Eigulegt listaverk Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 16. desember 2013 12:00 Stína stórasæng eftir Lani Yamamoto Bækur: Stína stórasæng Lani Yamamoto Crymogea Stína stórasæng, eftir Lani Yamamoto, kom út hjá bókaforlaginu Crymogeu í haust, nánar tiltekið á fyrsta vetrardag. Hún er tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í flokki barnabókmennta og er sú tilnefning sannarlega verðskulduð. Bókin fjallar um kuldaskræfuna Stínu sem er líka hálfgerð uppfinningakona, í það minnsta afar uppátækjasöm. Nafngiftin er til komin af því að Stínu líður best undir stóru dúnsænginni sinni. Á veturna fer hún í hálfgerðan dvala; hún lokar sig inni í íbúðinni sinni og fer ekkert út. Hún heldur á sér hita með prjónaskap, bakstri og einn dag, þegar úti er kafaldshríð, fjúka inn til hennar tvö börn sem höfðu verið úti að leika sér í snjónum. Þau dvelja hjá henni meðan hríðinni slotar, en eftir að þau kveðja er allt breytt í augum Stínu. Hún veltir fyrir sér af hverju henni sé kalt þegar hún er inni og þeim sé hlýtt þegar þau eru úti. Að lokum tekst hún á við óttann og finnur lausn. Sagan er frumleg og líður rólega áfram; framvindan er leikandi létt. Teikningarnar eru broslegar, virkilega fallegar og auðvelt er að týnast í þeim. Allt er úthugsað hvað útlit varðar; stærð mynda, litanotkun og samspil texta og mynda. Orðafjöldinn er í lágmarki á hverri opnu og textinn er læsilegur svo bókin hentar ágætlega fyrir börn sem vilja lesa sjálf, en ekki síður sem upplestarbók því inn á milli eru orð sem gætu krafist útskýringa. Textinn er ljóðrænn og vel heppnaður. Það eina sem út á bókina má setja er að hugsanlega hefði mátt renna yfir textann einu sinni enn því áberandi málfarsvilla hefur fengið að fljóta með. Sumir foreldrar leggja nefnilega mikið upp úr því að börnin þeirra loki dyrunum, en ekki hurðinni. Því má þó kippa í lag í næstu prentun. Bókin er í heildina séð sannkallað listaverk; einstaklega vönduð að öllu leyti. Blaðsíðurnar eru úr gæðapappír og kápan með fallega áferð. Það er gaman að sjá glænýja íslenska barnabók í þessum gæðaflokki.Niðurstaða:Sérstaklega vönduð barnabók sem alvörubókaunnendur ættu ekki að láta framhjá sér fara. Frumlegur söguþráður, ljóðrænn texti og fallegar myndir. Hönnunin til fyrirmyndar. Gagnrýni Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Bækur: Stína stórasæng Lani Yamamoto Crymogea Stína stórasæng, eftir Lani Yamamoto, kom út hjá bókaforlaginu Crymogeu í haust, nánar tiltekið á fyrsta vetrardag. Hún er tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í flokki barnabókmennta og er sú tilnefning sannarlega verðskulduð. Bókin fjallar um kuldaskræfuna Stínu sem er líka hálfgerð uppfinningakona, í það minnsta afar uppátækjasöm. Nafngiftin er til komin af því að Stínu líður best undir stóru dúnsænginni sinni. Á veturna fer hún í hálfgerðan dvala; hún lokar sig inni í íbúðinni sinni og fer ekkert út. Hún heldur á sér hita með prjónaskap, bakstri og einn dag, þegar úti er kafaldshríð, fjúka inn til hennar tvö börn sem höfðu verið úti að leika sér í snjónum. Þau dvelja hjá henni meðan hríðinni slotar, en eftir að þau kveðja er allt breytt í augum Stínu. Hún veltir fyrir sér af hverju henni sé kalt þegar hún er inni og þeim sé hlýtt þegar þau eru úti. Að lokum tekst hún á við óttann og finnur lausn. Sagan er frumleg og líður rólega áfram; framvindan er leikandi létt. Teikningarnar eru broslegar, virkilega fallegar og auðvelt er að týnast í þeim. Allt er úthugsað hvað útlit varðar; stærð mynda, litanotkun og samspil texta og mynda. Orðafjöldinn er í lágmarki á hverri opnu og textinn er læsilegur svo bókin hentar ágætlega fyrir börn sem vilja lesa sjálf, en ekki síður sem upplestarbók því inn á milli eru orð sem gætu krafist útskýringa. Textinn er ljóðrænn og vel heppnaður. Það eina sem út á bókina má setja er að hugsanlega hefði mátt renna yfir textann einu sinni enn því áberandi málfarsvilla hefur fengið að fljóta með. Sumir foreldrar leggja nefnilega mikið upp úr því að börnin þeirra loki dyrunum, en ekki hurðinni. Því má þó kippa í lag í næstu prentun. Bókin er í heildina séð sannkallað listaverk; einstaklega vönduð að öllu leyti. Blaðsíðurnar eru úr gæðapappír og kápan með fallega áferð. Það er gaman að sjá glænýja íslenska barnabók í þessum gæðaflokki.Niðurstaða:Sérstaklega vönduð barnabók sem alvörubókaunnendur ættu ekki að láta framhjá sér fara. Frumlegur söguþráður, ljóðrænn texti og fallegar myndir. Hönnunin til fyrirmyndar.
Gagnrýni Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira