoppu. Og keypt ískalda kók.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar