Erlent

Sak­sóknari vill fá upp­töku af skíðaslysi Schumacher

Elimar Hauksson skrifar
Rolf Schumacher, bróðir Michaels, mætir á Grenoble spítalann í Frakklandi þar sem Michael liggur í dái.
Rolf Schumacher, bróðir Michaels, mætir á Grenoble spítalann í Frakklandi þar sem Michael liggur í dái. mynd/afp

Héraðssaksóknari í Frakklandi hefur farið þess á leit að fá afhenta upptöku af skíðaslysi ökumaþórsins Michael Schumacher. Schumacher féll af skíðum í frönsku Ölpunum fyrir rúmri viku og hefur verið í lífshættu síðan. AP greinir frá.



Margar spurningar hafa vaknað um það hvernig slysið bar að en Schumacher rak höfuð sitt á stein, með þeim afleiðingum að hjálmurinn sem hann var með brotnaði.



Umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, tilkynnti í gær að fjölskylda Schumacher hafi afhent frönskum yfirvöldum Go pro myndavél sem var áföst við hjálminn sem Schumacher var með á sér. 



Saksóknari á svæðinu, Patrick Quincy sagði í samtali við fréttaveitu AP að yfirvöld væru einnig að reyna að koma höndum á upptöku úr snjallsíma eftir þýska blaðið Der Spiegel sagði frá því að vitni hefði sett sig í samband við blaðið og lýst því svo að hann hefði undir höndum upptöku af slysinu. Segir vitnið að Schumacher hafi ekki verið á meiri hraða en 20 kílómetrum á klukkustund þegar slysið varð.



Michael Schumacher er sigursælasti ökumaður Formúlu 1 kappakstursins frá upphafi, með 91 sigur í keppni. Hann hætti í Formúlu 1 árið 2012 eftir að hafa unnið sjö heimsmeistaratitla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×