Fimm mest seldu plötur ársins á iTunes 18. desember 2013 09:00 Mest seldar á iTunes árið 2013 1. The 20/20 Experience eftir Justin Timberlake Þriðja sólóplata popparans Justins Timberlake, The 20/20 Experience, kom út á árinu, heilum sjö árum eftir að FutureSex/LoveSounds leit dagsins ljós. Samstarfsmenn hans eru upptökustjórarnir Timbaland og Jerome „J-Roc“ Harmon, sem báðir hafa unnið með honum áður, auk þess sem rapparinn Jay-Z syngur með honum í fyrsta smáskífulaginu, Suit & Tie. Platan er sú fyrsta frá Timberlake síðan hann færði sig um set frá Jive Records yfir til RCA Records. FutureSex/LoveSounds kom út 2006 og hitti í mark bæði hjá gagnrýnendum og tónlistaráhugamönnum. Sex smáskífulög voru gefin út þar á meðal SexyBack, My Love og What Goes Around…Comes Around. Eftir að Timberlake lauk tónleikaferð sinni um heiminn til að fylgja henni eftir 2007 tók hann sér frí frá tónlistinni til að einbeita sér að leiklistinni. The 20/20 Experience fór beint á toppinn bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hún seldist í rétt tæpri einni milljón eintaka vestanhafs á aðeins einni viku.2. Beyonce eftir Beyonce Poppdrottningin Beyonce kom aðdáendum sínum rækilega á óvart í síðustu viku þegar hún gaf út nýjustu plötu sína sem heitir einfaldlega Beyonce, öllum að óvörum. „Mig langaði ekki að gefa út tónlistina mína eins og ég hef gert. Ég er komin með leið á því. Mér finnst ég geta talað beint við aðdáendur mína,“ segir Beyonce í fréttatilkynningu, en platan var gefin út á iTunes í Bandaríkjunum. Platan er fimmta sólóplata söngkonunnar og strax komin í annað sæti yfir mest seldu plötur ársins, sem hlýtur að teljast mikið afrek. Á Beyonce er að finna fjórtán lög. Á plötunni vann hún með listamönnum á borð við Drake, Pharrell Williams, Justin Timberlake, Frank Ocean og fyrrum liðsmönnum Destiny‘s Child - Michelle Williams og Kelly Rowland. Jay Z, eiginmaður hennar, kemur einnig við sögu.3.-5. Magna Carta Holy Grail eftir JAY Z Platan er tólfta hljóðversplata rappkóngsins Jay-Z. Platan hefur að geyma textabrot úr tveimur frægum lögum með Nirvana og R.E.M., Smells Like Teen Spirit og Losing My Religion. Fjögur ár eru liðin frá því Jay-Z gaf út The Blueprint 3, sem hlaut bæði góða dóma og slæma hjá gagnrýnendum. Síðan þá hefur rapparinn haft ýmislegt fyrir stafni. Hann gaf út hina vel heppnuðu Watch the Throne með vini sínum Kanye West árið 2011 og ári síðar eignaðist hann sitt fyrsta barn með söngkonunni Beyoncé og samdi um það lagið Glory. Sömuleiðis hafði hann umsjón með tónlistinni í The Great Gatsby og var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar, sem kom á hvíta tjaldið síðastliðið vor. Magna Carta Holy Grail kom út á vegum fyrirtækja Jay-Z, Roc-A Fella Records og Roc Nation. Frank Ocean, Rick Ross og Beyoncé eru gestasöngvarar í þremur lögum á plötunni og Kanye West, Pharrell Williams og Timbaland eru á meðal upptökustjóra. Að auki kemur sannkallað stjörnuregn saman í laginu BBC, eða Timbaland, Pharrell, Justin Timberlake, Nas, Beyoncé og Swizz Beatz.3.-5. Night Visions eftir Imagine Dragons Night Visions er fyrsta plata bandarísku hljómsveitarinnar Imagine Dragons. Platan var tekin upp á árunum 2010-2012 og aðallega framleidd af sveitinni sjálfri, með dyggri aðstoð tökustjórans Alex Da Kid og Brandon Darner úr hljómsveitinni The Envy Corps. Það tók þrjú ár að klára plötuna en sex lög af henni höfðu þegar verið gefin út sem smáskífur. Meira en 83,000 eintök seldust af plötunni á fyrstu vikunni í sölu.3.-5. Nothing Was The Same eftir Drake Nothing Was The Same kemur út á vegum Young Money Entertainment, Cash Money Records og Universal Republic. Við upptökurnar fékk Drake til liðs við sig hóp gestarappara, eða 2 Chainz, Big Sean, Jay Z, Jhené Aiko og Sampha. Platan Nothing Was The Same hefur fengið mjög góða dóma, til dæmis hjá risum á borð við hjá Rolling Stone og Pitchfork. Fyrrnefnda tímaritið gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum en síðarnefnda vefsíðan gefur henni 8,6 af 10. Fréttir ársins 2013 Game of Thrones Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
1. The 20/20 Experience eftir Justin Timberlake Þriðja sólóplata popparans Justins Timberlake, The 20/20 Experience, kom út á árinu, heilum sjö árum eftir að FutureSex/LoveSounds leit dagsins ljós. Samstarfsmenn hans eru upptökustjórarnir Timbaland og Jerome „J-Roc“ Harmon, sem báðir hafa unnið með honum áður, auk þess sem rapparinn Jay-Z syngur með honum í fyrsta smáskífulaginu, Suit & Tie. Platan er sú fyrsta frá Timberlake síðan hann færði sig um set frá Jive Records yfir til RCA Records. FutureSex/LoveSounds kom út 2006 og hitti í mark bæði hjá gagnrýnendum og tónlistaráhugamönnum. Sex smáskífulög voru gefin út þar á meðal SexyBack, My Love og What Goes Around…Comes Around. Eftir að Timberlake lauk tónleikaferð sinni um heiminn til að fylgja henni eftir 2007 tók hann sér frí frá tónlistinni til að einbeita sér að leiklistinni. The 20/20 Experience fór beint á toppinn bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hún seldist í rétt tæpri einni milljón eintaka vestanhafs á aðeins einni viku.2. Beyonce eftir Beyonce Poppdrottningin Beyonce kom aðdáendum sínum rækilega á óvart í síðustu viku þegar hún gaf út nýjustu plötu sína sem heitir einfaldlega Beyonce, öllum að óvörum. „Mig langaði ekki að gefa út tónlistina mína eins og ég hef gert. Ég er komin með leið á því. Mér finnst ég geta talað beint við aðdáendur mína,“ segir Beyonce í fréttatilkynningu, en platan var gefin út á iTunes í Bandaríkjunum. Platan er fimmta sólóplata söngkonunnar og strax komin í annað sæti yfir mest seldu plötur ársins, sem hlýtur að teljast mikið afrek. Á Beyonce er að finna fjórtán lög. Á plötunni vann hún með listamönnum á borð við Drake, Pharrell Williams, Justin Timberlake, Frank Ocean og fyrrum liðsmönnum Destiny‘s Child - Michelle Williams og Kelly Rowland. Jay Z, eiginmaður hennar, kemur einnig við sögu.3.-5. Magna Carta Holy Grail eftir JAY Z Platan er tólfta hljóðversplata rappkóngsins Jay-Z. Platan hefur að geyma textabrot úr tveimur frægum lögum með Nirvana og R.E.M., Smells Like Teen Spirit og Losing My Religion. Fjögur ár eru liðin frá því Jay-Z gaf út The Blueprint 3, sem hlaut bæði góða dóma og slæma hjá gagnrýnendum. Síðan þá hefur rapparinn haft ýmislegt fyrir stafni. Hann gaf út hina vel heppnuðu Watch the Throne með vini sínum Kanye West árið 2011 og ári síðar eignaðist hann sitt fyrsta barn með söngkonunni Beyoncé og samdi um það lagið Glory. Sömuleiðis hafði hann umsjón með tónlistinni í The Great Gatsby og var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar, sem kom á hvíta tjaldið síðastliðið vor. Magna Carta Holy Grail kom út á vegum fyrirtækja Jay-Z, Roc-A Fella Records og Roc Nation. Frank Ocean, Rick Ross og Beyoncé eru gestasöngvarar í þremur lögum á plötunni og Kanye West, Pharrell Williams og Timbaland eru á meðal upptökustjóra. Að auki kemur sannkallað stjörnuregn saman í laginu BBC, eða Timbaland, Pharrell, Justin Timberlake, Nas, Beyoncé og Swizz Beatz.3.-5. Night Visions eftir Imagine Dragons Night Visions er fyrsta plata bandarísku hljómsveitarinnar Imagine Dragons. Platan var tekin upp á árunum 2010-2012 og aðallega framleidd af sveitinni sjálfri, með dyggri aðstoð tökustjórans Alex Da Kid og Brandon Darner úr hljómsveitinni The Envy Corps. Það tók þrjú ár að klára plötuna en sex lög af henni höfðu þegar verið gefin út sem smáskífur. Meira en 83,000 eintök seldust af plötunni á fyrstu vikunni í sölu.3.-5. Nothing Was The Same eftir Drake Nothing Was The Same kemur út á vegum Young Money Entertainment, Cash Money Records og Universal Republic. Við upptökurnar fékk Drake til liðs við sig hóp gestarappara, eða 2 Chainz, Big Sean, Jay Z, Jhené Aiko og Sampha. Platan Nothing Was The Same hefur fengið mjög góða dóma, til dæmis hjá risum á borð við hjá Rolling Stone og Pitchfork. Fyrrnefnda tímaritið gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum en síðarnefnda vefsíðan gefur henni 8,6 af 10.
Fréttir ársins 2013 Game of Thrones Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira