Vekur forvitni hjá börnunum Elín Albertsdóttir skrifar 21. desember 2013 13:00 Laufey Birgisdóttir vinnur á skrifstofu hjá Actavis en breytist í Grýlu um helgar. mynd/valli Grýla vill ekki að börnin hræðist hana í Jólaþorpinu. Laufey Birgisdóttir vinnur á skrifstofu hjá Actavis en um helgar í desember bregður hún sér í gervi Grýlu gömlu í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Það er mikið stuð í Jólaþorpinu um helgar í desember. Síðasta helgin fyrir þessi jól er gengin í garð og Grýla er til í slaginn. „Þetta er mjög skemmtilegt hlutverk,“ segir Laufey, sem hefur leikið Grýlu í Jólaþorpinu í sjö ár. „Frænka mín, Helga Magnúsdóttir, alþjóðlegur handboltadómari, var að vinna við þorpið á sínum tíma og spurði systur mína hvort hún vildi leika Grýlu. Hún sagði að ég væri betri í hlutverkið,“ svarar Laufey þegar hún er spurð hvernig þetta hafi komið til. Laufey er ekki leikaramenntuð en þegar hún var unglingur bjó hún um tíma á Akureyri og var í leikklúbbnum Sögu. Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að leika og sérstaklega að fara í búning,“ segir Laufey sem er fædd í Hafnarfirði.Útijólaball í Hafnarfirði.Börnin stundum hrædd Laufey syngur hátt og snjallt með jólasveinunum í Jólaþorpinu. Sjálf segist hún ekki vera nein söngkona. „Grýla er léleg söngkona svo ég kemst upp með það,“ segir hún og hlær. „Allir fyrirgefa Grýlu þótt hún haldi ekki lagi. Mér þótti hlutverkið svolítið erfitt fyrst en þar sem mér finnst óskaplega gaman að börnum þá vandist það strax. Ég hef unnið í barnastarfi í kirkjunni í mörg ár og bæði leikið trúð og brúður, skemmtilegasta sem ég geri er að skemmta börnum. Það var því ekki alveg mitt að hræða börn. Það eru alltaf einhver börn sem eru hrædd við Grýlu gömlu,“ segir hún. „Ég legg mig sérstaklega fram við að gera þau ekki ofsahrædd, nálgast börnin rólega og spjalla við þau eða foreldrana. Oft halda þau sig í hæfilegri fjarlægð frá mér og sum hlaupa burt. Þetta á að vera spennandi en ekki skapa hræðslu,“ segir Laufey og bætir því við að börnin séu mjög forvitin um hana. „Mesti tíminn minn í Jólaþorpinu fer í að svara spurningum barna eða ræða við þau. Undanfarið hafa þau sagt mér hvað jólasveinninn gaf þeim í skóinn,“ útskýrir hún. Þegar Laufey er spurð hvort Grýlu sé ekki kalt að vera úti allar helgar í desember, svarar hún. „Nei, hún er vel klædd í íslenska ull. Svo gengur maður í kringum jólatré sem heldur á manni hita. Tíminn líður hratt í Jólaþorpinu vegna þess að börnin eru svo skemmtileg og ég skemmti mér ekkert síður en þau. Ég viðurkenni þó að stundum er ég svolítið þreytt þegar búningnum er kastað,“ segir Laufey. „Það kemur þó ekki að sök því þetta hlutverk er mjög gefandi.“Amman í Grjótaþorpi Að baki Laufeyju standa tvær þekktar fjölskyldur. Móðurfjölskyldan hittist öll á jóladag en Laufey er barnabarn ömmunnar í Grjótaþorpinu, bjargvættinum Laufey Jakobsdóttur, sem Megas söng um í lagi sínu Krókódílamaðurinn. Föðurfjölskyldan kemur frá Sjónarhóli á Reykjavíkurvegi og er vel þekkt í Hafnarfirði. Sú fjölskylda kemur alltaf saman á annan í jólum og dansar í kringum jólatré en þá mætir auðvitað Grýla. Þegar Laufey er spurð hvernig henni takist að gera allt fyrir jólin heima þegar hún er í fullri vinnu sjö daga vikunnar, svaraði hún: „Ég á ótrúlega dugleg börn. Inga María, dóttir mín sem er 16 ára, og sonur minn, Ágúst Elí, 18 ára, taka að sér að skreyta húsið og baka. Sjálf kaupi ég jólagjafir milli 20-23 á Þorláksmessu. Unglingunum mínum finnst skemmtilegt að taka að sér jólastörfin, enda eru þau ánægð með grýluhlutverk móður sinnar. Ég þarf því ekki að kvíða jólunum.“ Bráðum til fjalla Laufey segir að gestir Jólaþorpsins komi víða að. Sum börn koma árlega og hún segist fá piparkökur og tannbursta að gjöf á hverju ári. „Foreldrar eru iðnir við að mynda Grýlu með börnunum þannig að ég er líklegast vinsælasta fyrirsætan í Hafnarfirði. Grýla klárar hlutverk sitt á Þorláksmessu og heldur þá til fjalla. Leppalúði dekrar örugglega við hana um jólin. Sjálf ætla ég að njóta þess að vera með fjölskyldu minni,“ segir Laufey að lokum. Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Lax í jólaskapi Jólin Lúsíubrauð Jól Sálmur 89 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð Jól Lax með hvítlaukskartöflumauki og engifersósu Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Rauðir og hvítir pakkar í ár Jól Syng barnahjörð Jól Gilsbakkaþula Jól Fylking engla Jól
Grýla vill ekki að börnin hræðist hana í Jólaþorpinu. Laufey Birgisdóttir vinnur á skrifstofu hjá Actavis en um helgar í desember bregður hún sér í gervi Grýlu gömlu í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Það er mikið stuð í Jólaþorpinu um helgar í desember. Síðasta helgin fyrir þessi jól er gengin í garð og Grýla er til í slaginn. „Þetta er mjög skemmtilegt hlutverk,“ segir Laufey, sem hefur leikið Grýlu í Jólaþorpinu í sjö ár. „Frænka mín, Helga Magnúsdóttir, alþjóðlegur handboltadómari, var að vinna við þorpið á sínum tíma og spurði systur mína hvort hún vildi leika Grýlu. Hún sagði að ég væri betri í hlutverkið,“ svarar Laufey þegar hún er spurð hvernig þetta hafi komið til. Laufey er ekki leikaramenntuð en þegar hún var unglingur bjó hún um tíma á Akureyri og var í leikklúbbnum Sögu. Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að leika og sérstaklega að fara í búning,“ segir Laufey sem er fædd í Hafnarfirði.Útijólaball í Hafnarfirði.Börnin stundum hrædd Laufey syngur hátt og snjallt með jólasveinunum í Jólaþorpinu. Sjálf segist hún ekki vera nein söngkona. „Grýla er léleg söngkona svo ég kemst upp með það,“ segir hún og hlær. „Allir fyrirgefa Grýlu þótt hún haldi ekki lagi. Mér þótti hlutverkið svolítið erfitt fyrst en þar sem mér finnst óskaplega gaman að börnum þá vandist það strax. Ég hef unnið í barnastarfi í kirkjunni í mörg ár og bæði leikið trúð og brúður, skemmtilegasta sem ég geri er að skemmta börnum. Það var því ekki alveg mitt að hræða börn. Það eru alltaf einhver börn sem eru hrædd við Grýlu gömlu,“ segir hún. „Ég legg mig sérstaklega fram við að gera þau ekki ofsahrædd, nálgast börnin rólega og spjalla við þau eða foreldrana. Oft halda þau sig í hæfilegri fjarlægð frá mér og sum hlaupa burt. Þetta á að vera spennandi en ekki skapa hræðslu,“ segir Laufey og bætir því við að börnin séu mjög forvitin um hana. „Mesti tíminn minn í Jólaþorpinu fer í að svara spurningum barna eða ræða við þau. Undanfarið hafa þau sagt mér hvað jólasveinninn gaf þeim í skóinn,“ útskýrir hún. Þegar Laufey er spurð hvort Grýlu sé ekki kalt að vera úti allar helgar í desember, svarar hún. „Nei, hún er vel klædd í íslenska ull. Svo gengur maður í kringum jólatré sem heldur á manni hita. Tíminn líður hratt í Jólaþorpinu vegna þess að börnin eru svo skemmtileg og ég skemmti mér ekkert síður en þau. Ég viðurkenni þó að stundum er ég svolítið þreytt þegar búningnum er kastað,“ segir Laufey. „Það kemur þó ekki að sök því þetta hlutverk er mjög gefandi.“Amman í Grjótaþorpi Að baki Laufeyju standa tvær þekktar fjölskyldur. Móðurfjölskyldan hittist öll á jóladag en Laufey er barnabarn ömmunnar í Grjótaþorpinu, bjargvættinum Laufey Jakobsdóttur, sem Megas söng um í lagi sínu Krókódílamaðurinn. Föðurfjölskyldan kemur frá Sjónarhóli á Reykjavíkurvegi og er vel þekkt í Hafnarfirði. Sú fjölskylda kemur alltaf saman á annan í jólum og dansar í kringum jólatré en þá mætir auðvitað Grýla. Þegar Laufey er spurð hvernig henni takist að gera allt fyrir jólin heima þegar hún er í fullri vinnu sjö daga vikunnar, svaraði hún: „Ég á ótrúlega dugleg börn. Inga María, dóttir mín sem er 16 ára, og sonur minn, Ágúst Elí, 18 ára, taka að sér að skreyta húsið og baka. Sjálf kaupi ég jólagjafir milli 20-23 á Þorláksmessu. Unglingunum mínum finnst skemmtilegt að taka að sér jólastörfin, enda eru þau ánægð með grýluhlutverk móður sinnar. Ég þarf því ekki að kvíða jólunum.“ Bráðum til fjalla Laufey segir að gestir Jólaþorpsins komi víða að. Sum börn koma árlega og hún segist fá piparkökur og tannbursta að gjöf á hverju ári. „Foreldrar eru iðnir við að mynda Grýlu með börnunum þannig að ég er líklegast vinsælasta fyrirsætan í Hafnarfirði. Grýla klárar hlutverk sitt á Þorláksmessu og heldur þá til fjalla. Leppalúði dekrar örugglega við hana um jólin. Sjálf ætla ég að njóta þess að vera með fjölskyldu minni,“ segir Laufey að lokum.
Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Lax í jólaskapi Jólin Lúsíubrauð Jól Sálmur 89 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð Jól Lax með hvítlaukskartöflumauki og engifersósu Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Rauðir og hvítir pakkar í ár Jól Syng barnahjörð Jól Gilsbakkaþula Jól Fylking engla Jól