Aron: Þoldu ekki pressuna að vera á stóra sviðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2014 20:08 Bjarki Már Gunnarsson og Rúnar Kárason í leiknum í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty „Tveir fyrstu leikirnir voru fínir en þú ert að ná mér rétt eftir lélegasta leikinn þannig að maður er auðvitað ósáttur," sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari eftir átta marka tap á móti Þjóðverjum í kvöld í lokaleik íslenska liðsins á æfingamótinu í Þýskalandi. Ísland vann tvo fyrstu leiki sína á móti Rússlandi og Austurríki og hefði unnið mótið með sigri í kvöld. Íslenska liðið átti hinsvegar fá svör við léttleikandi Þjóðverjum sem fóru á kostum. Þórir Ólafsson var ekki með íslenska liðinu í kvöld og Aron Pálmarsson og Vignir Svavarsson spiluðu lítið. Þá meiddist Ólafur Bjarki Ragnarsson á nára í leiknum. Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason fóru heldur ekki með íslenska liðinu út. Aron þurfti því að láta reyna á breidd hópsins. „Við erum með nýtt lið að vissu leyti og margir nýir leikmenn hafa verið að fá mínútur að undanförnu. Þetta er búið að vera svolítið meiðslaár í landsliðnu og mikið um forföll. Þá hafa þessir strákar fengið fleiri mínútur og það sem þeir þurfa. Þeir þurfa að fá verkefni og þurfa að fá mínútur því annars verða þeir ekki klárir," sagði Aron og það var ekkert auðvelt fyrir reynslulitla leikmenn liðsins að glíma við þýskt lið í ham. „Strákarnir voru á stóra sviðinu í þessum leik á útivelli á móti Þýskalandi. Þeir áttu erfitt með að þola þá pressu," sagði Aron hreinskilinn. Þjóðverjar tryggðu sér sigur á mótinu með sigrinum en þeir komust ekki á leið á EM í Danmörku eins og íslenska landsliðið. „Það vantaði marga inn í þetta hjá okkur í dag og þá líka leikmenn sem voru hérna úti. Þegar frammistaðan er ekki betri hjá leikmönnum þá var enginn til þess að taka við. Við getum samt tekið helling af góðum hlutum frá þessu móti og það þurum við að nýta okkur í áframhaldandi undirbúningi fyrir Evrópumótið," sagði Aron.Aron Kristjánsson.Mynd/VilhelmMynd/NordicPhotos/GettyÓlafur Bjarki Ragnarsson meiddist á nára.Mynd/NordicPhotos/Getty EM 2014 karla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
„Tveir fyrstu leikirnir voru fínir en þú ert að ná mér rétt eftir lélegasta leikinn þannig að maður er auðvitað ósáttur," sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari eftir átta marka tap á móti Þjóðverjum í kvöld í lokaleik íslenska liðsins á æfingamótinu í Þýskalandi. Ísland vann tvo fyrstu leiki sína á móti Rússlandi og Austurríki og hefði unnið mótið með sigri í kvöld. Íslenska liðið átti hinsvegar fá svör við léttleikandi Þjóðverjum sem fóru á kostum. Þórir Ólafsson var ekki með íslenska liðinu í kvöld og Aron Pálmarsson og Vignir Svavarsson spiluðu lítið. Þá meiddist Ólafur Bjarki Ragnarsson á nára í leiknum. Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason fóru heldur ekki með íslenska liðinu út. Aron þurfti því að láta reyna á breidd hópsins. „Við erum með nýtt lið að vissu leyti og margir nýir leikmenn hafa verið að fá mínútur að undanförnu. Þetta er búið að vera svolítið meiðslaár í landsliðnu og mikið um forföll. Þá hafa þessir strákar fengið fleiri mínútur og það sem þeir þurfa. Þeir þurfa að fá verkefni og þurfa að fá mínútur því annars verða þeir ekki klárir," sagði Aron og það var ekkert auðvelt fyrir reynslulitla leikmenn liðsins að glíma við þýskt lið í ham. „Strákarnir voru á stóra sviðinu í þessum leik á útivelli á móti Þýskalandi. Þeir áttu erfitt með að þola þá pressu," sagði Aron hreinskilinn. Þjóðverjar tryggðu sér sigur á mótinu með sigrinum en þeir komust ekki á leið á EM í Danmörku eins og íslenska landsliðið. „Það vantaði marga inn í þetta hjá okkur í dag og þá líka leikmenn sem voru hérna úti. Þegar frammistaðan er ekki betri hjá leikmönnum þá var enginn til þess að taka við. Við getum samt tekið helling af góðum hlutum frá þessu móti og það þurum við að nýta okkur í áframhaldandi undirbúningi fyrir Evrópumótið," sagði Aron.Aron Kristjánsson.Mynd/VilhelmMynd/NordicPhotos/GettyÓlafur Bjarki Ragnarsson meiddist á nára.Mynd/NordicPhotos/Getty
EM 2014 karla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira