Táknin notuð til að skreyta múmíur 28. nóvember 2013 09:17 Helga Gvuðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason skipa saman hönnunarteymið Orri Finn. Þau kynna nýja skartgripalínu á Loftinu í kvöld. Fréttablaðið/Valli „Í nýju skartgripalínunni Scarab er sóttur innblástur til skordýra,“ segir Helga Gvuðrún Friðriksdóttir, sem kynnir nýja skartgripalínu á Loftinu í Austurstræti í kvöld klukkan hálf níu, ásamt Orra Finnbogasyni. Saman skipa þau hönnunarteymið Orri Finn. Þau Helga og Orri halda áfram að vinna með tákn, líkt og þau gerðu með síðustu línu sinni, Akkeri. „Þetta tákn er forn-egypskt. Við erum að líkja eftir bjöllu af ýflaætt [scarab] en það eru bjöllur sem lifa í heitari löndum og í eins konar sandhólum. Forn-Egyptar heilluðust mjög af bjöllunum og töldu þær heilagar, aðallega vegna þess að þær sýndu af sér hegðun sem var hliðstæð hegðun sólguðsins,“ útskýrir Helga. „Sólguðinn ýtti sólinni inn í sjóndeildarhringinn á hverjum morgni og þessi bjalla ýtti moldarkúlu á undan sér. Inni í kúlunni var að finna matarforða dýranna og svo fylltu bjöllurnar hana af eggjum og afkvæmi þeirra skriðu svo út úr henni,“ heldur Helga áfram. „Þannig að táknið nær yfir hringrásina, endurfæðingu og umbreytingu.“ Orra og Helgu fannst heillandi að heiðra þessi tákn á sama hátt og Egyptarnir gerðu. „Okkur finnst líka svo skemmtilegt að þetta form, og þessi bjalla, var verndargripur. Formið var skorið út í steina og svo jafnvel grafið með faraóum og múmíur skreyttar með þessu,“ segir Helga.heilög tákn Forn-Egyptar heilluðust mjög af bjöllum af ýflakyni og töldu þær heilagar.Fréttablaðið/ValliHelga hefur lengi heillast af verndargripnum. „Ég fékk svona stein að gjöf þegar ég var barn. Ég gekk alltaf með hann og var eiginlega með hann á heilanum,“ segir Helga létt í bragði. Sýningin í kvöld verður í formi hefðbundinnar tískusýningar, þar sem koma fram tíu atvinnufyrirsætur, fimm af hvoru kyni. „Við leggjum áherslu á að skartgripirnir okkar eru fyrir bæði kynin,“ segir Helga, en tónlistarmaðurinn Biggi Bix fer með tónlistarstjórn á sýningunni. „Hann er búinn að semja eins konar skordýrahljóðverk sem verður flutt meðan á sýningunni stendur,“ bætir Helga við. Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
„Í nýju skartgripalínunni Scarab er sóttur innblástur til skordýra,“ segir Helga Gvuðrún Friðriksdóttir, sem kynnir nýja skartgripalínu á Loftinu í Austurstræti í kvöld klukkan hálf níu, ásamt Orra Finnbogasyni. Saman skipa þau hönnunarteymið Orri Finn. Þau Helga og Orri halda áfram að vinna með tákn, líkt og þau gerðu með síðustu línu sinni, Akkeri. „Þetta tákn er forn-egypskt. Við erum að líkja eftir bjöllu af ýflaætt [scarab] en það eru bjöllur sem lifa í heitari löndum og í eins konar sandhólum. Forn-Egyptar heilluðust mjög af bjöllunum og töldu þær heilagar, aðallega vegna þess að þær sýndu af sér hegðun sem var hliðstæð hegðun sólguðsins,“ útskýrir Helga. „Sólguðinn ýtti sólinni inn í sjóndeildarhringinn á hverjum morgni og þessi bjalla ýtti moldarkúlu á undan sér. Inni í kúlunni var að finna matarforða dýranna og svo fylltu bjöllurnar hana af eggjum og afkvæmi þeirra skriðu svo út úr henni,“ heldur Helga áfram. „Þannig að táknið nær yfir hringrásina, endurfæðingu og umbreytingu.“ Orra og Helgu fannst heillandi að heiðra þessi tákn á sama hátt og Egyptarnir gerðu. „Okkur finnst líka svo skemmtilegt að þetta form, og þessi bjalla, var verndargripur. Formið var skorið út í steina og svo jafnvel grafið með faraóum og múmíur skreyttar með þessu,“ segir Helga.heilög tákn Forn-Egyptar heilluðust mjög af bjöllum af ýflakyni og töldu þær heilagar.Fréttablaðið/ValliHelga hefur lengi heillast af verndargripnum. „Ég fékk svona stein að gjöf þegar ég var barn. Ég gekk alltaf með hann og var eiginlega með hann á heilanum,“ segir Helga létt í bragði. Sýningin í kvöld verður í formi hefðbundinnar tískusýningar, þar sem koma fram tíu atvinnufyrirsætur, fimm af hvoru kyni. „Við leggjum áherslu á að skartgripirnir okkar eru fyrir bæði kynin,“ segir Helga, en tónlistarmaðurinn Biggi Bix fer með tónlistarstjórn á sýningunni. „Hann er búinn að semja eins konar skordýrahljóðverk sem verður flutt meðan á sýningunni stendur,“ bætir Helga við.
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira