Eldaði jólamatinn tólf ára gamall Vera Einarsdóttir skrifar 2. desember 2013 11:00 Már hefur gaman af matreiðsluþáttum og þá sérstaklega Jóa Fel. MYND/DANÍEL Már Ægisson, nemandi í Háteigsskóla, hefur lengi haft áhuga á matargerð og bakstri. Níu ára byrjaði hann að spreyta sig í eldhúsinu. Hann horfir auk þess mikið á matreiðsluþætti og þá sérstaklega Eldað með Jóa Fel og MasterChef. Í byrjun desember í fyrra fór hann að hafa orð á því við foreldra sína að hann langaði til að fá að elda jólamatinn. Í fyrstu héldu þau að hann væri að grínast en fljótlega rann það upp fyrir þeim að svo var ekki. Þau ákváðu að standa ekki í vegi fyrir honum. En hvernig skyldi honum hafa dottið þetta í hug? „Ég var að horfa á Jóa Fel elda nautalundir og langaði að prófa,“ segir Már sem fór svo ásamt foreldrunum og keypti allt sem þurfti í matinn. Það var svo klukkan hálf fimm á aðfangadag sem hann hófst handa við matseldina. „Við foreldrarnir vissum í raun ekkert hvað við áttum af okkur að gera og þvældumst eiginlega bara fyrir því hann vildi enga hjálp,“ segir móðir hans, Gróa Másdóttir. Már var með humar á pastahreiðri í forrétt, nautalundir með villisveppasósu og sætum kartöflum í aðalrétt og pavlóvur með berjasósu og vanillurjóma í eftirrétt. Máltíðin var afar vel heppnuð og foreldrar hans, ömmur og tveir yngri bræður áttu ekki orð. „Ég spurði hann meðan á eldamennskunni stóð hvað hann héldi að margir tólf ára strákar í heiminum væru að elda jólamatinn og hann taldi þá ekki geta verið marga,“ segir Gróa. Hún ákvað að segja Jóa Fel frá afrekinu ef hún fengi tækifæri til og þegar hún rakst á hann nú í haust var hann að vonum afar upp með sér að hafa verið Má jafn mikill innblástur. En skyldi Már ætla að leggja eldamennskuna fyrir sig? „Nei – mig langar að verða atvinnumaður í fótbolta en þetta verður örugglega alltaf áhugamál.“ En hvaðan skyldi áhuginn koma? „Við foreldrarnir höfum gaman af því að elda og bjóða í mat en móðurafi Más og nafni var mikill kokkur. Ætli þetta fylgi ekki nafninu,“ segir Gróa. Már ætlar að halda uppteknum hætti í ár og hefur fengið leyfi til að elda kalkún. Því má slá nokkuð föstu að fáir jafnaldrar hans muni leika það eftir.Már var með humar á pastahreiðri í forrétt, nautalundir með villisveppasósu og sætum kartöflum í aðalrétt og pavlóvur með berjasósu og vanillurjóma í eftirrétt. Máltíðin var afar vel heppnuð og foreldrar hans, ömmur og tveir yngri bræður áttu ekki orð. „Ég spurði hann meðan á eldamennskunni stóð hvað hann héldi að margir tólf ára strákar í heiminum væru að elda jólamatinn og hann taldi þá ekki geta verið marga,“ segir Gróa. Hún ákvað að segja Jóa Fel frá afrekinu ef hún fengi tækifæri til og þegar hún rakst á hann nú í haust var hann að vonum afar upp með sér að hafa verið Má jafn mikill innblástur. En skyldi Már ætla að leggja eldamennskuna fyrir sig? „Nei – mig langar að verða atvinnumaður í fótbolta en þetta verður örugglega alltaf áhugamál.“ En hvaðan skyldi áhuginn koma? „Við foreldrarnir höfum gaman af því að elda og bjóða í mat en móðurafi Más og nafni var mikill kokkur. Ætli þetta fylgi ekki nafninu,“ segir Gróa. Már ætlar að halda uppteknum hætti í ár og hefur fengið leyfi til að elda kalkún. Því má slá nokkuð föstu að fáir jafnaldrar hans muni leika það eftir. Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Borða með góðri samvisku Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóla-aspassúpa Jól Rafræn jólakort Jólin
Már Ægisson, nemandi í Háteigsskóla, hefur lengi haft áhuga á matargerð og bakstri. Níu ára byrjaði hann að spreyta sig í eldhúsinu. Hann horfir auk þess mikið á matreiðsluþætti og þá sérstaklega Eldað með Jóa Fel og MasterChef. Í byrjun desember í fyrra fór hann að hafa orð á því við foreldra sína að hann langaði til að fá að elda jólamatinn. Í fyrstu héldu þau að hann væri að grínast en fljótlega rann það upp fyrir þeim að svo var ekki. Þau ákváðu að standa ekki í vegi fyrir honum. En hvernig skyldi honum hafa dottið þetta í hug? „Ég var að horfa á Jóa Fel elda nautalundir og langaði að prófa,“ segir Már sem fór svo ásamt foreldrunum og keypti allt sem þurfti í matinn. Það var svo klukkan hálf fimm á aðfangadag sem hann hófst handa við matseldina. „Við foreldrarnir vissum í raun ekkert hvað við áttum af okkur að gera og þvældumst eiginlega bara fyrir því hann vildi enga hjálp,“ segir móðir hans, Gróa Másdóttir. Már var með humar á pastahreiðri í forrétt, nautalundir með villisveppasósu og sætum kartöflum í aðalrétt og pavlóvur með berjasósu og vanillurjóma í eftirrétt. Máltíðin var afar vel heppnuð og foreldrar hans, ömmur og tveir yngri bræður áttu ekki orð. „Ég spurði hann meðan á eldamennskunni stóð hvað hann héldi að margir tólf ára strákar í heiminum væru að elda jólamatinn og hann taldi þá ekki geta verið marga,“ segir Gróa. Hún ákvað að segja Jóa Fel frá afrekinu ef hún fengi tækifæri til og þegar hún rakst á hann nú í haust var hann að vonum afar upp með sér að hafa verið Má jafn mikill innblástur. En skyldi Már ætla að leggja eldamennskuna fyrir sig? „Nei – mig langar að verða atvinnumaður í fótbolta en þetta verður örugglega alltaf áhugamál.“ En hvaðan skyldi áhuginn koma? „Við foreldrarnir höfum gaman af því að elda og bjóða í mat en móðurafi Más og nafni var mikill kokkur. Ætli þetta fylgi ekki nafninu,“ segir Gróa. Már ætlar að halda uppteknum hætti í ár og hefur fengið leyfi til að elda kalkún. Því má slá nokkuð föstu að fáir jafnaldrar hans muni leika það eftir.Már var með humar á pastahreiðri í forrétt, nautalundir með villisveppasósu og sætum kartöflum í aðalrétt og pavlóvur með berjasósu og vanillurjóma í eftirrétt. Máltíðin var afar vel heppnuð og foreldrar hans, ömmur og tveir yngri bræður áttu ekki orð. „Ég spurði hann meðan á eldamennskunni stóð hvað hann héldi að margir tólf ára strákar í heiminum væru að elda jólamatinn og hann taldi þá ekki geta verið marga,“ segir Gróa. Hún ákvað að segja Jóa Fel frá afrekinu ef hún fengi tækifæri til og þegar hún rakst á hann nú í haust var hann að vonum afar upp með sér að hafa verið Má jafn mikill innblástur. En skyldi Már ætla að leggja eldamennskuna fyrir sig? „Nei – mig langar að verða atvinnumaður í fótbolta en þetta verður örugglega alltaf áhugamál.“ En hvaðan skyldi áhuginn koma? „Við foreldrarnir höfum gaman af því að elda og bjóða í mat en móðurafi Más og nafni var mikill kokkur. Ætli þetta fylgi ekki nafninu,“ segir Gróa. Már ætlar að halda uppteknum hætti í ár og hefur fengið leyfi til að elda kalkún. Því má slá nokkuð föstu að fáir jafnaldrar hans muni leika það eftir.
Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Borða með góðri samvisku Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóla-aspassúpa Jól Rafræn jólakort Jólin