Börn slösuðust í öngþveiti í Smáralind Jóhannes Stefánsson skrifar 5. janúar 2014 17:12 Skemmdir urðu á eignum og fólk slasaðist í mannmergðinni í Smáralind. Andri Marinó Karlsson Miklar skemmdir urðu á bílum og vitni segja gríðarlegt öngþveiti hafa skapast þegar mikill fjöldi unglinga safnaðist saman í Smáralind um klukkan fjögur í dag til að bera Vine-stjörnurnar Jerome Jarre og Nash Grier augum. Vine er samfélagsmiðill þar sem notendur deila stuttum myndböndum en Jerome er með eina og hálfa milljón fylgjenda á miðlinum. Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var í Smáralind. „Ég mætti klukkan hálf fjögur en Jerome ætlaði að mæta klukkan fjögur. Klukkan fjögur var hálf Smáralind troðfull af unglingum. Jerome kom með öðrum manni og síðan myndaðist gríðarleg múgæsing. Það var ótrúlegur hávaði og öskur. Öryggisvörður sem var á svæðinu réði ekkert við mannfjöldann," segir Andri. Hann segir hvorki vera hægt að hreyfa legg né lið í þvögunni. „Þeim var ýtt fram og til baka og það var ekki hægt að hreyfa sig. Ég sá síðan börn detta inn í jólatréð og þarna heyrðist í grátandi börnum sem kom síðan í ljós að höfðu slasast eitthvað. Síðan barst þvagan út í gegnum starfsmannaútgang sem öryggisvörðurinn opnaði. Öryggisstarfsólk í Smáralind reyndi að hafa stjórn á þvögunni en það var ekki möguleiki að gera það," segir Andri.„Þetta var algjör martröð" „Þegar komið var út á bílastæðið norðanmegin stökk fólk upp á bíla sem skemmdust. Jerome stóð með Nash uppi á einum bílnum og það voru ótrúleg öskur og læti. Krakkarnir tóku síðan allir upp símana sína og voru að taka þetta upp. Síðan komst Jerome inn um lítinn inngang á Smáralind og lögreglan kom fljótlega eftir þetta." „Það var ekki hægt að komast neitt, þetta var algjör martröð og ég er eiginlega ennþá í sjokki," segir Andri Marinó Karlsson. Jerome Jarre er búinn að vera á landinu seinustu daga og hefur birt nokkur myndbönd frá dvöl sinni á landinu á Vine-aðgangi sínum. Hann hafði boðað komu sína í Smáralindina á Vine aðgangi sínum, með fyrrgreindum afleiðingum. Fjöldi mynda og myndbanda eru á samfélagsvefunum af atburðinum, en hér má líta eitt þeirra.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2Jerome Jarre er búinn að vera á landinu seinustu daga.Af Vine síðu Jerome Tengdar fréttir Hver er Jerome Jarre? Jerome Jarre gerði allt vitlaust í Smáralindinni í dag, en hver er maðurinn? 5. janúar 2014 18:55 Jerome miður sín vegna uppákomunnar Vine-stjarnan Jerome Jarre biður aðdáendur sína afsökunar á Twitter aðgangi sínum vegna múgæsingsins í Smáralind. 5. janúar 2014 18:02 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Miklar skemmdir urðu á bílum og vitni segja gríðarlegt öngþveiti hafa skapast þegar mikill fjöldi unglinga safnaðist saman í Smáralind um klukkan fjögur í dag til að bera Vine-stjörnurnar Jerome Jarre og Nash Grier augum. Vine er samfélagsmiðill þar sem notendur deila stuttum myndböndum en Jerome er með eina og hálfa milljón fylgjenda á miðlinum. Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var í Smáralind. „Ég mætti klukkan hálf fjögur en Jerome ætlaði að mæta klukkan fjögur. Klukkan fjögur var hálf Smáralind troðfull af unglingum. Jerome kom með öðrum manni og síðan myndaðist gríðarleg múgæsing. Það var ótrúlegur hávaði og öskur. Öryggisvörður sem var á svæðinu réði ekkert við mannfjöldann," segir Andri. Hann segir hvorki vera hægt að hreyfa legg né lið í þvögunni. „Þeim var ýtt fram og til baka og það var ekki hægt að hreyfa sig. Ég sá síðan börn detta inn í jólatréð og þarna heyrðist í grátandi börnum sem kom síðan í ljós að höfðu slasast eitthvað. Síðan barst þvagan út í gegnum starfsmannaútgang sem öryggisvörðurinn opnaði. Öryggisstarfsólk í Smáralind reyndi að hafa stjórn á þvögunni en það var ekki möguleiki að gera það," segir Andri.„Þetta var algjör martröð" „Þegar komið var út á bílastæðið norðanmegin stökk fólk upp á bíla sem skemmdust. Jerome stóð með Nash uppi á einum bílnum og það voru ótrúleg öskur og læti. Krakkarnir tóku síðan allir upp símana sína og voru að taka þetta upp. Síðan komst Jerome inn um lítinn inngang á Smáralind og lögreglan kom fljótlega eftir þetta." „Það var ekki hægt að komast neitt, þetta var algjör martröð og ég er eiginlega ennþá í sjokki," segir Andri Marinó Karlsson. Jerome Jarre er búinn að vera á landinu seinustu daga og hefur birt nokkur myndbönd frá dvöl sinni á landinu á Vine-aðgangi sínum. Hann hafði boðað komu sína í Smáralindina á Vine aðgangi sínum, með fyrrgreindum afleiðingum. Fjöldi mynda og myndbanda eru á samfélagsvefunum af atburðinum, en hér má líta eitt þeirra.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2Jerome Jarre er búinn að vera á landinu seinustu daga.Af Vine síðu Jerome
Tengdar fréttir Hver er Jerome Jarre? Jerome Jarre gerði allt vitlaust í Smáralindinni í dag, en hver er maðurinn? 5. janúar 2014 18:55 Jerome miður sín vegna uppákomunnar Vine-stjarnan Jerome Jarre biður aðdáendur sína afsökunar á Twitter aðgangi sínum vegna múgæsingsins í Smáralind. 5. janúar 2014 18:02 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Hver er Jerome Jarre? Jerome Jarre gerði allt vitlaust í Smáralindinni í dag, en hver er maðurinn? 5. janúar 2014 18:55
Jerome miður sín vegna uppákomunnar Vine-stjarnan Jerome Jarre biður aðdáendur sína afsökunar á Twitter aðgangi sínum vegna múgæsingsins í Smáralind. 5. janúar 2014 18:02