Síminn og Nova hafa eytt gögnum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2013 07:00 Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, og Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova segja mál Vodafone vera alvarlega áminningu um ábyrgð fyrirtækja. „Netárásir eru alvarlegir glæpir. Sú staðreynd að slík árás skuli ná til Vodafone á Íslandi hlýtur að vekja öll fyrirtæki til umhugsunar,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Fjarskiptafyrirtækin Síminn og Nova fóru vandlega yfir kerfi sín og öryggisáætlanir eftir að fréttir af netárás á Vodafone barst. Ekkert bendir til þess að utanaðkomandi aðili hafi komist í gögn þeirra. Tölvuhakkari frá Tyrklandi réðst á föstudagsnótt á vefsíðu Vodafone og náði að hrifsa til sín umtalsverðu magni persónuupplýsinga viðskiptavina Vodafone. Gögnin voru gerð opinber á Twitter-reikningi hakkarans en þar má meðal annars finna 79 þúsund sms-skilaboð sem send voru í gegnum heimasíðu Vodafone frá lok árs 2010 til dagsins í dag. Samkvæmt lögum ber fjarskiptafyrirtækjum að varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði, í þágu rannsókna og almannaöryggis. Við ítarleg störf sérfræðinga Símans kom í ljós að ein tegund gagna var geymd sex mánuðum lengur en gert er ráð fyrir, eða í eitt ár. „Um var að ræða magnsendingar og sms-skilaboð sem fara frá vefsíðu. Þessum gögnum hefur nú verið eytt og Síminn hefur upplýst Póst- og fjarskiptastofnun um málið,“ segir Gunnhildur. „Það eru engin gögn til um skilaboð milli tveggja síma hjá okkur enda geymum við aldrei innihald skilaboða sem fara um fjarskiptakerfi,“ segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova. „Aftur á móti geymum við skilaboð sem send eru af vefsíðu Nova í sex mánuði enda er það ekki hefðbundin fjarskiptaþjónusta. En öllu slíku var eytt eftir árásina á Vodafone og í framtíðinni munum við ekki geyma slík gögn.“ Liv segir fyrirtæki og einstaklinga geta dregið mikilvægan lærdóm af þessu atviki. „Einstaklingar þurfa að passa vel upp á lykilorð og aðrar persónulegar upplýsingar og þetta er áminning fyrir fyrirtækin að gera sitt allra besta til að tryggja öryggi viðskiptavini sinna.“Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að talið sé að geymsla Vodafone á gögnum sé brot á fjarskiptalögum en það eigi eftir að fara fram stjórnsýsluleg rannsókn á málinu. „Ef þetta er brot munum við fara yfir það með öllum fjarskiptafélögunum enda virðist þetta vera í ólagi hjá fleiri fyrirtækjum. Þá þarf að herða á verklagi félaganna að fara eftir lögunum.“ Vodafone-innbrotið Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
„Netárásir eru alvarlegir glæpir. Sú staðreynd að slík árás skuli ná til Vodafone á Íslandi hlýtur að vekja öll fyrirtæki til umhugsunar,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Fjarskiptafyrirtækin Síminn og Nova fóru vandlega yfir kerfi sín og öryggisáætlanir eftir að fréttir af netárás á Vodafone barst. Ekkert bendir til þess að utanaðkomandi aðili hafi komist í gögn þeirra. Tölvuhakkari frá Tyrklandi réðst á föstudagsnótt á vefsíðu Vodafone og náði að hrifsa til sín umtalsverðu magni persónuupplýsinga viðskiptavina Vodafone. Gögnin voru gerð opinber á Twitter-reikningi hakkarans en þar má meðal annars finna 79 þúsund sms-skilaboð sem send voru í gegnum heimasíðu Vodafone frá lok árs 2010 til dagsins í dag. Samkvæmt lögum ber fjarskiptafyrirtækjum að varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði, í þágu rannsókna og almannaöryggis. Við ítarleg störf sérfræðinga Símans kom í ljós að ein tegund gagna var geymd sex mánuðum lengur en gert er ráð fyrir, eða í eitt ár. „Um var að ræða magnsendingar og sms-skilaboð sem fara frá vefsíðu. Þessum gögnum hefur nú verið eytt og Síminn hefur upplýst Póst- og fjarskiptastofnun um málið,“ segir Gunnhildur. „Það eru engin gögn til um skilaboð milli tveggja síma hjá okkur enda geymum við aldrei innihald skilaboða sem fara um fjarskiptakerfi,“ segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova. „Aftur á móti geymum við skilaboð sem send eru af vefsíðu Nova í sex mánuði enda er það ekki hefðbundin fjarskiptaþjónusta. En öllu slíku var eytt eftir árásina á Vodafone og í framtíðinni munum við ekki geyma slík gögn.“ Liv segir fyrirtæki og einstaklinga geta dregið mikilvægan lærdóm af þessu atviki. „Einstaklingar þurfa að passa vel upp á lykilorð og aðrar persónulegar upplýsingar og þetta er áminning fyrir fyrirtækin að gera sitt allra besta til að tryggja öryggi viðskiptavini sinna.“Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að talið sé að geymsla Vodafone á gögnum sé brot á fjarskiptalögum en það eigi eftir að fara fram stjórnsýsluleg rannsókn á málinu. „Ef þetta er brot munum við fara yfir það með öllum fjarskiptafélögunum enda virðist þetta vera í ólagi hjá fleiri fyrirtækjum. Þá þarf að herða á verklagi félaganna að fara eftir lögunum.“
Vodafone-innbrotið Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira