Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 27-27 | Svekkjandi jafntefli gegn Ungverjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2014 14:14 mynd / daníel Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Ungverjum á EM í handbolta og náði þar með ekki að hefna fyrir tapið sára á Ólympíuleikunum í London. Ísland er þó öruggt áfram í milliriðlakeppnina. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Rúnar Kárason kom Íslandi yfir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum með frábæru marki úr horninu. Ungverjar héldu í sókn, einum færri, og lentu í miklu basli gegn vörninni. En þeir höfðu skorað ítrekað úr leiknum með langskotum og náðu að jafna leikinn með einu slíku þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir.Aron Pálmarsson var þá rekinn af velli fyrir hrindingu og Aron Kristjánsson tók leikhlé þegar átta sekúndur voru eftir. Strákarnir héldu í sókn, Ásgeir Örn Hallgrímsson skaut strax en í ungversku vörnina og leiktíminn rann út. Niðurstaðan því svekkjandi jafntefli því strákarnir voru með leikinn í höndum sér. Leikurinn var þó kaflaskiptur og Ungverjar voru lengi vel með væna forystu. En alltaf náðu strákarnir að koma til baka og áttu sem fyrr segir góðan möguleika á að sigla sigrinum í höfn. Fyrri hálfleikur var ekki góður, sérstaklega í vörninni. Ungverjar skoruðu nánast að vild að utan og markvarslan hrökk ekki í gang fyrr en að Aron Rafn Eðvarðsson kom inn á fyrir Björgvin Pál Gústavsson. Bjarki Már Gunnarsson kom einnig inn á og þétti það vörnina til muna. Ungverjar skoruðu fyrsta mark síðari hálfleiks en þá tóku strákarnir völdin í sínar hendur. Ísland skoraði fjögur mörk í röð - Ungverjar svöruðu hins vegar með 4-1 kafla og leikurinn í járnum eftir það. Aron Rafn átti flottan síðari hálfleik og liðið átti fína kafla. En það var engu að síður heilmikið sem hefði mátt fara betur. Mest áberandi var hversu illa gekk að nýta yfirtöluna en Ungverjar fengu átta brottvísanir í leiknum gegn fjórum hjá Íslandi. Ísland komst í raun aldrei á almennilegt skrið þrátt fyrir að það hefði komið nokkrir ágætir kaflar inn á milli. Það var mikil taugaspenna í leiknum sem sást einna best á því að bæði lið gerðu nokkuð mörg mistök. Aron Pálmarsson náði sér vel á strik eftir að hafa tapað boltanum nokkrum sinnum í upphafi leiks. Hann skoraði átta mörk, mörg hver glæsileg. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm ágæt mörk og Rúnar fjögur eftir að hafa leyst Þóri af í horninu.Gabor Ancsin skoraði sjö mörk fyrir Ungverja, þar af fimm í fyrri hálfleik. Roland Mikler var öflugur í markinu í fyrri hálfleik en markvarsla þeirra hrundi svo í síðari hálfleik. Ísland er nú með þrjú stig í B-riðli og ljóst að það mun duga til að komast áfram. Ungverjaland er með eitt stig og Noregur ekkert, en liðið mætir Spáni á eftir. Það er þó ljóst að Ungverjaland og Noregur, sem mætast á fimmtudaginn, geta ekki bæði náð Íslandi að stigum. EM 2014 karla Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Ungverjum á EM í handbolta og náði þar með ekki að hefna fyrir tapið sára á Ólympíuleikunum í London. Ísland er þó öruggt áfram í milliriðlakeppnina. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Rúnar Kárason kom Íslandi yfir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum með frábæru marki úr horninu. Ungverjar héldu í sókn, einum færri, og lentu í miklu basli gegn vörninni. En þeir höfðu skorað ítrekað úr leiknum með langskotum og náðu að jafna leikinn með einu slíku þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir.Aron Pálmarsson var þá rekinn af velli fyrir hrindingu og Aron Kristjánsson tók leikhlé þegar átta sekúndur voru eftir. Strákarnir héldu í sókn, Ásgeir Örn Hallgrímsson skaut strax en í ungversku vörnina og leiktíminn rann út. Niðurstaðan því svekkjandi jafntefli því strákarnir voru með leikinn í höndum sér. Leikurinn var þó kaflaskiptur og Ungverjar voru lengi vel með væna forystu. En alltaf náðu strákarnir að koma til baka og áttu sem fyrr segir góðan möguleika á að sigla sigrinum í höfn. Fyrri hálfleikur var ekki góður, sérstaklega í vörninni. Ungverjar skoruðu nánast að vild að utan og markvarslan hrökk ekki í gang fyrr en að Aron Rafn Eðvarðsson kom inn á fyrir Björgvin Pál Gústavsson. Bjarki Már Gunnarsson kom einnig inn á og þétti það vörnina til muna. Ungverjar skoruðu fyrsta mark síðari hálfleiks en þá tóku strákarnir völdin í sínar hendur. Ísland skoraði fjögur mörk í röð - Ungverjar svöruðu hins vegar með 4-1 kafla og leikurinn í járnum eftir það. Aron Rafn átti flottan síðari hálfleik og liðið átti fína kafla. En það var engu að síður heilmikið sem hefði mátt fara betur. Mest áberandi var hversu illa gekk að nýta yfirtöluna en Ungverjar fengu átta brottvísanir í leiknum gegn fjórum hjá Íslandi. Ísland komst í raun aldrei á almennilegt skrið þrátt fyrir að það hefði komið nokkrir ágætir kaflar inn á milli. Það var mikil taugaspenna í leiknum sem sást einna best á því að bæði lið gerðu nokkuð mörg mistök. Aron Pálmarsson náði sér vel á strik eftir að hafa tapað boltanum nokkrum sinnum í upphafi leiks. Hann skoraði átta mörk, mörg hver glæsileg. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm ágæt mörk og Rúnar fjögur eftir að hafa leyst Þóri af í horninu.Gabor Ancsin skoraði sjö mörk fyrir Ungverja, þar af fimm í fyrri hálfleik. Roland Mikler var öflugur í markinu í fyrri hálfleik en markvarsla þeirra hrundi svo í síðari hálfleik. Ísland er nú með þrjú stig í B-riðli og ljóst að það mun duga til að komast áfram. Ungverjaland er með eitt stig og Noregur ekkert, en liðið mætir Spáni á eftir. Það er þó ljóst að Ungverjaland og Noregur, sem mætast á fimmtudaginn, geta ekki bæði náð Íslandi að stigum.
EM 2014 karla Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira