NBA í nótt: Loksins sigur hjá Miami | Durant með 54 stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2014 11:00 Meistarar Miami Heat komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en liðið vann þá Philadelphia 76ers, 101-86. Miami hafði tapað þremur leikjum í röð en liðið tapaði síðast fjórum í röð í mars árið 2011. Sigurinn í nótt var öruggur en Chris Bosh var stigahæstur hjá Miami með 25 stig. LeBron James var með 21 stig, tíu stoðsendingar og átta fráköst. Dwyane Wade var með átta stig en hann hélt upp á 32 ára afmæli sitt í gær. Miami er í öðru sæti Austurdeildarinnar með 28 sigurleiki, þremur sigrum á eftir Indiana sem var í fríi í nótt.Toronto er komið upp í þriðja sætið eftir sigur á Minnesota, 94-89. Kyle Lowry skoraði 24 stig fyrir Toronto og Amir Johnson nítján. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð á heimavelli. Tvö efstu lið Vesturdeildarinnar, San Antonio og Portland, mættust í Texas þar sem gestirnir gerðu sér lítið fyrir og unnu níu stiga sigur, 109-100.LaMarcus Aldridge var með 26 stig og þrettán fráköst og Wesley Matthews bætti við 24 stigum fyrir Portland. San Antonio heldur toppsæti sínu í deildinni en tapaði sínum fyrsta leik eftir sex sigra í röð. Manu Ginobili var stigahæstur í liðinu með 29 stig.Oklahoma City er í þriðja sætinu með jafn marga sigra og Portland. Liðið vann Golden State í nótt, 127-121, þar sem að Kevin Durant fór á kostum og skoraði 54 stig. Þar með bætti hann persónulegt met hjá sér. Durant skoraði ellefu stig á tveggja mínútna kafla í fjórða leikhluta en Oklahoma City komst þá sautján stigum yfir. Hann nýtti nítján af 28 skotum sínum í leiknum og ellefu af þrettán vítaköstum.LA Lakers vann Boston, 107-104, í leik gömlu stórveldanna. Rajon Rondo sneri aftur inn á völlinn eftir að hafa verið frá vegna krossbandsslita. Hann klikkaði þó á skoti á lokasekúndunum sem hefði tryggt Boston framlengingu.Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Lakers en bæði lið eru í neðri hluta sinna deilda. Líklegt er að hvorugt lið komist áfram í úrslitakeppnina í vor.Úrslit næturinnar: New York - LA Clippers 95-109 Orlando - Charlotte 101-111 Philadelphia - Miami 86-101 Toronto - Minnesota 94-89 Washington - Chicago 96-93 Boston - LA Lakers 104-107 Detroit - Utah 89-110 Memphis - Sacramento 91-90 San Antonio - Portland 100-109 Denver - Cleveland 109-117 Phoenix - Dallas 107-110 Oklahoma City - Golden State 127-121 NBA Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira
Meistarar Miami Heat komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en liðið vann þá Philadelphia 76ers, 101-86. Miami hafði tapað þremur leikjum í röð en liðið tapaði síðast fjórum í röð í mars árið 2011. Sigurinn í nótt var öruggur en Chris Bosh var stigahæstur hjá Miami með 25 stig. LeBron James var með 21 stig, tíu stoðsendingar og átta fráköst. Dwyane Wade var með átta stig en hann hélt upp á 32 ára afmæli sitt í gær. Miami er í öðru sæti Austurdeildarinnar með 28 sigurleiki, þremur sigrum á eftir Indiana sem var í fríi í nótt.Toronto er komið upp í þriðja sætið eftir sigur á Minnesota, 94-89. Kyle Lowry skoraði 24 stig fyrir Toronto og Amir Johnson nítján. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð á heimavelli. Tvö efstu lið Vesturdeildarinnar, San Antonio og Portland, mættust í Texas þar sem gestirnir gerðu sér lítið fyrir og unnu níu stiga sigur, 109-100.LaMarcus Aldridge var með 26 stig og þrettán fráköst og Wesley Matthews bætti við 24 stigum fyrir Portland. San Antonio heldur toppsæti sínu í deildinni en tapaði sínum fyrsta leik eftir sex sigra í röð. Manu Ginobili var stigahæstur í liðinu með 29 stig.Oklahoma City er í þriðja sætinu með jafn marga sigra og Portland. Liðið vann Golden State í nótt, 127-121, þar sem að Kevin Durant fór á kostum og skoraði 54 stig. Þar með bætti hann persónulegt met hjá sér. Durant skoraði ellefu stig á tveggja mínútna kafla í fjórða leikhluta en Oklahoma City komst þá sautján stigum yfir. Hann nýtti nítján af 28 skotum sínum í leiknum og ellefu af þrettán vítaköstum.LA Lakers vann Boston, 107-104, í leik gömlu stórveldanna. Rajon Rondo sneri aftur inn á völlinn eftir að hafa verið frá vegna krossbandsslita. Hann klikkaði þó á skoti á lokasekúndunum sem hefði tryggt Boston framlengingu.Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Lakers en bæði lið eru í neðri hluta sinna deilda. Líklegt er að hvorugt lið komist áfram í úrslitakeppnina í vor.Úrslit næturinnar: New York - LA Clippers 95-109 Orlando - Charlotte 101-111 Philadelphia - Miami 86-101 Toronto - Minnesota 94-89 Washington - Chicago 96-93 Boston - LA Lakers 104-107 Detroit - Utah 89-110 Memphis - Sacramento 91-90 San Antonio - Portland 100-109 Denver - Cleveland 109-117 Phoenix - Dallas 107-110 Oklahoma City - Golden State 127-121
NBA Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira