Skálmöld og Sinfónían saman á sviði Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. nóvember 2013 07:00 Hér sjáum við Skálmöld koma fram á tónleikum á Litla hrauni. fréttablaðið/vilhelm „Fyrsta æfingin með Sinfóníunni var í gær og það gekk rosalega vel,“ segir Baldur Ragnarsson einn af þremur gítarleikurum Skálmaldar en þeir koma fram á þrennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það er ekki á hverjum degi sem að hin virta Sinfóníuhljómsveit Íslands stígur á svið með rokkhljómsveit en það gerist þó á næstu dögum. Sinfónían kemur fram með rokkhljómsveitinni Skálmöld á þrennum tónleikum í Eldborgarsalnum í Hörpu. Skálmöld hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir kraftmikla tónlist og líflega sviðsframkomu.Þá hafa kjarnmiklir textar hljómsveitarinnar átt sinn þátt í að skapa henni breiðan aðdáendahóp.Mynd tekin í Eldborgarsalnum í Hörpu þegar verið er að gera allt klárt.Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur á undanförnum árum boðið hljómsveitum og listamönnum úr ólíkum áttum til samstarfs við sig. Margir eftirminnilegir tónleikar hafa orðið til úr slíku samstarfi. Uppselt er á tónleikana á fimmtudag og föstudag en þó eru enn til miðar á tónleikana á laugardaginn. Tónlist Skálmaldar er eins og flestir vita þungarokk með þjóðlaga- og víkingaáhrifum og verður því forvitnilegt að sjá þessar tvær ólíku en kraftmiklu hljómsveitir sameinast á sviði. „Við lofum rosalegum tónleikum. Við munum flytja efni sem við höfum aldrei flutt áður á tónleikum,“ bætir Baldur við. Á efnisskránni verður meðal annars tónlist af plötum Skálmaldar, Baldri og Börnum Loka. Tónskáldið Haraldur V. Sveinbjörnsson sér um útsetningar á málmkenndu tónunum fyrir Sinfónínuna. Hægt er að nálgast miða á tónleikana á midi.is. Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
„Fyrsta æfingin með Sinfóníunni var í gær og það gekk rosalega vel,“ segir Baldur Ragnarsson einn af þremur gítarleikurum Skálmaldar en þeir koma fram á þrennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það er ekki á hverjum degi sem að hin virta Sinfóníuhljómsveit Íslands stígur á svið með rokkhljómsveit en það gerist þó á næstu dögum. Sinfónían kemur fram með rokkhljómsveitinni Skálmöld á þrennum tónleikum í Eldborgarsalnum í Hörpu. Skálmöld hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir kraftmikla tónlist og líflega sviðsframkomu.Þá hafa kjarnmiklir textar hljómsveitarinnar átt sinn þátt í að skapa henni breiðan aðdáendahóp.Mynd tekin í Eldborgarsalnum í Hörpu þegar verið er að gera allt klárt.Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur á undanförnum árum boðið hljómsveitum og listamönnum úr ólíkum áttum til samstarfs við sig. Margir eftirminnilegir tónleikar hafa orðið til úr slíku samstarfi. Uppselt er á tónleikana á fimmtudag og föstudag en þó eru enn til miðar á tónleikana á laugardaginn. Tónlist Skálmaldar er eins og flestir vita þungarokk með þjóðlaga- og víkingaáhrifum og verður því forvitnilegt að sjá þessar tvær ólíku en kraftmiklu hljómsveitir sameinast á sviði. „Við lofum rosalegum tónleikum. Við munum flytja efni sem við höfum aldrei flutt áður á tónleikum,“ bætir Baldur við. Á efnisskránni verður meðal annars tónlist af plötum Skálmaldar, Baldri og Börnum Loka. Tónskáldið Haraldur V. Sveinbjörnsson sér um útsetningar á málmkenndu tónunum fyrir Sinfónínuna. Hægt er að nálgast miða á tónleikana á midi.is.
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira