Framtíðin björt 7. desember 2013 00:00 Rakel Sævarsdóttir, eigandi Muses.is og Kaupstaður.is. Mynd/stefán Það er ekki hægt að vera allsstaðar og ef þú ætlar þér að vera einhvers staðar þá verðurðu að vera virkur. Það getur verið bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að uppfæra samfélagsmiðlana og heimasíðu en með því að vera partur af vettvangi eins og Kaupstað og Muses er viðkomandi hluti af stærri heild en tapar þó ekki sinni sérstöðu. Á báðum þessum síðum eru listamenn og hönnuðir með prófílsíðu þar sem þeirra sköpun er kynnt ,“ útskýrir Rakel Sævarsdóttir eigandi Muses.is og Kaupstaður.is. „Sem heild eigum við mikla möguleika á sölu erlendis og við ætlum okkur að byrja á einu landi í einu, við höfum nú þegar fengið góða reynslu af sölu til Finnlands í gegnum Muses.is en við hefjum markaðsstarf fyrir Kaupstað.is í Finnlandi á næsta ári. Á Kaupstað ætlum við að ganga skrefinu lengra og munum klára að setja síðuna á finnsku í byrjun næsta árs.“Hvernig varð Muses til? „Muses.is er netgallerí með myndlist eftir upprennandi listamenn en ég fékk þá hugmynd að miðla handverki, hönnun og myndlist á rafrænan hátt í framhaldsnámi mínu í Hagnýtri menningarmiðlun árið 2009. Ég opnaði Muses.is ári síðar með sýningu á Ísafirði Westfjord ArtFest og síðan þá höfum við sett upp átta sýningar í hinum ýmsu rýmum eins og gömlu Sanitas-gosverksmiðjunni, Bakkaskemmu þar sem nú er Sjávarklasinn og Norræna húsinu. Síðustu sýningu okkar lauk í september, í Safnahúsinu á Ísafirði. Okkar markmið er að færa myndlist nær almenningi og þess vegna höfum við oftast valið óhefðbundin rými til þess að setja upp sýningar og heimasíðan er mjög aðgengileg fyrir alla.Við seljum mest af málverkum á sýningum en í beinni sölu í gegnum netið selst mest af verkum undir 50.000 krónum, eftirprentanir, símahulstur og teikningar og þá sérstaklega eftir Hugleik Dagsson. Níutíu prósent af sölu, fyrir utan það sem selst á sýningum, fer út fyrir landsteinana. Mest seljum við til Finnlands, Norðurlandanna og Tékklands en einnig höfum við selt til flestra Evrópulandanna, til Bandaríkjanna, Ísrael og Ástralíu. Nokkrir þeirra hönnuða sem kynna og selja vörur sínar á Kaupstað hafa vakið athygli erlendis og má þá nefna Umemi, Scintilla, Orri Finn, HAF, Hring eftir hring og Tulipop.“Hver eru framtíðarverkefni Muses.is? Við erum í sambandi við aðila í Tékklandi um að byggja upp samskonar síðu þar í landi en við sjáum fyrir okkur að hægt og rólega verði byggð brú á milli landa með netgalleríi. Þá verður fjórða Westfjord ArtFest sýningin haldin um næstu páska á Ísafirði og einnig er Evróputúr í vinnslu, þar sem við keyrum um nokkrar valdar borgir í Evrópu á stórum bíl með blöndu af málverkum, vídeóverkum og götulist. Við leitum að samstarfsaðila í þessa sýningu en þetta gæti verið tækifæri fyrir íslenskt stórfyrirtæki til þess að kynna sig á óhefðbundinn hátt,” segir Rakel og er bjartsýn á framhaldið. „Við erum metnaðarfullur vettvangur á netinu hvort sem litið er á Muses eða Kaupstað en við værum ekkert án þeirra hæfileikaríku listamanna og hönnuða sem gefa síðunum líf. Svo lengi sem þessi mikla gróska á sér stað í íslenskri myndlist þá er okkar framtíð björt og við hlökkum svo sannarlega til næstu verkefna.” Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Það er ekki hægt að vera allsstaðar og ef þú ætlar þér að vera einhvers staðar þá verðurðu að vera virkur. Það getur verið bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að uppfæra samfélagsmiðlana og heimasíðu en með því að vera partur af vettvangi eins og Kaupstað og Muses er viðkomandi hluti af stærri heild en tapar þó ekki sinni sérstöðu. Á báðum þessum síðum eru listamenn og hönnuðir með prófílsíðu þar sem þeirra sköpun er kynnt ,“ útskýrir Rakel Sævarsdóttir eigandi Muses.is og Kaupstaður.is. „Sem heild eigum við mikla möguleika á sölu erlendis og við ætlum okkur að byrja á einu landi í einu, við höfum nú þegar fengið góða reynslu af sölu til Finnlands í gegnum Muses.is en við hefjum markaðsstarf fyrir Kaupstað.is í Finnlandi á næsta ári. Á Kaupstað ætlum við að ganga skrefinu lengra og munum klára að setja síðuna á finnsku í byrjun næsta árs.“Hvernig varð Muses til? „Muses.is er netgallerí með myndlist eftir upprennandi listamenn en ég fékk þá hugmynd að miðla handverki, hönnun og myndlist á rafrænan hátt í framhaldsnámi mínu í Hagnýtri menningarmiðlun árið 2009. Ég opnaði Muses.is ári síðar með sýningu á Ísafirði Westfjord ArtFest og síðan þá höfum við sett upp átta sýningar í hinum ýmsu rýmum eins og gömlu Sanitas-gosverksmiðjunni, Bakkaskemmu þar sem nú er Sjávarklasinn og Norræna húsinu. Síðustu sýningu okkar lauk í september, í Safnahúsinu á Ísafirði. Okkar markmið er að færa myndlist nær almenningi og þess vegna höfum við oftast valið óhefðbundin rými til þess að setja upp sýningar og heimasíðan er mjög aðgengileg fyrir alla.Við seljum mest af málverkum á sýningum en í beinni sölu í gegnum netið selst mest af verkum undir 50.000 krónum, eftirprentanir, símahulstur og teikningar og þá sérstaklega eftir Hugleik Dagsson. Níutíu prósent af sölu, fyrir utan það sem selst á sýningum, fer út fyrir landsteinana. Mest seljum við til Finnlands, Norðurlandanna og Tékklands en einnig höfum við selt til flestra Evrópulandanna, til Bandaríkjanna, Ísrael og Ástralíu. Nokkrir þeirra hönnuða sem kynna og selja vörur sínar á Kaupstað hafa vakið athygli erlendis og má þá nefna Umemi, Scintilla, Orri Finn, HAF, Hring eftir hring og Tulipop.“Hver eru framtíðarverkefni Muses.is? Við erum í sambandi við aðila í Tékklandi um að byggja upp samskonar síðu þar í landi en við sjáum fyrir okkur að hægt og rólega verði byggð brú á milli landa með netgalleríi. Þá verður fjórða Westfjord ArtFest sýningin haldin um næstu páska á Ísafirði og einnig er Evróputúr í vinnslu, þar sem við keyrum um nokkrar valdar borgir í Evrópu á stórum bíl með blöndu af málverkum, vídeóverkum og götulist. Við leitum að samstarfsaðila í þessa sýningu en þetta gæti verið tækifæri fyrir íslenskt stórfyrirtæki til þess að kynna sig á óhefðbundinn hátt,” segir Rakel og er bjartsýn á framhaldið. „Við erum metnaðarfullur vettvangur á netinu hvort sem litið er á Muses eða Kaupstað en við værum ekkert án þeirra hæfileikaríku listamanna og hönnuða sem gefa síðunum líf. Svo lengi sem þessi mikla gróska á sér stað í íslenskri myndlist þá er okkar framtíð björt og við hlökkum svo sannarlega til næstu verkefna.”
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira