Segja lögregluna gruna íslenskan mann um að hafa myrt Friðrik Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 2. janúar 2014 15:10 Talskona Interpol í Paragvæ segir Lögregluna á Íslandi gruna að íslenskur maður hafi orðið Friðriki Kristjánssyni, sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl síðastliðnum, að bana í Suður Ameríku. Ekkert hefur spurst til Friðriks í níu mánuði en hann var á ferðalagi um Suður-Ameríku þegar hann hvarf. Lögreglan bað Interpol um aðstoð við leitina í apríl, en talið var að hann hefði síðast verið í Paragvæ. Seinna kom fram að lögreglan leitaði ekki aðeins að Friðriki, heldur einnig öðrum íslenskum manni um þrítugt. Grunur lék á að mennirnir hefðu verið viðriðnir fíkniefnaviðskipti og að annar þeirra hafi unnið hinum mein. Monica Costa, yfirmaður rannsóknadeildar Interpol í Paragvæ, sagði í samtali við fréttastofu að íslensku lögregluna gruni að íslenskur maður hefði orðið Friðriki að bana. Fjölskylda Friðriks heyrði síðast í honum 30. mars síðastliðinn, en þá sagðist hann vera staddur á flugvelli í Brasilíu á leið til Paragvæ. Monica segir að Interpol hafi ekkert í höndum til staðfestingar því að eitthvað hafi átt sér stað í Paragvæ. Það sé alls óljóst hvort Íslendingarnir tveir hafi komið til landsins, en landamæraeftirlit hafa ekki getað staðfest ferðir þeirra. Lögreglan á Íslandi vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en í fréttum okkar í vikunni kom fram að Interpol í Paragvæ hefði sent henni öll gögn sem liggja fyrir í málinu. Tengdar fréttir Biðja að Friðrik snúi til baka Fjölskylda Friðriks Kristjánssonar sem hvarf í Suður-Ameríku fyrr á árinu hefur stofnað vefsíðu með myndum og upplýsingum um Friðrik. 27. desember 2013 22:23 Interpol lýsir eftir Friðriki Alþjóðalögreglan Interpol hefur nú lýst eftir Friðriki Kristjánssyni, sem ekki hefur spurst til síðan í byrjun apríl síðastliðins. Á síðunni segir að síðast hafi sést til Friðriks í Paragvæ. 6. ágúst 2013 18:58 Óstaðfest hvort Friðrik fór til Paragvæ Íslenska lögreglan fékk í dag send öll gögn sem liggja fyrir hjá Interpol í Paragvæ um hvarf Friðriks Kristjánssonar, þrítugs manns sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl. Bróðir Friðriks segir hvarfið hafa haft djúpstæð áhrif á fjölskylduna. 30. desember 2013 19:32 Karl Steinar fór til Paragvæ vegna hvarfs Friðriks Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfs Friðriks Kristjánssonar sem hefur verið saknað frá því í byrjun apríl síðastliðnum. 29. desember 2013 19:01 Íslensk móðir óttast að sonur sinn hafi verið fórnarlamb glæps Vilborg Einarsdóttir, stjúpmóðir Friðriks Kristjánssonar, þrítugs Íslendings sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl, var í viðtali við paragvæsku fréttastofuna ABC Color í gær. 13. desember 2013 07:00 Ábendingar um Friðrik hafa engu skilað LögreglumálLögregla leitar enn að Friðriki Kristjánssyni, sem talinn er hafa horfið í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur spurst til Friðriks síðan í apríl. Lögregla lýsti formlega eftir ábendingum um ferðir Friðriks fyrir fjórum vikum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að nokkrar ábendingar hafi borist. „Það hefur eitthvað komið en ekki leitt til neins,“ segir hann. 30. júlí 2013 07:00 Lögreglan lýsir eftir Friðriki sem hvarf í Suður-Ameríku Lögreglan lýsir eftir Friðriki Kristjánssyni sem hvarf í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur til hans spurst síðan í apríl síðastliðnum. 3. júlí 2013 11:04 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Talskona Interpol í Paragvæ segir Lögregluna á Íslandi gruna að íslenskur maður hafi orðið Friðriki Kristjánssyni, sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl síðastliðnum, að bana í Suður Ameríku. Ekkert hefur spurst til Friðriks í níu mánuði en hann var á ferðalagi um Suður-Ameríku þegar hann hvarf. Lögreglan bað Interpol um aðstoð við leitina í apríl, en talið var að hann hefði síðast verið í Paragvæ. Seinna kom fram að lögreglan leitaði ekki aðeins að Friðriki, heldur einnig öðrum íslenskum manni um þrítugt. Grunur lék á að mennirnir hefðu verið viðriðnir fíkniefnaviðskipti og að annar þeirra hafi unnið hinum mein. Monica Costa, yfirmaður rannsóknadeildar Interpol í Paragvæ, sagði í samtali við fréttastofu að íslensku lögregluna gruni að íslenskur maður hefði orðið Friðriki að bana. Fjölskylda Friðriks heyrði síðast í honum 30. mars síðastliðinn, en þá sagðist hann vera staddur á flugvelli í Brasilíu á leið til Paragvæ. Monica segir að Interpol hafi ekkert í höndum til staðfestingar því að eitthvað hafi átt sér stað í Paragvæ. Það sé alls óljóst hvort Íslendingarnir tveir hafi komið til landsins, en landamæraeftirlit hafa ekki getað staðfest ferðir þeirra. Lögreglan á Íslandi vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en í fréttum okkar í vikunni kom fram að Interpol í Paragvæ hefði sent henni öll gögn sem liggja fyrir í málinu.
Tengdar fréttir Biðja að Friðrik snúi til baka Fjölskylda Friðriks Kristjánssonar sem hvarf í Suður-Ameríku fyrr á árinu hefur stofnað vefsíðu með myndum og upplýsingum um Friðrik. 27. desember 2013 22:23 Interpol lýsir eftir Friðriki Alþjóðalögreglan Interpol hefur nú lýst eftir Friðriki Kristjánssyni, sem ekki hefur spurst til síðan í byrjun apríl síðastliðins. Á síðunni segir að síðast hafi sést til Friðriks í Paragvæ. 6. ágúst 2013 18:58 Óstaðfest hvort Friðrik fór til Paragvæ Íslenska lögreglan fékk í dag send öll gögn sem liggja fyrir hjá Interpol í Paragvæ um hvarf Friðriks Kristjánssonar, þrítugs manns sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl. Bróðir Friðriks segir hvarfið hafa haft djúpstæð áhrif á fjölskylduna. 30. desember 2013 19:32 Karl Steinar fór til Paragvæ vegna hvarfs Friðriks Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfs Friðriks Kristjánssonar sem hefur verið saknað frá því í byrjun apríl síðastliðnum. 29. desember 2013 19:01 Íslensk móðir óttast að sonur sinn hafi verið fórnarlamb glæps Vilborg Einarsdóttir, stjúpmóðir Friðriks Kristjánssonar, þrítugs Íslendings sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl, var í viðtali við paragvæsku fréttastofuna ABC Color í gær. 13. desember 2013 07:00 Ábendingar um Friðrik hafa engu skilað LögreglumálLögregla leitar enn að Friðriki Kristjánssyni, sem talinn er hafa horfið í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur spurst til Friðriks síðan í apríl. Lögregla lýsti formlega eftir ábendingum um ferðir Friðriks fyrir fjórum vikum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að nokkrar ábendingar hafi borist. „Það hefur eitthvað komið en ekki leitt til neins,“ segir hann. 30. júlí 2013 07:00 Lögreglan lýsir eftir Friðriki sem hvarf í Suður-Ameríku Lögreglan lýsir eftir Friðriki Kristjánssyni sem hvarf í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur til hans spurst síðan í apríl síðastliðnum. 3. júlí 2013 11:04 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Biðja að Friðrik snúi til baka Fjölskylda Friðriks Kristjánssonar sem hvarf í Suður-Ameríku fyrr á árinu hefur stofnað vefsíðu með myndum og upplýsingum um Friðrik. 27. desember 2013 22:23
Interpol lýsir eftir Friðriki Alþjóðalögreglan Interpol hefur nú lýst eftir Friðriki Kristjánssyni, sem ekki hefur spurst til síðan í byrjun apríl síðastliðins. Á síðunni segir að síðast hafi sést til Friðriks í Paragvæ. 6. ágúst 2013 18:58
Óstaðfest hvort Friðrik fór til Paragvæ Íslenska lögreglan fékk í dag send öll gögn sem liggja fyrir hjá Interpol í Paragvæ um hvarf Friðriks Kristjánssonar, þrítugs manns sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl. Bróðir Friðriks segir hvarfið hafa haft djúpstæð áhrif á fjölskylduna. 30. desember 2013 19:32
Karl Steinar fór til Paragvæ vegna hvarfs Friðriks Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfs Friðriks Kristjánssonar sem hefur verið saknað frá því í byrjun apríl síðastliðnum. 29. desember 2013 19:01
Íslensk móðir óttast að sonur sinn hafi verið fórnarlamb glæps Vilborg Einarsdóttir, stjúpmóðir Friðriks Kristjánssonar, þrítugs Íslendings sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl, var í viðtali við paragvæsku fréttastofuna ABC Color í gær. 13. desember 2013 07:00
Ábendingar um Friðrik hafa engu skilað LögreglumálLögregla leitar enn að Friðriki Kristjánssyni, sem talinn er hafa horfið í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur spurst til Friðriks síðan í apríl. Lögregla lýsti formlega eftir ábendingum um ferðir Friðriks fyrir fjórum vikum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að nokkrar ábendingar hafi borist. „Það hefur eitthvað komið en ekki leitt til neins,“ segir hann. 30. júlí 2013 07:00
Lögreglan lýsir eftir Friðriki sem hvarf í Suður-Ameríku Lögreglan lýsir eftir Friðriki Kristjánssyni sem hvarf í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur til hans spurst síðan í apríl síðastliðnum. 3. júlí 2013 11:04