Kæri rúnkari Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. desember 2013 06:00 Nú eru nákvæmlega 15 dagar síðan við hittumst á Vesturgötunni. Ég var á leiðinni heim eftir uppistand en þú að bíða eftir heppilegu fórnarlambi. Ég veit ekki hversu lengi þú varst búinn að bíða þarna í myrkrinu; það var náttúrulega enginn annar á sveimi vestur í bæ svona rétt eftir miðnætti. Það kom mér töluvert á óvart þegar ég nálgaðist Mercedes Benz-bifreið þína að þú kveiktir ljósin inni í henni. En ég skildi pælinguna þegar ég gekk fram hjá. Þú varst reyndar ekkert í líkingu við það sem ég hafði ímyndað mér. Ég hef alltaf séð fyrir mér gamla einmana karla, nakta undir síðum „Inspector Clouseau“-rykfrökkum, en ekki svona ungan mann með starandi augnaráð. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Þú sast þarna inni, gónandi á mig og fróaðir þér af miklum móð. Þetta fór ekkert fram hjá mér; það var algjör óþarfi að reisa mjaðmirnar upp. Ástæðan fyrir þessari orðsendingu til þín er að mig grunar að þér finnist þetta afskaplega saklaus hegðun; eftir allt saman varstu bara inni í bílnum þínum og beittir engan beinu ofbeldi. Þannig leið mér líka fyrst, mér fannst þú hlægilegur og vorkenndi þér. En síðan fóru að renna á mig tvær grímur; hvað ef þessi aumkunarverða sýning er ekki nóg fyrir þig? Hvað gerir þú næst? Er mér óhætt að halda áfram að labba ein heim? Eða var það kannski aldrei í lagi? Þarna hætti ég að hlæja. Því þessi hegðun þín – sama hversu saklaus þér finnst hún – ógnaði mér. Þú náðir að hrifsa mig inn í þetta óöryggi og ótta sem svo margar kynsystur mínar hafa talað um en ég hef aldrei almennilega skilið – fyrr en núna. Við eigum allar á hættu að menn eins og þú – eða verri – leggi í göturnar okkar. Það hreyfði við mér. Ég fletti upp bílnúmerinu þínu, hringdi í lögregluna og gaf þeim upp allar upplýsingar um þig. Þeir sögðust ætla að skoða málið; þeir vita af þér. Ég vona því að þú hugsir þig tvisvar um áður en þú ferð aftur í miðnæturbíltúr í Vesturbænum. Og ógnar fleiri konum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun
Nú eru nákvæmlega 15 dagar síðan við hittumst á Vesturgötunni. Ég var á leiðinni heim eftir uppistand en þú að bíða eftir heppilegu fórnarlambi. Ég veit ekki hversu lengi þú varst búinn að bíða þarna í myrkrinu; það var náttúrulega enginn annar á sveimi vestur í bæ svona rétt eftir miðnætti. Það kom mér töluvert á óvart þegar ég nálgaðist Mercedes Benz-bifreið þína að þú kveiktir ljósin inni í henni. En ég skildi pælinguna þegar ég gekk fram hjá. Þú varst reyndar ekkert í líkingu við það sem ég hafði ímyndað mér. Ég hef alltaf séð fyrir mér gamla einmana karla, nakta undir síðum „Inspector Clouseau“-rykfrökkum, en ekki svona ungan mann með starandi augnaráð. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Þú sast þarna inni, gónandi á mig og fróaðir þér af miklum móð. Þetta fór ekkert fram hjá mér; það var algjör óþarfi að reisa mjaðmirnar upp. Ástæðan fyrir þessari orðsendingu til þín er að mig grunar að þér finnist þetta afskaplega saklaus hegðun; eftir allt saman varstu bara inni í bílnum þínum og beittir engan beinu ofbeldi. Þannig leið mér líka fyrst, mér fannst þú hlægilegur og vorkenndi þér. En síðan fóru að renna á mig tvær grímur; hvað ef þessi aumkunarverða sýning er ekki nóg fyrir þig? Hvað gerir þú næst? Er mér óhætt að halda áfram að labba ein heim? Eða var það kannski aldrei í lagi? Þarna hætti ég að hlæja. Því þessi hegðun þín – sama hversu saklaus þér finnst hún – ógnaði mér. Þú náðir að hrifsa mig inn í þetta óöryggi og ótta sem svo margar kynsystur mínar hafa talað um en ég hef aldrei almennilega skilið – fyrr en núna. Við eigum allar á hættu að menn eins og þú – eða verri – leggi í göturnar okkar. Það hreyfði við mér. Ég fletti upp bílnúmerinu þínu, hringdi í lögregluna og gaf þeim upp allar upplýsingar um þig. Þeir sögðust ætla að skoða málið; þeir vita af þér. Ég vona því að þú hugsir þig tvisvar um áður en þú ferð aftur í miðnæturbíltúr í Vesturbænum. Og ógnar fleiri konum.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun