Mickelson í vandræðum í Abu Dhabi Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. janúar 2014 14:51 Spánverjinn Rafael Cabrera-Bello, Frakkinn Romain Wattel og Englendingurinn Matthew Baldwin eru efstir eftir fyrsta hring á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni. Þeir léku allir á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Jafnræði er á toppnum í mótinu því sjö kylfingar koma jafnir í fjórða sæti á 68 höggum. Af þekktum kylfingum þá eru Rory McIlroy, Martin Kaymer, Luke Donald og Thomas Björn allir á tveimur höggum undir pari. Mótið er mjög sterkt og er Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson á meðal keppenda. Hann fann sig ekki í dag og lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Svíinn Henrik Stenson, sem átti frábæru gengi að fagna á síðasta ári, lék á 74 höggum og þarf að gera betur á morgun til að komast í gegnum niðurskurðinn. Spánverjinn Sergio Garcia átti slæman dag og lék á 76 höggum. Hann kvartaði yfir því að karginn á vellinum í Abu Dhabi væri of þykkur og gæti hreinlega valdið kylfingum meiðslum. Abu Dhabi Championship mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og er sýnt frá öllum fjórum keppnisdögunum í mótinu. Einnig verður bein útsending frá Humana Challenge mótinu á PGA-mótaröðinni.Staðan í mótinuRory McIlroy lék á 70 höggum í dag.Mynd/APSvíinn Henrik Stenson hefur oft leikið betur en hann gerði í dag.Mynd/AP Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spánverjinn Rafael Cabrera-Bello, Frakkinn Romain Wattel og Englendingurinn Matthew Baldwin eru efstir eftir fyrsta hring á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni. Þeir léku allir á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Jafnræði er á toppnum í mótinu því sjö kylfingar koma jafnir í fjórða sæti á 68 höggum. Af þekktum kylfingum þá eru Rory McIlroy, Martin Kaymer, Luke Donald og Thomas Björn allir á tveimur höggum undir pari. Mótið er mjög sterkt og er Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson á meðal keppenda. Hann fann sig ekki í dag og lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Svíinn Henrik Stenson, sem átti frábæru gengi að fagna á síðasta ári, lék á 74 höggum og þarf að gera betur á morgun til að komast í gegnum niðurskurðinn. Spánverjinn Sergio Garcia átti slæman dag og lék á 76 höggum. Hann kvartaði yfir því að karginn á vellinum í Abu Dhabi væri of þykkur og gæti hreinlega valdið kylfingum meiðslum. Abu Dhabi Championship mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og er sýnt frá öllum fjórum keppnisdögunum í mótinu. Einnig verður bein útsending frá Humana Challenge mótinu á PGA-mótaröðinni.Staðan í mótinuRory McIlroy lék á 70 höggum í dag.Mynd/APSvíinn Henrik Stenson hefur oft leikið betur en hann gerði í dag.Mynd/AP
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira