Verða að vera bækur undir jólatrénu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. desember 2013 12:00 Guðrún Vilmundardóttir segist vera mun afslappaðri í ár en oft áður á þessum tíma, enda hafi útgáfuárið verið gott. Fréttablaðið/Valli „Þetta er skrítinn tími því nú slokknar á öllu fyrir okkur,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts, spurð hvernig bókaútgefendum líði þegar allar bækur eru komnar út og ekkert hægt að gera nema bíða eftir viðtökunum. „Í byrjun þessarar viku var enn hægt að vera andvaka og liggja yfir kúrvunum og tölunum til að sjá hvort þyrfti að endurprenta, en núna er mjög fátt sem við getum gert nema bíða. Við erum með fullt af góðu fólki úti í búðunum sem fylgist með hreyfingunni þar og lagerinn verður að tæmast í dag og á morgun.“ Guðrún segir mikilvægt að fylgjast með því að réttar bækur séu í réttum búðum, því það sé misjafnt hvar einstakar bækur seljist mest. „Nú eru tveir metsölulistar í gangi, því Eymundsson, og nokkrir bóksalar til, eru því miður ekki með í bóksölulista Félags bókaútgefenda. Með því að skoða muninn á þessum tveimur listum fæst smjörþefur af því að það selst ekki allt jafnt á ólíkum stöðum.“ Salan hefur farið vel af stað, að sögn Guðrúnar, og hún er feiki-ánægð með sína höfunda. Þriðja prentun af skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur, var sett í gang á mánudaginn og Guðrún segir henni verða dreift í búðirnar í dag. „Skáldsögurnar okkar tvær, Fiskarnir hans Jóns Kalman og 1983 Eiríks Guðmundssonar, eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hafa verið endurprentaðar. Þeir eru báðir að seljast reglulega vel. Hlustað eftir Jón Óttar Ólafsson er að taka góðan kipp og í heild liggur þetta ár hjá Bjarti, og samsteypunni Bjarti & Veröld, á milli þess að vera mjög gott eða frábært, þar liggur eini efinn. Því er ég auðvitað mun rólegri og afslappaðri núna en oft áður á þessum tíma.“ Þú vilt væntanlega helst fá eitthvað annað en bækur í jólagjöf? „Nei, svo sannarlega ekki. Mig langar alltaf í bækur í jólagjöf! Það er auðvitað auðveldara að koma mér á óvart með erlendum bókum í jólapakkanum, en það verða að vera bækur undir jólatrénu, annað eru ekki jól.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þetta er skrítinn tími því nú slokknar á öllu fyrir okkur,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts, spurð hvernig bókaútgefendum líði þegar allar bækur eru komnar út og ekkert hægt að gera nema bíða eftir viðtökunum. „Í byrjun þessarar viku var enn hægt að vera andvaka og liggja yfir kúrvunum og tölunum til að sjá hvort þyrfti að endurprenta, en núna er mjög fátt sem við getum gert nema bíða. Við erum með fullt af góðu fólki úti í búðunum sem fylgist með hreyfingunni þar og lagerinn verður að tæmast í dag og á morgun.“ Guðrún segir mikilvægt að fylgjast með því að réttar bækur séu í réttum búðum, því það sé misjafnt hvar einstakar bækur seljist mest. „Nú eru tveir metsölulistar í gangi, því Eymundsson, og nokkrir bóksalar til, eru því miður ekki með í bóksölulista Félags bókaútgefenda. Með því að skoða muninn á þessum tveimur listum fæst smjörþefur af því að það selst ekki allt jafnt á ólíkum stöðum.“ Salan hefur farið vel af stað, að sögn Guðrúnar, og hún er feiki-ánægð með sína höfunda. Þriðja prentun af skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur, var sett í gang á mánudaginn og Guðrún segir henni verða dreift í búðirnar í dag. „Skáldsögurnar okkar tvær, Fiskarnir hans Jóns Kalman og 1983 Eiríks Guðmundssonar, eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hafa verið endurprentaðar. Þeir eru báðir að seljast reglulega vel. Hlustað eftir Jón Óttar Ólafsson er að taka góðan kipp og í heild liggur þetta ár hjá Bjarti, og samsteypunni Bjarti & Veröld, á milli þess að vera mjög gott eða frábært, þar liggur eini efinn. Því er ég auðvitað mun rólegri og afslappaðri núna en oft áður á þessum tíma.“ Þú vilt væntanlega helst fá eitthvað annað en bækur í jólagjöf? „Nei, svo sannarlega ekki. Mig langar alltaf í bækur í jólagjöf! Það er auðvitað auðveldara að koma mér á óvart með erlendum bókum í jólapakkanum, en það verða að vera bækur undir jólatrénu, annað eru ekki jól.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp