„Angelina og Brad eyddu miklum tíma um hátíðirnar í að ræða um að fjölga í fjölskyldunni. Þau hafa einnig talað um það við börnin sín og allir eru mjög spenntir fyrir þessari hugmynd,“ segir heimildarmaður tímaritsins Grazia og bætir við að parið vilji ættleiða stúlku frá Eþíópíu þar sem elsta dóttir þeirra, Zahara, fæddist.
