Býður einmana fólki heim á aðfangadag Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2013 09:30 Pauline er mjög opin og elskar að hafa mikið af fólki í kringum sig. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég flutti hingað 19. desember fyrir 22 árum og það fyrsta sem ég lærði að segja var: Gleðileg jól. Ég giftist Íslendingi og hef búið hér síðan,“ segir Pauline McCarthy, skosk kona sem býður einmana fólki heim til sín á aðfangadag. „Ég hef boðið fólki heim til mín á aðfangadag í nítján ár, nema í fyrra þegar ég þurfti að fara til London. Ég byrjaði á þessu því ég vissi að það væru margir nemar sem væru einir á jólunum. Síðan varð ég formaður Félags nýrra Íslendinga og þá voru flestir þeir sem komu heim til mín á jólunum innflytjendur eða nemar. Ég flutti til Akraness fyrir sjö árum og varð sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Þá gerði ég mér grein fyrir því að það eru margir Íslendingar líka einir á jólunum. Ég hélt að allir ættu fjölskyldu sem þeir gætu leitað til. Núna er hópurinn sem kemur til mín mjög blandaður og það kemur meira að segja einn ferðamaður til mín í ár,“ segir Pauline. Mismunandi er hve margir heimsækja hana á aðfangadag en mest hafa verið sautján manns á heimilinu sem hún deilir með eiginmanni sínum og tveimur sonum, sextán og tuttugu ára. „Ég á tíu systkini og ég er vön því að hafa mikið af fólki í kringum mig. Mér finnst ekki vera jól nema húsið sé fullt af fólki. Eiginmaður minn og synir styðja mig í þessu og ég gæti þetta ekki án þeirra.“ Aðfangadagskvöld er annars frekar hefðbundið á heimilinu og Pauline segir alla velkomna í heimsókn. „Stemningin er yndisleg. Sumir eru pínulítið feimnir en þeir eru það ekki lengi því ég fíla það ekki. Við fáum okkur góðan kvöldmat en maturinn er ekki alltaf kominn á borðið klukkan sex því ég er með ADHD. Eftir matinn setjumst við í stofuna og fáum okkur eftirrétt og svo er alltaf eitthvað undir trénu. Við hjónin eigum ekki mikinn pening en sjáum til þess að allir fái litla gjöf,“ segir Pauline. Hún bendir fólki á að strætó til Akraness gangi snemma á aðfangadagsmorgun og býður fólki að gista hjá sér í svefnpokum. Þá getur hún líka séð til þess að fólk sé sótt og skilað aftur eftir hátíðarhöldin. Pauline er margt til lista lagt og rekur fyrirtækið Ísland Treasures sem framleiðir minjagripasælgæti. Þá tók hún þátt í raunveruleikaþættinum Ísland Got Talent sem fer í loftið eftir áramót. Hún er þögul sem gröfin um þá reynslu og því verða áhorfendur að bíða þangað til í janúar til að sjá hvernig henni gekk. Ísland Got Talent Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
„Ég flutti hingað 19. desember fyrir 22 árum og það fyrsta sem ég lærði að segja var: Gleðileg jól. Ég giftist Íslendingi og hef búið hér síðan,“ segir Pauline McCarthy, skosk kona sem býður einmana fólki heim til sín á aðfangadag. „Ég hef boðið fólki heim til mín á aðfangadag í nítján ár, nema í fyrra þegar ég þurfti að fara til London. Ég byrjaði á þessu því ég vissi að það væru margir nemar sem væru einir á jólunum. Síðan varð ég formaður Félags nýrra Íslendinga og þá voru flestir þeir sem komu heim til mín á jólunum innflytjendur eða nemar. Ég flutti til Akraness fyrir sjö árum og varð sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Þá gerði ég mér grein fyrir því að það eru margir Íslendingar líka einir á jólunum. Ég hélt að allir ættu fjölskyldu sem þeir gætu leitað til. Núna er hópurinn sem kemur til mín mjög blandaður og það kemur meira að segja einn ferðamaður til mín í ár,“ segir Pauline. Mismunandi er hve margir heimsækja hana á aðfangadag en mest hafa verið sautján manns á heimilinu sem hún deilir með eiginmanni sínum og tveimur sonum, sextán og tuttugu ára. „Ég á tíu systkini og ég er vön því að hafa mikið af fólki í kringum mig. Mér finnst ekki vera jól nema húsið sé fullt af fólki. Eiginmaður minn og synir styðja mig í þessu og ég gæti þetta ekki án þeirra.“ Aðfangadagskvöld er annars frekar hefðbundið á heimilinu og Pauline segir alla velkomna í heimsókn. „Stemningin er yndisleg. Sumir eru pínulítið feimnir en þeir eru það ekki lengi því ég fíla það ekki. Við fáum okkur góðan kvöldmat en maturinn er ekki alltaf kominn á borðið klukkan sex því ég er með ADHD. Eftir matinn setjumst við í stofuna og fáum okkur eftirrétt og svo er alltaf eitthvað undir trénu. Við hjónin eigum ekki mikinn pening en sjáum til þess að allir fái litla gjöf,“ segir Pauline. Hún bendir fólki á að strætó til Akraness gangi snemma á aðfangadagsmorgun og býður fólki að gista hjá sér í svefnpokum. Þá getur hún líka séð til þess að fólk sé sótt og skilað aftur eftir hátíðarhöldin. Pauline er margt til lista lagt og rekur fyrirtækið Ísland Treasures sem framleiðir minjagripasælgæti. Þá tók hún þátt í raunveruleikaþættinum Ísland Got Talent sem fer í loftið eftir áramót. Hún er þögul sem gröfin um þá reynslu og því verða áhorfendur að bíða þangað til í janúar til að sjá hvernig henni gekk.
Ísland Got Talent Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira