Löngu byrjuð á jólabakstrinum Vera Einarsdóttir skrifar 29. nóvember 2013 14:00 Hafdís notar hvorki hveiti né sykur í matargerð. MYND/VALLI Hafdís Priscilla Magnúsdóttir heldur úti matarblogginu www.disukokur.is en þar er eingöngu að finna hveiti- og sykurlausar uppskriftir sem gagnast meðal annars þeim sem eru á lágkolvetnafæði. Hafdís byrjaði á slíku fæði í maí og hóf að blogga mánuði síðar. Hún er ánægð með breytinguna og segir auðveldara en margur heldur að sniðganga hveiti og sykur. „Nú hef ég heldur ekki eins mikið samviskubit yfir því að gefa börnunum mínum kökur á virkum dögum,“ segir hún glöð í bragði. Á blogginu eru uppskriftir af kökum og sætmeti í meirihluta en Hafdís stefnir að því að fjölga mataruppskriftunum. „Vandamálið er að ég næ yfirleitt ekki að mynda matinn. Hann fer bara beint upp í mig. Það er auðveldara að geyma eftirrétti og stilla þeim upp fyrir myndatöku.“ Blogginu hefur að sögn Hafdísar verið afar vel tekið og ljóst að fólk er þakklátt fyrir uppskriftir sem þessar. Hún er að sögn mikið jólabarn og byrjaði að setja inn smákökuuppskriftir í september. Hér deilir hún uppskrift að afar einföldum lakkrístrufflum.Lakkrístrufflur200 g súkkulaði, 70% eða drekkra 1 ½ dl rjómi 1 tsk. lakkríspúður (Ég nota Lakrids by Johan Bülow-duft sem fæst meðal annars í Epal) Lýsing: Hitið rjómann í potti. Takið af hellunni áður en rjóminn nær suðu. Bætið súkkulaði við. Hrærið vel saman þar til blandan þykknar. Bætið lakkríspúðrinu út í og hrærið vel. Kælið aðeins. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið í lítil konfektform. Skreytið með grófu salti, chillidufti eða söxuðum möndlum. Geymið í kæli. Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Uppruni jólasiðanna Jól Aðventa fyrir prinsessur Jólin Litlar jólakringlur Jólin Ein ómerkileg setning Jól Dagskrá aðventu, jóla og áramóta í Háteigskirkju Jól Ávallt risalamande Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Jólahlaðborð á sænska vísu Jól
Hafdís Priscilla Magnúsdóttir heldur úti matarblogginu www.disukokur.is en þar er eingöngu að finna hveiti- og sykurlausar uppskriftir sem gagnast meðal annars þeim sem eru á lágkolvetnafæði. Hafdís byrjaði á slíku fæði í maí og hóf að blogga mánuði síðar. Hún er ánægð með breytinguna og segir auðveldara en margur heldur að sniðganga hveiti og sykur. „Nú hef ég heldur ekki eins mikið samviskubit yfir því að gefa börnunum mínum kökur á virkum dögum,“ segir hún glöð í bragði. Á blogginu eru uppskriftir af kökum og sætmeti í meirihluta en Hafdís stefnir að því að fjölga mataruppskriftunum. „Vandamálið er að ég næ yfirleitt ekki að mynda matinn. Hann fer bara beint upp í mig. Það er auðveldara að geyma eftirrétti og stilla þeim upp fyrir myndatöku.“ Blogginu hefur að sögn Hafdísar verið afar vel tekið og ljóst að fólk er þakklátt fyrir uppskriftir sem þessar. Hún er að sögn mikið jólabarn og byrjaði að setja inn smákökuuppskriftir í september. Hér deilir hún uppskrift að afar einföldum lakkrístrufflum.Lakkrístrufflur200 g súkkulaði, 70% eða drekkra 1 ½ dl rjómi 1 tsk. lakkríspúður (Ég nota Lakrids by Johan Bülow-duft sem fæst meðal annars í Epal) Lýsing: Hitið rjómann í potti. Takið af hellunni áður en rjóminn nær suðu. Bætið súkkulaði við. Hrærið vel saman þar til blandan þykknar. Bætið lakkríspúðrinu út í og hrærið vel. Kælið aðeins. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið í lítil konfektform. Skreytið með grófu salti, chillidufti eða söxuðum möndlum. Geymið í kæli.
Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Uppruni jólasiðanna Jól Aðventa fyrir prinsessur Jólin Litlar jólakringlur Jólin Ein ómerkileg setning Jól Dagskrá aðventu, jóla og áramóta í Háteigskirkju Jól Ávallt risalamande Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Jólahlaðborð á sænska vísu Jól