Tækifæri á Norðurslóðum - neita að leita - arðbærast til framtíðar Bergljót Rist skrifar 20. desember 2013 06:00 Fyrir nokkrum áratugum bentu vísindamenn á að reykingar valda lungnakrabbameini og öðrum alvarlegum fylgikvillum. Þá réðu tóbaksframleiðendur til sín áróðursmeistara til að sannfæra almenning um að reykingar væru ekki skaðlegar. Í dag benda vísindamenn á að brennsla jarðefnaeldsneytis, svo sem olíu, veldur loftslagsbreytingum. Það má líkja loftslagsbreytingum við krabbamein sem leggst á heiminn. Aftur fer hagsmunaáróður í gang. Nú til að gæta hagsmuna olíuframleiðenda sem fengu til sín áróðursmeistara, m.a. gamla reynslubolta úr tóbakssáróðri til að sannfæra almenning um að loftslagsbreytingar og olíunotkun séu í lagi. Það reynist hins vegar æ erfiðara að leyna meininu því þess er víða þegar farið að gæta og fleiri einstaklingar hafa vaknað til vitundar um skaðleg áhrif loftslagsbreytinga. Ísland var í fararbroddi varðandi bann við reykingum. Reykingabann gekk í gildi í íslenskum skólum árið 1996. Ég bjó þá í útlöndum og man að þetta vakti mikla athygli fjölmiðla og forvitni almennings. Gagnrýni, hneykslan, furða og aðdáun. Mikið umtal og fleiri áttuðu sig á samhengi milli reykinga og skaðsemi þeirra og vildu feta í fótspor Íslands – sem var ítrekað tekið sem dæmi í fjölmiðlum. Nú sjá allir að reykingar eru skaðlegar og þykir bannið sjálfsagt. Þetta er að skara fram úr. Líkja má olíunotkun við reykingar og loftslagsbreytingum af þeirra völdum má líkja við krabbamein sem herjar á heiminn. Þá kemur að siðferðislegri samviskuspurningu til okkar Íslendinga: viljum við vera olíuþjóð? Nokkrir fjársterkir aðilar hvetja Íslendinga til olíuleitar. Ef við stígum það skref þá samþykkjum við um leið að að verða olíuþjóð. Hér er gott að staldra við því nú fáum við Íslendingar aftur tækifæri til að skara fram úr, vekja athygli heimsins á skaðlegu samhengi, stöðva það og um leið að vekja athygli á Íslandi. Það er tækifæri .Tækifæri og áhrif þess að neita að leita: Skilaboð til heimsins. Með því að neita að leita segjum við um leið að okkur er ekki sama um heiminn sem við búum í. Við öxlum ábyrgð og þess vegna neitum við að leita. Slík skilaboð mundu vekja heimsathygli. Í byrjun væru eflaust einhverjir á móti – rétt eins og með reykingarnar. Þegar fleiri sjá samhengið milli olíunotkunar og loftslagsbreytinga mundi það gagnast Íslandi á jákvæðan hátt að vera þekkt fyrir að neita að leita. Til framtíðar geta slík skilaboð skapað virðingu á alþjóðlegum vettvangi og í því felast óendanleg tækifæri. Neyðarhjálp. Veljum við að vera olíuþjóð þá samþykkjum við um leið að auka áhrif loftslagsbreytinga. Loftslagsbreytingar valda til dæmis sterkari fellibyljum, öfgum í veðurfari og öðrum náttúruhamförum sem valda neyð. Viljum við það? Mikilvægasta neyðarhjálpin nú á tímum er fyrirbyggjandi, minnka áhrif loftslagsbreytinga og um leið líkur á slíkri neyð. Hér höfum við tækifæri til að standa okkur. Hreinleiki íslenskra orkugjafa – olía úr tísku. Til að draga úr mengun og um leið áhrifum loftslagsbreytinga er nú leitað logandi ljósi að umhverfisvænni orkugjöfum. Með því að neita að leita gefst Íslendingum frábært tækifæri til að vekja heimsathygli á hreinleika íslenskra orkugjafa. Olía er að fara úr tísku og er þá ekki efnahagslegur ávinningur olíuvinnslu orðin spurning? Íslenskt vinsælt – með allt á tæru. Vegna loftslagsbreytinga hafa þjóðir heims skrifað undir yfirlýsingar þess efnis að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og þá um leið minnka brennslu jarðefnaeldsneytis. Í framtíðinni má jafnvel búast við að alþjóðasamfélagið beiti þrýstingi, t.d. viðskiptaþvingunum, til að ná settu marki. Slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslíf okkar. Við erum vön því að íslenskt sé vinsælt, s.s. sjávar- og landbúnaðarafurðir, hönnun, tónlist, tölvuleikir, hestar, hátíðir, ferðir, hugvit o.fl. Við höfum öll hagsmuna að gæta – hugsum dæmið til enda. Stoltið okkar, lambakjötið, fiskurinn, tónlistin, hesturinn, vatnið – þannig mætti lengi telja – allt birtist þetta kaupandanum hreinna og tærara komandi frá landi sem neitar að leita. Ímynd. Hver erum við? Hver viljum við vera? Ímynd er dýrmæt. Að neita að leita gefur Íslandi stórmerka og jákvæða ímynd til framtíðar. Þorum að skara fram úr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum áratugum bentu vísindamenn á að reykingar valda lungnakrabbameini og öðrum alvarlegum fylgikvillum. Þá réðu tóbaksframleiðendur til sín áróðursmeistara til að sannfæra almenning um að reykingar væru ekki skaðlegar. Í dag benda vísindamenn á að brennsla jarðefnaeldsneytis, svo sem olíu, veldur loftslagsbreytingum. Það má líkja loftslagsbreytingum við krabbamein sem leggst á heiminn. Aftur fer hagsmunaáróður í gang. Nú til að gæta hagsmuna olíuframleiðenda sem fengu til sín áróðursmeistara, m.a. gamla reynslubolta úr tóbakssáróðri til að sannfæra almenning um að loftslagsbreytingar og olíunotkun séu í lagi. Það reynist hins vegar æ erfiðara að leyna meininu því þess er víða þegar farið að gæta og fleiri einstaklingar hafa vaknað til vitundar um skaðleg áhrif loftslagsbreytinga. Ísland var í fararbroddi varðandi bann við reykingum. Reykingabann gekk í gildi í íslenskum skólum árið 1996. Ég bjó þá í útlöndum og man að þetta vakti mikla athygli fjölmiðla og forvitni almennings. Gagnrýni, hneykslan, furða og aðdáun. Mikið umtal og fleiri áttuðu sig á samhengi milli reykinga og skaðsemi þeirra og vildu feta í fótspor Íslands – sem var ítrekað tekið sem dæmi í fjölmiðlum. Nú sjá allir að reykingar eru skaðlegar og þykir bannið sjálfsagt. Þetta er að skara fram úr. Líkja má olíunotkun við reykingar og loftslagsbreytingum af þeirra völdum má líkja við krabbamein sem herjar á heiminn. Þá kemur að siðferðislegri samviskuspurningu til okkar Íslendinga: viljum við vera olíuþjóð? Nokkrir fjársterkir aðilar hvetja Íslendinga til olíuleitar. Ef við stígum það skref þá samþykkjum við um leið að að verða olíuþjóð. Hér er gott að staldra við því nú fáum við Íslendingar aftur tækifæri til að skara fram úr, vekja athygli heimsins á skaðlegu samhengi, stöðva það og um leið að vekja athygli á Íslandi. Það er tækifæri .Tækifæri og áhrif þess að neita að leita: Skilaboð til heimsins. Með því að neita að leita segjum við um leið að okkur er ekki sama um heiminn sem við búum í. Við öxlum ábyrgð og þess vegna neitum við að leita. Slík skilaboð mundu vekja heimsathygli. Í byrjun væru eflaust einhverjir á móti – rétt eins og með reykingarnar. Þegar fleiri sjá samhengið milli olíunotkunar og loftslagsbreytinga mundi það gagnast Íslandi á jákvæðan hátt að vera þekkt fyrir að neita að leita. Til framtíðar geta slík skilaboð skapað virðingu á alþjóðlegum vettvangi og í því felast óendanleg tækifæri. Neyðarhjálp. Veljum við að vera olíuþjóð þá samþykkjum við um leið að auka áhrif loftslagsbreytinga. Loftslagsbreytingar valda til dæmis sterkari fellibyljum, öfgum í veðurfari og öðrum náttúruhamförum sem valda neyð. Viljum við það? Mikilvægasta neyðarhjálpin nú á tímum er fyrirbyggjandi, minnka áhrif loftslagsbreytinga og um leið líkur á slíkri neyð. Hér höfum við tækifæri til að standa okkur. Hreinleiki íslenskra orkugjafa – olía úr tísku. Til að draga úr mengun og um leið áhrifum loftslagsbreytinga er nú leitað logandi ljósi að umhverfisvænni orkugjöfum. Með því að neita að leita gefst Íslendingum frábært tækifæri til að vekja heimsathygli á hreinleika íslenskra orkugjafa. Olía er að fara úr tísku og er þá ekki efnahagslegur ávinningur olíuvinnslu orðin spurning? Íslenskt vinsælt – með allt á tæru. Vegna loftslagsbreytinga hafa þjóðir heims skrifað undir yfirlýsingar þess efnis að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og þá um leið minnka brennslu jarðefnaeldsneytis. Í framtíðinni má jafnvel búast við að alþjóðasamfélagið beiti þrýstingi, t.d. viðskiptaþvingunum, til að ná settu marki. Slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslíf okkar. Við erum vön því að íslenskt sé vinsælt, s.s. sjávar- og landbúnaðarafurðir, hönnun, tónlist, tölvuleikir, hestar, hátíðir, ferðir, hugvit o.fl. Við höfum öll hagsmuna að gæta – hugsum dæmið til enda. Stoltið okkar, lambakjötið, fiskurinn, tónlistin, hesturinn, vatnið – þannig mætti lengi telja – allt birtist þetta kaupandanum hreinna og tærara komandi frá landi sem neitar að leita. Ímynd. Hver erum við? Hver viljum við vera? Ímynd er dýrmæt. Að neita að leita gefur Íslandi stórmerka og jákvæða ímynd til framtíðar. Þorum að skara fram úr.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun