Börn slösuðust í öngþveiti í Smáralind Jóhannes Stefánsson skrifar 5. janúar 2014 17:12 Skemmdir urðu á eignum og fólk slasaðist í mannmergðinni í Smáralind. Andri Marinó Karlsson Miklar skemmdir urðu á bílum og vitni segja gríðarlegt öngþveiti hafa skapast þegar mikill fjöldi unglinga safnaðist saman í Smáralind um klukkan fjögur í dag til að bera Vine-stjörnurnar Jerome Jarre og Nash Grier augum. Vine er samfélagsmiðill þar sem notendur deila stuttum myndböndum en Jerome er með eina og hálfa milljón fylgjenda á miðlinum. Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var í Smáralind. „Ég mætti klukkan hálf fjögur en Jerome ætlaði að mæta klukkan fjögur. Klukkan fjögur var hálf Smáralind troðfull af unglingum. Jerome kom með öðrum manni og síðan myndaðist gríðarleg múgæsing. Það var ótrúlegur hávaði og öskur. Öryggisvörður sem var á svæðinu réði ekkert við mannfjöldann," segir Andri. Hann segir hvorki vera hægt að hreyfa legg né lið í þvögunni. „Þeim var ýtt fram og til baka og það var ekki hægt að hreyfa sig. Ég sá síðan börn detta inn í jólatréð og þarna heyrðist í grátandi börnum sem kom síðan í ljós að höfðu slasast eitthvað. Síðan barst þvagan út í gegnum starfsmannaútgang sem öryggisvörðurinn opnaði. Öryggisstarfsólk í Smáralind reyndi að hafa stjórn á þvögunni en það var ekki möguleiki að gera það," segir Andri.„Þetta var algjör martröð" „Þegar komið var út á bílastæðið norðanmegin stökk fólk upp á bíla sem skemmdust. Jerome stóð með Nash uppi á einum bílnum og það voru ótrúleg öskur og læti. Krakkarnir tóku síðan allir upp símana sína og voru að taka þetta upp. Síðan komst Jerome inn um lítinn inngang á Smáralind og lögreglan kom fljótlega eftir þetta." „Það var ekki hægt að komast neitt, þetta var algjör martröð og ég er eiginlega ennþá í sjokki," segir Andri Marinó Karlsson. Jerome Jarre er búinn að vera á landinu seinustu daga og hefur birt nokkur myndbönd frá dvöl sinni á landinu á Vine-aðgangi sínum. Hann hafði boðað komu sína í Smáralindina á Vine aðgangi sínum, með fyrrgreindum afleiðingum. Fjöldi mynda og myndbanda eru á samfélagsvefunum af atburðinum, en hér má líta eitt þeirra.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2Jerome Jarre er búinn að vera á landinu seinustu daga.Af Vine síðu Jerome Tengdar fréttir Hver er Jerome Jarre? Jerome Jarre gerði allt vitlaust í Smáralindinni í dag, en hver er maðurinn? 5. janúar 2014 18:55 Jerome miður sín vegna uppákomunnar Vine-stjarnan Jerome Jarre biður aðdáendur sína afsökunar á Twitter aðgangi sínum vegna múgæsingsins í Smáralind. 5. janúar 2014 18:02 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Sjá meira
Miklar skemmdir urðu á bílum og vitni segja gríðarlegt öngþveiti hafa skapast þegar mikill fjöldi unglinga safnaðist saman í Smáralind um klukkan fjögur í dag til að bera Vine-stjörnurnar Jerome Jarre og Nash Grier augum. Vine er samfélagsmiðill þar sem notendur deila stuttum myndböndum en Jerome er með eina og hálfa milljón fylgjenda á miðlinum. Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var í Smáralind. „Ég mætti klukkan hálf fjögur en Jerome ætlaði að mæta klukkan fjögur. Klukkan fjögur var hálf Smáralind troðfull af unglingum. Jerome kom með öðrum manni og síðan myndaðist gríðarleg múgæsing. Það var ótrúlegur hávaði og öskur. Öryggisvörður sem var á svæðinu réði ekkert við mannfjöldann," segir Andri. Hann segir hvorki vera hægt að hreyfa legg né lið í þvögunni. „Þeim var ýtt fram og til baka og það var ekki hægt að hreyfa sig. Ég sá síðan börn detta inn í jólatréð og þarna heyrðist í grátandi börnum sem kom síðan í ljós að höfðu slasast eitthvað. Síðan barst þvagan út í gegnum starfsmannaútgang sem öryggisvörðurinn opnaði. Öryggisstarfsólk í Smáralind reyndi að hafa stjórn á þvögunni en það var ekki möguleiki að gera það," segir Andri.„Þetta var algjör martröð" „Þegar komið var út á bílastæðið norðanmegin stökk fólk upp á bíla sem skemmdust. Jerome stóð með Nash uppi á einum bílnum og það voru ótrúleg öskur og læti. Krakkarnir tóku síðan allir upp símana sína og voru að taka þetta upp. Síðan komst Jerome inn um lítinn inngang á Smáralind og lögreglan kom fljótlega eftir þetta." „Það var ekki hægt að komast neitt, þetta var algjör martröð og ég er eiginlega ennþá í sjokki," segir Andri Marinó Karlsson. Jerome Jarre er búinn að vera á landinu seinustu daga og hefur birt nokkur myndbönd frá dvöl sinni á landinu á Vine-aðgangi sínum. Hann hafði boðað komu sína í Smáralindina á Vine aðgangi sínum, með fyrrgreindum afleiðingum. Fjöldi mynda og myndbanda eru á samfélagsvefunum af atburðinum, en hér má líta eitt þeirra.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2Jerome Jarre er búinn að vera á landinu seinustu daga.Af Vine síðu Jerome
Tengdar fréttir Hver er Jerome Jarre? Jerome Jarre gerði allt vitlaust í Smáralindinni í dag, en hver er maðurinn? 5. janúar 2014 18:55 Jerome miður sín vegna uppákomunnar Vine-stjarnan Jerome Jarre biður aðdáendur sína afsökunar á Twitter aðgangi sínum vegna múgæsingsins í Smáralind. 5. janúar 2014 18:02 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Sjá meira
Hver er Jerome Jarre? Jerome Jarre gerði allt vitlaust í Smáralindinni í dag, en hver er maðurinn? 5. janúar 2014 18:55
Jerome miður sín vegna uppákomunnar Vine-stjarnan Jerome Jarre biður aðdáendur sína afsökunar á Twitter aðgangi sínum vegna múgæsingsins í Smáralind. 5. janúar 2014 18:02