Er með sængina í skottinu Símon Birgisson skrifar 6. desember 2013 13:00 Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands ferðast um landið og safnar frásögum Íslendinga. Mynd/Tómas „Ætli það sem drífur mann áfram sé ekki bara einskær áhugi á samfélaginu og fólki. En þetta er auðvitað smá klikkun,“ segir Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands. Hann hefur, ásamt Jóni Hrólfi Sigurjónssyni, verkefnisstjóra safnsins, staðið fyrir viðamiklu verkefni sem gengur út á að skrásetja sögur Íslendinga sem fæddir eru í kringum 1930. „Hugmyndin hjá okkur kviknaði þegar við færðum viðtöl Árnastofnunar við tvö þúsund Íslendinga yfir á stafrænt form. Þetta voru viðtöl við Íslendinga fædda um aldamótin 1900. Okkur fannst tími á að tala við næstu kynslóð. Halda verkefninu áfram og bæta í sarpinn,“ segir Bjarki. Áherslan í viðtölunum er á tónlistina, og má kannski segja að Bjarki feti í fótspor Jón Leifs og Bjarna Þorsteinssonar sem skrásettu íslensku þjóðlögin og rímur en „…svo er það auðvitað menningarsagan, saga byggðarinnar og fólksins sjálfs,“ segir Bjarki. Hann hefur nú þegar lagt land undir fót og tekið fjölda viðtala sem sum hver er að finna á Facebook-síðu tónlistarsafnsins.Bjarki og jón hrólfur Það er mikil vinna að ganga frá upptökunum á stafrænt form.Mynd/tómasMiklar breytingar „Maður dáist auðvitað að hinu blómlega menningarlífi sem var hér á landi á árunum 1930-1960 þegar viðmælendur mínir voru ungir. Það voru leikfélög, ungmennafélög, héraðsmót og dansleikir. Fólk þurfti sjálft að búa til sína eigin skemmtun. Og svo auðvitað einangrunin. Það voru margir sem rifjuðu það upp að hafa þurft að búa við mikla einangrun og slæmar samgöngur,“ segir Bjarki. Samfélagið breyttist mikið með flutningi fólks á mölina. Þar sem áður voru líflegir verslunarkjarnar er nú ein bensínstöð. Bjarki segir: „Auðvitað er þetta skrásetning á horfnu samfélagi. En það sem lifir áfram eru kirkjukórarnir og svo kvenfélögin.“Harmóníka og orgel Bjarki segir að aðalhjóðfæri fólks á þessum árum hafi verið harmóníkan. „…og heimilisorgelið, ekki má gleyma því. Tónlistarlífið spratt upp úr þessum hljóðfærum og svo var líflegt kórstarf víðs vegar um land, karlakórar og kvartettar. En eftir fólksfækkunina þarf kannski að smala fólki frá þremur, fjórum sveitarfélögum til að geta haft söng við messu.“ Þetta viðamikla verkefni nýtur styrkja frá Rannís og samfélagssjóði Landsbankans. Bjarki segist þakklátur fyrir þá styrki sem þeir hafa hlotið. Þeir fari vel með aurinn. „Jú, þetta dugar fyrir bensíni og svefnpokaplássi,“ segir Bjarki og hlær. Hann undirbýr nú næstu ferð um uppsveitir Árnessýslu og Rangárvallasýslu. „Ég er með sængina í skottinu og við reynum að nýta hverja krónu. Þetta er heilmikil vinna. Bæði að ferðast og taka viðtölin og svo að vinna úr þeim. Þetta verður allt skráð inn á Ísmús-gagnagrunninn, vandlega flokkað og aðgengilegt öllum.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ætli það sem drífur mann áfram sé ekki bara einskær áhugi á samfélaginu og fólki. En þetta er auðvitað smá klikkun,“ segir Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands. Hann hefur, ásamt Jóni Hrólfi Sigurjónssyni, verkefnisstjóra safnsins, staðið fyrir viðamiklu verkefni sem gengur út á að skrásetja sögur Íslendinga sem fæddir eru í kringum 1930. „Hugmyndin hjá okkur kviknaði þegar við færðum viðtöl Árnastofnunar við tvö þúsund Íslendinga yfir á stafrænt form. Þetta voru viðtöl við Íslendinga fædda um aldamótin 1900. Okkur fannst tími á að tala við næstu kynslóð. Halda verkefninu áfram og bæta í sarpinn,“ segir Bjarki. Áherslan í viðtölunum er á tónlistina, og má kannski segja að Bjarki feti í fótspor Jón Leifs og Bjarna Þorsteinssonar sem skrásettu íslensku þjóðlögin og rímur en „…svo er það auðvitað menningarsagan, saga byggðarinnar og fólksins sjálfs,“ segir Bjarki. Hann hefur nú þegar lagt land undir fót og tekið fjölda viðtala sem sum hver er að finna á Facebook-síðu tónlistarsafnsins.Bjarki og jón hrólfur Það er mikil vinna að ganga frá upptökunum á stafrænt form.Mynd/tómasMiklar breytingar „Maður dáist auðvitað að hinu blómlega menningarlífi sem var hér á landi á árunum 1930-1960 þegar viðmælendur mínir voru ungir. Það voru leikfélög, ungmennafélög, héraðsmót og dansleikir. Fólk þurfti sjálft að búa til sína eigin skemmtun. Og svo auðvitað einangrunin. Það voru margir sem rifjuðu það upp að hafa þurft að búa við mikla einangrun og slæmar samgöngur,“ segir Bjarki. Samfélagið breyttist mikið með flutningi fólks á mölina. Þar sem áður voru líflegir verslunarkjarnar er nú ein bensínstöð. Bjarki segir: „Auðvitað er þetta skrásetning á horfnu samfélagi. En það sem lifir áfram eru kirkjukórarnir og svo kvenfélögin.“Harmóníka og orgel Bjarki segir að aðalhjóðfæri fólks á þessum árum hafi verið harmóníkan. „…og heimilisorgelið, ekki má gleyma því. Tónlistarlífið spratt upp úr þessum hljóðfærum og svo var líflegt kórstarf víðs vegar um land, karlakórar og kvartettar. En eftir fólksfækkunina þarf kannski að smala fólki frá þremur, fjórum sveitarfélögum til að geta haft söng við messu.“ Þetta viðamikla verkefni nýtur styrkja frá Rannís og samfélagssjóði Landsbankans. Bjarki segist þakklátur fyrir þá styrki sem þeir hafa hlotið. Þeir fari vel með aurinn. „Jú, þetta dugar fyrir bensíni og svefnpokaplássi,“ segir Bjarki og hlær. Hann undirbýr nú næstu ferð um uppsveitir Árnessýslu og Rangárvallasýslu. „Ég er með sængina í skottinu og við reynum að nýta hverja krónu. Þetta er heilmikil vinna. Bæði að ferðast og taka viðtölin og svo að vinna úr þeim. Þetta verður allt skráð inn á Ísmús-gagnagrunninn, vandlega flokkað og aðgengilegt öllum.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp