Fullt af glæsimennsku Jónas Sen skrifar 19. desember 2013 10:00 Kristinn Árnason Tónlist: Kristinn Árnason: Transfiguratio Geisladiskur Útg. 12 tónar Ég þekki nokkra íslenska gítarleikara og þeir eru allir frekar ljúfir náungar. Tala lágt, fara jafnvel með veggjum. Gítarinn er líka lágstemmt hljóðfæri þegar hann er órafmagnaður. Tónleikar með klassískri gítartónlist eru ekki fyrir fólk með skerta heyrn. Áheyrendur þurfa nánast að liggja á hleri allan tímann. Þessi hógværð verður stundum að skapleysi. Sumir geisladiskar með klassískri gítartónlist eru óttaleg ládeyða. Það verður ekki sagt um nýjan geisladisk Kristins Árnasonar. Persóna hans sjálfs virkar vissulega dálítið til baka þegar hann er uppi á sviði á tónleikum. Það hef ég oft upplifað. En spilamennskan er það síður en svo. Hún er litrík, snörp og tilfinningaþrungin. Þetta er auðheyrt á nýja diskinum. Tónlistin er úr ýmsum áttum, hún er ekki bara spænsk eins og oft vill verða með svona diska. Jú, þarna er tónlist eftir Mudarra, Albeniz, Pujol og Granados. En líka eftir þýska lútumeistarann Silvius Leopoldus Weiss og ungverska gítarsnillinginn Johann Kaspar Mertz. Svo er verkið Haustljóð eftir Áskel Másson á diskinum. Túlkun Kristins er ávallt sannfærandi. Spænska tónlistin er skemmtilega dillandi, sú ungverska full af glæsimennsku, hin þýska heillandi alvörugefin. Tæknilega séð er leikurinn afar fagmannlegur. Hann er skýr og óheftur. Hver tónn er mótaður af einstakri nostursemi. Verk Áskels er frábært, möguleikar gítarsins eru nýttir mun betur en í mörgum öðrum íslenskum gítartónsmíðum. Tónmálið er íhugult en skapmikið, framvinda tónlistarinnar frjálsleg. Það er líkt og Kristinn leiki hana af fingrum fram. Hún fæðist á akkúrat ÞESSU augnabliki – þannig er tilfinningin. Kápa geisladisksins er snilld. Hún var hönnuð af Jóni Einari Hjartarsyni. Kápan sýnir mismunandi hluta gítarsins í fallegum litaandstæðum. Það er svo girnilegt að mann langar mest til að borða geisladiskinn.Niðurstaða: Lífleg tónlist flutt af aðdáunarverðri fagmennsku. Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist: Kristinn Árnason: Transfiguratio Geisladiskur Útg. 12 tónar Ég þekki nokkra íslenska gítarleikara og þeir eru allir frekar ljúfir náungar. Tala lágt, fara jafnvel með veggjum. Gítarinn er líka lágstemmt hljóðfæri þegar hann er órafmagnaður. Tónleikar með klassískri gítartónlist eru ekki fyrir fólk með skerta heyrn. Áheyrendur þurfa nánast að liggja á hleri allan tímann. Þessi hógværð verður stundum að skapleysi. Sumir geisladiskar með klassískri gítartónlist eru óttaleg ládeyða. Það verður ekki sagt um nýjan geisladisk Kristins Árnasonar. Persóna hans sjálfs virkar vissulega dálítið til baka þegar hann er uppi á sviði á tónleikum. Það hef ég oft upplifað. En spilamennskan er það síður en svo. Hún er litrík, snörp og tilfinningaþrungin. Þetta er auðheyrt á nýja diskinum. Tónlistin er úr ýmsum áttum, hún er ekki bara spænsk eins og oft vill verða með svona diska. Jú, þarna er tónlist eftir Mudarra, Albeniz, Pujol og Granados. En líka eftir þýska lútumeistarann Silvius Leopoldus Weiss og ungverska gítarsnillinginn Johann Kaspar Mertz. Svo er verkið Haustljóð eftir Áskel Másson á diskinum. Túlkun Kristins er ávallt sannfærandi. Spænska tónlistin er skemmtilega dillandi, sú ungverska full af glæsimennsku, hin þýska heillandi alvörugefin. Tæknilega séð er leikurinn afar fagmannlegur. Hann er skýr og óheftur. Hver tónn er mótaður af einstakri nostursemi. Verk Áskels er frábært, möguleikar gítarsins eru nýttir mun betur en í mörgum öðrum íslenskum gítartónsmíðum. Tónmálið er íhugult en skapmikið, framvinda tónlistarinnar frjálsleg. Það er líkt og Kristinn leiki hana af fingrum fram. Hún fæðist á akkúrat ÞESSU augnabliki – þannig er tilfinningin. Kápa geisladisksins er snilld. Hún var hönnuð af Jóni Einari Hjartarsyni. Kápan sýnir mismunandi hluta gítarsins í fallegum litaandstæðum. Það er svo girnilegt að mann langar mest til að borða geisladiskinn.Niðurstaða: Lífleg tónlist flutt af aðdáunarverðri fagmennsku.
Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira