Kjúklingur með ljúfu jólabragði Elín Albertsdóttir skrifar 28. nóvember 2013 00:01 Pálína Jónsdóttir leikkona fer ekki hefðbundnar leiðir í matargerðinni. Hún reynir að nýta náttúruna þegar færi gefst. Myndir/Vilhelm Pálína Jónsdóttir leikkona rekur sveitahótelið Lónkot í Skagafirði sem hefur skapað sér sérstöðu í framsetningu staðbundins hráefnis úr sveitinni. Hér gefur hún uppskrift að óvenjulegum kjúklingarétti. Pálína hefur verið með annan fótinn í New York í níu ár þar sem hún starfar sem leikkona. Á sumrin fer hún heim í Skagafjörð og leikur sér með náttúruna í matargerðinni. Núna býr hún í Reykjavík en fer utan þegar verkefnin kalla. „Ég hef ekki haldið jól í Bandaríkjunum en oft tekið þátt í þakkargjörðarhátíðinni. Þá er kalkúnn og tilheyrandi meðlæti. Ég hef oft haldið íslensk jól hjá foreldrum mínum ásamt dóttur minni, Uglu Hauksdóttur. Hún verður ekki hér á landi núna um jólin. Ugla er í námi í handritsgerð og leikstjórn kvikmynda í Columbia-háskólanum í New York,“ segir Pálína.Óhefðbundin jól „Rjúpan hefur fylgt fjölskyldu minni á jólum og sömuleiðis svínahamborgarhryggur. Móðir mín hefur ákveðnar venjur á jólum en ég er frjálslyndari og óhrædd að breyta til. Í fyrra eldaði ég humar og lambakórónu og notaði rósablöð og alls kyns blómaættaðar sósur og marineringar sem ég kom með heim í farteskinu frá Terra Madre-hátíðinni í Tórínó á Ítalíu sem Lónkot tók þátt í fyrir Skagafjörð. Ég nota eins mikið úr náttúrunni og ég kemst í,“ segir hún. „Ég tíni grös, ber og blóm og rækta eigið grænmeti og krydd. Þetta nýti ég allt sumarið á hótelinu. Einnig er ég í góðu sambandi við fisk- og fuglaveiðimenn. Allt frá því að foreldrar mínir opnuðu Lónkot hef ég verið viðloðandi eldhúsið og finnst það mjög skemmtilegt. Ég mótaði hugmyndafræðina fyrir matargerðina sem þótti í þá daga fremur framúrstefnuleg og kenjótt en í dag er þessi matargerð afar vinsæl,“ segir Pálína sem er mikill sælkeri. „Ég borða yfirleitt fisk og grænmeti á virkum dögum en um helgar finnst mér gott að fá mér kjötmeti.“Frumleg matargerð Pálína leggur áherslu á hollan en jafnframt ljúffengan mat sem hún útsetur með blómum, jurtum og berjum. Hún er frumleg þegar kemur að eldamennskunni og leggur ástríðu í hana. Hér gefur Pálína uppskrift að veislumat þar sem notað er hvítt kjöt, kjúklingur eða kalkúnn eftir smekk. „Ég útbjó kryddsoð og rauðkáls-laukmauk sem meðlæti en rétturinn ætti að henta vel þeim sem huga að heilsunni,“ segir hún. „Bragðið af þessum rétti er jólalegt, sérstaklega kryddsoðið, jólailmur kemur í húsið þegar það er útbúið. Þetta er óhefðbundin og spennandi bragðsamsetning sem fólk getur prófað á aðventunni eða um jólin,“ segir Pálína. Fallegur og góður réttur fyrir þá sem vilja ekki þungan saltan og reyktan mat.Kjúklingur á rauðkáls-laukmauk með kryddsoði Fyrir 4Hráefni:Kryddsoð 1 bolli hvítvín ½ bolli hrísgrjónaedik 1/3 bolli sölvasósa eða sojasósa ¼ bolli birkisíróp 2 msk. hunang 2 stjörnuanís 1 msk. svört piparkorn 2 negulnaglar 1 kramið allrahanda kryddber 2 kanilstangir 2 tsk. fennelfræ 1 tsk. cumin-fræ 12 mintustilkarLýsing:Allt nema mintustilkar sett í pott og soðið í 10 mínútur, tekið af hellu og mintustönglum bætt út í. Látið standa í 10 mínútur en þá síað.Rauðkáls-laukmauk ¼ bolli ólífuolía 1 stór laukur, sneiddur 8 hvítlauksrif salt, pipar 150 g rauðkál ½ ferskur rauður chili-piparLaukurinn og hvítlaukurinn svitaður í olíunni yfir skörpum hita í tvær mínútur en þá er hitinn lækkaður og laukurinn eldaður í um 20 mínútur. Rauðkáli og chili-pipar bætt út í og hitað saman í fimm mínútur.Graslauks- og mintusósa ½ bolli jómfrúarolía 1 lúka graslaukur 1 lúka mintaLýsing:Allt þeytt saman í blandara.Kjúklingur kryddaður með salti og pipar og eldaður í um það bil eina klukkustund í ofni við 180°C eða kjúklingabringur saltaðar, pipraðar og pönnusteiktar á báðum hliðum í 10 mínútur og steiktar í gegn í ofni í aðrar 10 mínútur.Ausið kryddsoði á diskinn, leggið laukmaukið og kjúklinginn yfir og graslauks-mintusósuna ofan á. Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Lax í jólaskapi Jólin Lúsíubrauð Jól Svona gerirðu graflax Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Sálmur 89 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð Jól Lax með hvítlaukskartöflumauki og engifersósu Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Rauðir og hvítir pakkar í ár Jól Syng barnahjörð Jól
Pálína Jónsdóttir leikkona rekur sveitahótelið Lónkot í Skagafirði sem hefur skapað sér sérstöðu í framsetningu staðbundins hráefnis úr sveitinni. Hér gefur hún uppskrift að óvenjulegum kjúklingarétti. Pálína hefur verið með annan fótinn í New York í níu ár þar sem hún starfar sem leikkona. Á sumrin fer hún heim í Skagafjörð og leikur sér með náttúruna í matargerðinni. Núna býr hún í Reykjavík en fer utan þegar verkefnin kalla. „Ég hef ekki haldið jól í Bandaríkjunum en oft tekið þátt í þakkargjörðarhátíðinni. Þá er kalkúnn og tilheyrandi meðlæti. Ég hef oft haldið íslensk jól hjá foreldrum mínum ásamt dóttur minni, Uglu Hauksdóttur. Hún verður ekki hér á landi núna um jólin. Ugla er í námi í handritsgerð og leikstjórn kvikmynda í Columbia-háskólanum í New York,“ segir Pálína.Óhefðbundin jól „Rjúpan hefur fylgt fjölskyldu minni á jólum og sömuleiðis svínahamborgarhryggur. Móðir mín hefur ákveðnar venjur á jólum en ég er frjálslyndari og óhrædd að breyta til. Í fyrra eldaði ég humar og lambakórónu og notaði rósablöð og alls kyns blómaættaðar sósur og marineringar sem ég kom með heim í farteskinu frá Terra Madre-hátíðinni í Tórínó á Ítalíu sem Lónkot tók þátt í fyrir Skagafjörð. Ég nota eins mikið úr náttúrunni og ég kemst í,“ segir hún. „Ég tíni grös, ber og blóm og rækta eigið grænmeti og krydd. Þetta nýti ég allt sumarið á hótelinu. Einnig er ég í góðu sambandi við fisk- og fuglaveiðimenn. Allt frá því að foreldrar mínir opnuðu Lónkot hef ég verið viðloðandi eldhúsið og finnst það mjög skemmtilegt. Ég mótaði hugmyndafræðina fyrir matargerðina sem þótti í þá daga fremur framúrstefnuleg og kenjótt en í dag er þessi matargerð afar vinsæl,“ segir Pálína sem er mikill sælkeri. „Ég borða yfirleitt fisk og grænmeti á virkum dögum en um helgar finnst mér gott að fá mér kjötmeti.“Frumleg matargerð Pálína leggur áherslu á hollan en jafnframt ljúffengan mat sem hún útsetur með blómum, jurtum og berjum. Hún er frumleg þegar kemur að eldamennskunni og leggur ástríðu í hana. Hér gefur Pálína uppskrift að veislumat þar sem notað er hvítt kjöt, kjúklingur eða kalkúnn eftir smekk. „Ég útbjó kryddsoð og rauðkáls-laukmauk sem meðlæti en rétturinn ætti að henta vel þeim sem huga að heilsunni,“ segir hún. „Bragðið af þessum rétti er jólalegt, sérstaklega kryddsoðið, jólailmur kemur í húsið þegar það er útbúið. Þetta er óhefðbundin og spennandi bragðsamsetning sem fólk getur prófað á aðventunni eða um jólin,“ segir Pálína. Fallegur og góður réttur fyrir þá sem vilja ekki þungan saltan og reyktan mat.Kjúklingur á rauðkáls-laukmauk með kryddsoði Fyrir 4Hráefni:Kryddsoð 1 bolli hvítvín ½ bolli hrísgrjónaedik 1/3 bolli sölvasósa eða sojasósa ¼ bolli birkisíróp 2 msk. hunang 2 stjörnuanís 1 msk. svört piparkorn 2 negulnaglar 1 kramið allrahanda kryddber 2 kanilstangir 2 tsk. fennelfræ 1 tsk. cumin-fræ 12 mintustilkarLýsing:Allt nema mintustilkar sett í pott og soðið í 10 mínútur, tekið af hellu og mintustönglum bætt út í. Látið standa í 10 mínútur en þá síað.Rauðkáls-laukmauk ¼ bolli ólífuolía 1 stór laukur, sneiddur 8 hvítlauksrif salt, pipar 150 g rauðkál ½ ferskur rauður chili-piparLaukurinn og hvítlaukurinn svitaður í olíunni yfir skörpum hita í tvær mínútur en þá er hitinn lækkaður og laukurinn eldaður í um 20 mínútur. Rauðkáli og chili-pipar bætt út í og hitað saman í fimm mínútur.Graslauks- og mintusósa ½ bolli jómfrúarolía 1 lúka graslaukur 1 lúka mintaLýsing:Allt þeytt saman í blandara.Kjúklingur kryddaður með salti og pipar og eldaður í um það bil eina klukkustund í ofni við 180°C eða kjúklingabringur saltaðar, pipraðar og pönnusteiktar á báðum hliðum í 10 mínútur og steiktar í gegn í ofni í aðrar 10 mínútur.Ausið kryddsoði á diskinn, leggið laukmaukið og kjúklinginn yfir og graslauks-mintusósuna ofan á.
Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Lax í jólaskapi Jólin Lúsíubrauð Jól Svona gerirðu graflax Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Sálmur 89 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð Jól Lax með hvítlaukskartöflumauki og engifersósu Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Rauðir og hvítir pakkar í ár Jól Syng barnahjörð Jól