Marija er besta skyttan í Olísdeild kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2013 07:30 Marija Gedroit. Mynd/Stefán Fréttablaðið fékk þjálfara Olís-deildar kvenna til að velja þá leikmenn sem skara fram úr í deildinni. Í dag skoðum við hver er besta skytta deildarinnar að mati þjálfaranna tólf. Haukakonan Marija Gedroit fékk þar mjög flotta kosningu en hún er ríkjandi markadrottning deildarinnar. Marija fékk fjórtán stigum meira en Vera Lopes hjá ÍBV. Framarinn Ragnheiður Júlíusdóttir er besta íslenska skyttan en hún fékk einu stigi meira en Jóna Margrét Ragnarsdóttir hjá Stjörnunni. „Vá. Þetta kemur mér mikið á óvart. Það er gaman að fá svona viðurkenningu og vonandi get ég haldið áfram á sömu braut,“ voru fyrstu viðbrögð Mariju Gedroit þegar blaðamaður Fréttablaðsins lét hana vita að hún hefði verið kosin besta skytta deildarinnar. „Ég er á mínu þriðja ári hjá Haukum og ég er mjög ánægð með að hafa komið hingað. Haukar eru fullkomið lið fyrir mig. Allt liðið reynir að vinna með mér og hjálpa mér og á móti reyni ég að hjálpa liðinu. Við reynum að gera þetta saman,“ segir Marija. „Við hittum á gullkálfinn þarna,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, um Mariju. „Hún er með hæð til að vera góð skytta og hún er með góð skot, bæði frá gólfi sem og þegar hún stekkur upp. Það er bara kraftur í henni,“ segir Halldór Harri og er sammála kosningunni þótt hann hafi ekki getað gefið sínum leikmanni atkvæði. „Þetta kemur mér ekki á óvart því mér finnst hún vera besta vinstri skyttan á landinu og með betri leikmönnum í deildinni finnst mér,“ segir hann. Það tók samt smá tíma fyrir hana að aðlagast eftir að hún kom til Íslands fyrir tímabilið 2011-12. „Þetta tók auðvitað sinn tíma og hún var ekkert rosalega góð fyrsta hálfa árið. Þegar henni leið loksins vel á Íslandi þá skaust hún upp. Hún kemur inn í ungan hóp og sýnir fordæmi um hvernig á að gera hlutina,“ segir Halldór Harri en hvað með áhuga annarra liða? Eru félög að reyna að stela henni frá Haukum? „Hún á samning hér út næsta ár líka og verður hjá okkur næstu árin. Það hefur örugglega verið reynt að taka hana frá okkur en við erum passasamir með samninga og það er erfitt að brjóta þá,“ segir Halldór Harri. Marija er ánægð hjá Haukum og segir að liðið sé á réttri leið. „Við erum að vaxa sem lið og reynum að bæta okkur á hverju ári. Liðið er mun betra núna en það var á mínu fyrsta ári. Við ætlum að vinna eitthvað í framtíðinni hvort sem það verður í ár eða á næstu ári,“ segir Marija bjartsýn. „Kærastinn minn, Giedrius Morkunas, spilar einnig með Haukum og okkur líður báðum eins og við séum heima hjá okkur. Ég er að reyna að læra íslenskuna en Giedrius talar hana mun betur en ég,“ segir Marija og þrátt fyrir þessa flottu kosningu er hún ekkert á leiðinni í sterkara lið. „Ég held að ég sé ekki að fara neitt. Ég vona bara að við í Haukum náum að komast ofar á töflunni,“ sagði Marija.Ragnheiður Júlíusdóttir, FramMynd/DaníelHver er besta skyttan í Olís-deild kvenna? 1. Marija Gedroit, Haukum 33 (6 atkvæði í 1. sæti) 2. Vera Lopes, ÍBV 19 (2) 3. Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 18 (2) 4. Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni 17 (2) 5. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Val 9 6. Hekla Daðadóttir, Aftureldingu 4 7. Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni 3 8. Thea Imani Sturludóttir, Fylki 2 9. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi 1 10. Ester Óskarsdóttir, ÍBV 1 11. Drífa Þorvaldsdóttir, ÍBV 1Þjálfarar deildarinnar tilnefndu þrjá leikmenn (ekki úr eigin liði) í 1., 2. og 3. sæti. Fyrsta sætið fékk 5 stig, annað sætið fékk 3 stig og þriðja sætið fékk 1 stig. Leikmenn gátu mest fengið 55 stig. Fréttablaðið greinir síðan frá fleiri niðurstöðum könnunnarinnar á næstu dögum. Olís-deild kvenna Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Fréttablaðið fékk þjálfara Olís-deildar kvenna til að velja þá leikmenn sem skara fram úr í deildinni. Í dag skoðum við hver er besta skytta deildarinnar að mati þjálfaranna tólf. Haukakonan Marija Gedroit fékk þar mjög flotta kosningu en hún er ríkjandi markadrottning deildarinnar. Marija fékk fjórtán stigum meira en Vera Lopes hjá ÍBV. Framarinn Ragnheiður Júlíusdóttir er besta íslenska skyttan en hún fékk einu stigi meira en Jóna Margrét Ragnarsdóttir hjá Stjörnunni. „Vá. Þetta kemur mér mikið á óvart. Það er gaman að fá svona viðurkenningu og vonandi get ég haldið áfram á sömu braut,“ voru fyrstu viðbrögð Mariju Gedroit þegar blaðamaður Fréttablaðsins lét hana vita að hún hefði verið kosin besta skytta deildarinnar. „Ég er á mínu þriðja ári hjá Haukum og ég er mjög ánægð með að hafa komið hingað. Haukar eru fullkomið lið fyrir mig. Allt liðið reynir að vinna með mér og hjálpa mér og á móti reyni ég að hjálpa liðinu. Við reynum að gera þetta saman,“ segir Marija. „Við hittum á gullkálfinn þarna,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, um Mariju. „Hún er með hæð til að vera góð skytta og hún er með góð skot, bæði frá gólfi sem og þegar hún stekkur upp. Það er bara kraftur í henni,“ segir Halldór Harri og er sammála kosningunni þótt hann hafi ekki getað gefið sínum leikmanni atkvæði. „Þetta kemur mér ekki á óvart því mér finnst hún vera besta vinstri skyttan á landinu og með betri leikmönnum í deildinni finnst mér,“ segir hann. Það tók samt smá tíma fyrir hana að aðlagast eftir að hún kom til Íslands fyrir tímabilið 2011-12. „Þetta tók auðvitað sinn tíma og hún var ekkert rosalega góð fyrsta hálfa árið. Þegar henni leið loksins vel á Íslandi þá skaust hún upp. Hún kemur inn í ungan hóp og sýnir fordæmi um hvernig á að gera hlutina,“ segir Halldór Harri en hvað með áhuga annarra liða? Eru félög að reyna að stela henni frá Haukum? „Hún á samning hér út næsta ár líka og verður hjá okkur næstu árin. Það hefur örugglega verið reynt að taka hana frá okkur en við erum passasamir með samninga og það er erfitt að brjóta þá,“ segir Halldór Harri. Marija er ánægð hjá Haukum og segir að liðið sé á réttri leið. „Við erum að vaxa sem lið og reynum að bæta okkur á hverju ári. Liðið er mun betra núna en það var á mínu fyrsta ári. Við ætlum að vinna eitthvað í framtíðinni hvort sem það verður í ár eða á næstu ári,“ segir Marija bjartsýn. „Kærastinn minn, Giedrius Morkunas, spilar einnig með Haukum og okkur líður báðum eins og við séum heima hjá okkur. Ég er að reyna að læra íslenskuna en Giedrius talar hana mun betur en ég,“ segir Marija og þrátt fyrir þessa flottu kosningu er hún ekkert á leiðinni í sterkara lið. „Ég held að ég sé ekki að fara neitt. Ég vona bara að við í Haukum náum að komast ofar á töflunni,“ sagði Marija.Ragnheiður Júlíusdóttir, FramMynd/DaníelHver er besta skyttan í Olís-deild kvenna? 1. Marija Gedroit, Haukum 33 (6 atkvæði í 1. sæti) 2. Vera Lopes, ÍBV 19 (2) 3. Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 18 (2) 4. Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni 17 (2) 5. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Val 9 6. Hekla Daðadóttir, Aftureldingu 4 7. Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni 3 8. Thea Imani Sturludóttir, Fylki 2 9. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi 1 10. Ester Óskarsdóttir, ÍBV 1 11. Drífa Þorvaldsdóttir, ÍBV 1Þjálfarar deildarinnar tilnefndu þrjá leikmenn (ekki úr eigin liði) í 1., 2. og 3. sæti. Fyrsta sætið fékk 5 stig, annað sætið fékk 3 stig og þriðja sætið fékk 1 stig. Leikmenn gátu mest fengið 55 stig. Fréttablaðið greinir síðan frá fleiri niðurstöðum könnunnarinnar á næstu dögum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira