„Ég borða eiginlega allt sem ég sé“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2013 00:01 Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur bætt sig mikið í 25 m laug. fréttablaðið/valli „Íslandsmetunum fækkar og fækkar eftir því sem maður verður eldri. Á vissum tíma fer að verða miklu erfiðara að bæta sig,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir. Breiðhyltingurinn sló í gegn á Íslandsmótinu í 25 metra laug um liðna helgi og bætti fimm Íslandsmet. Þá náði hún bestum árangri allra keppenda á mótinu með tíma sínum í 200 metra baksundi þar sem hún fékk 852 FINA-stig. Eygló bætti sig í öllum greinum nema einni og þakkar árangurinn fyrst og fremst þeirri vinnu sem hún hefur lagt í að bæta snúninga sína. „Ég hef alltaf verið betri í 50 metra laug því snúningarnir hafa ekki verið mín sterkasta hlið,“ segir Eygló sem æfir undir stjórn landsliðsþjálfarans Jackie Pellerin hjá Ægi. Eygló, sem varð átján ára í febrúar, hefur æft undir stjórn Frakkans undanfarin sex ár og ber honum söguna vel.Mamma heldur utan um metin og tímana „Hann hefur komið sundmanni á verðlaunapall bæði á ólympíuleikum og heimsmeistaramóti. Hann kann sitt fag,“ segir Eygló sem hittir Jackie yfirleitt tvisvar á dag. Þannig æfir hún tíu sinnum í viku, kvölds og morgna fjóra virka daga, auk æfinga föstudaga og laugardaga. „Mamma vekur mig eiginlega á hverjum morgni. Ég sef eins og steinn,“ segir Eygló hlæjandi en hún á gott bakland þegar kemur að sundinu. Faðir hennar, Gústaf Adólf Hjaltason, hefur gegnt formennsku hjá Ægi í lengri tíma og móðirin, Guðrún G. Sigþórsdóttir, sömuleiðis verið í stóru hlutverki hjá félaginu. „Mamma gæti sagt þér hvert einasta sæti og tíma í öllu sundi hjá mér. Hún skrifar þetta allt niður og tekur allt saman í myndamöppu sem er mjög gaman að skoða,“ segir Eygló sem byrjaði að æfa sund fimm ára gömul. Eldri systur hennar, Kristrún, Ásbjörg og Jóhanna, voru allar miklar fyrirmyndir í sundinu. Kristrún er í dag þjálfari og Jóhann syndir einnig af kappi. „Svo á ég líka einn bróður sem kemur ekkert nálægt sundinu,“ segir Eygló og hlær. Oft er talað um að íþróttafólk í fremstu röð þurfi að huga alvarlega að mataræði sínu til að ná árangri. Eygló viðurkennir að styrkur hennar liggi ekki í aga þegar kemur að mat.Alltaf svöng og alltaf að borða „Ég hugsa ekkert rosalega mikið um mataræðið. Borða eiginlega það sem ég sé,“ segir Eygló. Hún reyni að sjálfsögðu að borða eins fjölbreytt og hollt og hún geti. Hamborgarar og pítsur rati þó líka upp í munninn. „Ég er alltaf svöng og alltaf að borða,“ segir sundkonan létt og bendir á að hún þurfi mikið af kolvetnum og hitaeiningum til að hreinlega halda sér vakandi yfir daginn. Eygló er á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Fram undan er próftíð og í kjölfarið Evrópumótið í 25 metra laug í Danmörku eftir tvær vikur. „Ég held ég muni drukkna í skólabókum næstu dagana en svo eru prófin búin 6. desember. Þá get ég slakað aðeins á fyrir mótið,“ segir Eygló sem stefnir á að komast í úrslit í sínum bestu greinum. Nefnir hún til sögunnar 100 og 200 metra baksundið og 200 metra fjórsundið. Aðspurð um markmið segist hún bara mæta á æfingar á meðan Jackie plani framtíðina. Hún á sér þó drauma eins og allir. „Ég ætlaði mér að fara á Ólympíuleikana í London frá því ég var níu ára,“ segir Eygló sem viðurkennir að hugurinn leiti til Ríó 2016. „Ég á mér dálítið stóra drauma.“ Sund Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Fleiri fréttir Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Sjá meira
„Íslandsmetunum fækkar og fækkar eftir því sem maður verður eldri. Á vissum tíma fer að verða miklu erfiðara að bæta sig,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir. Breiðhyltingurinn sló í gegn á Íslandsmótinu í 25 metra laug um liðna helgi og bætti fimm Íslandsmet. Þá náði hún bestum árangri allra keppenda á mótinu með tíma sínum í 200 metra baksundi þar sem hún fékk 852 FINA-stig. Eygló bætti sig í öllum greinum nema einni og þakkar árangurinn fyrst og fremst þeirri vinnu sem hún hefur lagt í að bæta snúninga sína. „Ég hef alltaf verið betri í 50 metra laug því snúningarnir hafa ekki verið mín sterkasta hlið,“ segir Eygló sem æfir undir stjórn landsliðsþjálfarans Jackie Pellerin hjá Ægi. Eygló, sem varð átján ára í febrúar, hefur æft undir stjórn Frakkans undanfarin sex ár og ber honum söguna vel.Mamma heldur utan um metin og tímana „Hann hefur komið sundmanni á verðlaunapall bæði á ólympíuleikum og heimsmeistaramóti. Hann kann sitt fag,“ segir Eygló sem hittir Jackie yfirleitt tvisvar á dag. Þannig æfir hún tíu sinnum í viku, kvölds og morgna fjóra virka daga, auk æfinga föstudaga og laugardaga. „Mamma vekur mig eiginlega á hverjum morgni. Ég sef eins og steinn,“ segir Eygló hlæjandi en hún á gott bakland þegar kemur að sundinu. Faðir hennar, Gústaf Adólf Hjaltason, hefur gegnt formennsku hjá Ægi í lengri tíma og móðirin, Guðrún G. Sigþórsdóttir, sömuleiðis verið í stóru hlutverki hjá félaginu. „Mamma gæti sagt þér hvert einasta sæti og tíma í öllu sundi hjá mér. Hún skrifar þetta allt niður og tekur allt saman í myndamöppu sem er mjög gaman að skoða,“ segir Eygló sem byrjaði að æfa sund fimm ára gömul. Eldri systur hennar, Kristrún, Ásbjörg og Jóhanna, voru allar miklar fyrirmyndir í sundinu. Kristrún er í dag þjálfari og Jóhann syndir einnig af kappi. „Svo á ég líka einn bróður sem kemur ekkert nálægt sundinu,“ segir Eygló og hlær. Oft er talað um að íþróttafólk í fremstu röð þurfi að huga alvarlega að mataræði sínu til að ná árangri. Eygló viðurkennir að styrkur hennar liggi ekki í aga þegar kemur að mat.Alltaf svöng og alltaf að borða „Ég hugsa ekkert rosalega mikið um mataræðið. Borða eiginlega það sem ég sé,“ segir Eygló. Hún reyni að sjálfsögðu að borða eins fjölbreytt og hollt og hún geti. Hamborgarar og pítsur rati þó líka upp í munninn. „Ég er alltaf svöng og alltaf að borða,“ segir sundkonan létt og bendir á að hún þurfi mikið af kolvetnum og hitaeiningum til að hreinlega halda sér vakandi yfir daginn. Eygló er á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Fram undan er próftíð og í kjölfarið Evrópumótið í 25 metra laug í Danmörku eftir tvær vikur. „Ég held ég muni drukkna í skólabókum næstu dagana en svo eru prófin búin 6. desember. Þá get ég slakað aðeins á fyrir mótið,“ segir Eygló sem stefnir á að komast í úrslit í sínum bestu greinum. Nefnir hún til sögunnar 100 og 200 metra baksundið og 200 metra fjórsundið. Aðspurð um markmið segist hún bara mæta á æfingar á meðan Jackie plani framtíðina. Hún á sér þó drauma eins og allir. „Ég ætlaði mér að fara á Ólympíuleikana í London frá því ég var níu ára,“ segir Eygló sem viðurkennir að hugurinn leiti til Ríó 2016. „Ég á mér dálítið stóra drauma.“
Sund Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Fleiri fréttir Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Sjá meira