Aðstoðarmaður ráðherra á gráa markaðinum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. janúar 2014 11:58 Magnús Ragnarsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra er með Netflix, Hulu og Sky. Vísir/GVA „Þetta er hinn svokallaði grái markaður,“ útskýrir Magnús Ragnarsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra sem fjallaði um eigin notkun á myndveitum á borð við Netflix og Hulu í Fréttablaðinu í dag. „Ég er sjónvarpsfíkill – ekki það að ég horfi endilega mikið á sjónvarp – heldur er mér mjög umhugað um aðgang að sjónvarpsefni. Að vera með þessar erlendu myndveitur hefur ekki verið ákvörðuð sem ólögleg neysla,“ segir Magnús ennfremur. „Við viljum alls ekki mála einstaklinga sem lögbrjóta. Við beinum okkar spjótum að fyrirtækjum sem veita þessa þjónustu,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri myndréttarhafa á Íslandi (SMÁÍS). Snæbjörn segir að vissulega sé þetta grár markaður. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að því stærri sem þessi grái markaður verður, þeim mun ólíklegra er að þessi fyrirtæki, eins og Netflix og Hulu, muni bjóða upp á löglega þjónustu hér á landi. Af hverju ættu þau að standa í því að sækja um öll leyfi hér á landi ef þau eru hvort sem er komin með stóran kúnnahóp?“ Magnús segir fjölda heimila nota þessar myndveitur og erlendar sjónvarpsstöðvar á borð við Sky. „Áætlað er að það séu vel á annan tug þúsunda heimila sem séu með aðgang að þessum myndveitum eða erlendum sjónvarpsstöðvum í gegnum gervihnött og mitt heimili er eitt af þeim.“ Magnús telur löggjafarvaldið vera á eftir tækninni í þessu máli.Vandamál örmarkaðarins Magnús er formaður rýnihóps á vegum menntamálaráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins sem skoðar hver aðkoma hins opinbera á að vera í þessum efnum; erlendum myndveitum og höfundarétti. „Við erum að reyna að gera það meira aðlaðandi fyrir erlendar myndveitur að koma hingað til lands, eða ýta undir að einhver innlendur aðili geti tekið þetta að sér. Það er náttúrulega kappsmál fyrir okkur öll að aðgengi neytenda að þessari þjónustu verði gert löglegt,“ segir Magnús. Hann telur markaðssvæðið Ísland vera of lítið til þess að erlend fyrirtæki telja að það taki því að kaupa sýningarrétt hér á landi. „Það er sama vinnan við að kaupa sýningarrétt í Póllandi og á Íslandi. En markaðurinn í Póllandi er auðvitað miklu stærri. Við glímum við vandamál örmarkaðarins.“ Hann telur að möguleikar hins opinbera gætu einnig falist í lækkun á virðisaukaskatti á myndefni. „Til dæmis er lægri virðisaukaskattur á Spotify og önnur fyrirtæki sem veita svipaða þjónustu, en fyrirtæki sem dreifa myndefni eru í efra virðisaukaskattsþrepinu,“ útskýrir Magnús.Snæbjörn Steingrímsson fagnar því að stjórnvöld séu að skoða málefni myndveita en bíður enn eftir aðgerðum í ólöglegu niðurhali.Vísir/Anton BrinkSMÁÍS fagna aðgerðum ríkisstjórnar Snæbjörn fagnar því að ríkisstjórnin skoði þessi mál. „Það liggur fyrir að hér eru engar hindranir fyrir þessar erlendu risa að koma hingað inn, en þeir vilja einfaldlega ekki koma. Við þurfum að búa til umhverfi þar sem hægt er að bjóða upp á þessa þjónustu hér, á löglegan hátt,“ útskýrir Snæbjörn. Hann segir SMÁÍS hafa það að markmiði að vernda þennan iðnað. „Að sjálfsögðu er það okkar markmið, við erum í þessu til að hlúa að þessum iðnaði. Samtök myndréttarhafa í Bandaríkjunum MPA myndu örugglega segja eitthvað ef íslensk myndveita myndi vera með tugþúsundir notenda í Bandaríkjunum. Eini munurinn er líklega sá að þá myndi eitthvað vera gert í raun,“ segir Snæbjörn. Misskilningur með greiðslur til höfunda Hann segir ákveðinn misskilning í umræðunni um myndveitur eins og Netflix og greiðslur til höfunda. „Yfirleitt er sýningarréttur á kvikmyndum keyptur á svokölluðu flötu verði. Höfundar fá ekki greitt í prósentum, heldur fá þeir eitthvað fast gjald, fyrir sýningarréttinn á ákveðnu markaðasvæði. Öll greiðsla fyrir sýningar utan þess svæðis fer því beint í vasa fyrirtækisins og höfundurinn situr eftir,“ útskýrir Snæbjörn. Hann vill að hægt sé að bjóða upp á þessa þjónustu löglega. „Aðgengi skiptir auðvitað miklu máli. Neytendur þurfa að geta nálgast efnið á þægilegan og skjótan hátt. Við fögnum því ef erlendar myndveitur koma hingað til lands, eða ef einhverjir innlendir aðilar byrja að bjóða upp á svona þjónustu. En við leggjum áherslu á að það sé allt löglegt, til þess að vernda iðnaðinn,“ útskýrir Snæbjörn.Ósáttur með aðgerðarleysi lögreglu og stjórnvalda Snæbjörn er ósáttur með aðgerðaleysi lögreglu og stjórnvaldaþegar kemur að ólöglegu niðurhali. „Nú eru að verða komin tvö ár síðan við lögðum inn kæru og vildum loka fyrir ákveðnar síður á netinu sem bjóða upp á ólöglegt niðurhal. Eftir því sem við best vitum hefur ekkert verið gert. Stærsta innlenda síðan er ennþá starfandi óáreitt,“ segir Snæbjörn. Athygli vekur að síðan býður nú upp á innlent hugverk; kvikmyndir, sjónvarpsþætti og tónlist, sem er nýbreytni þar á bæ. Við horfum gjarnan til Svíþjóðar og hvernig hlutunum var breytt þar. Fyrir ekki svo löngu var ástandið þar hrikalegt, þar var mikið um ólöglega dreifingu á efni sem var varið með höfundarétti. Löggjöfinni var í raun ekki breytt neitt sérstaklega mikið, heldur stofnuðu menn nýja deild innan lögreglunnar. Sem dæmi var maður dæmdur í desember fyrir að deila einni sænskri mynd og þurfti að greiða háa sekt. Svona aðgerðir fæla fólk frá þeirri ólöglegu iðju að deila myndefni sem eru höfundaréttarvarið,“ segir Snæbjörn. Netflix Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
„Þetta er hinn svokallaði grái markaður,“ útskýrir Magnús Ragnarsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra sem fjallaði um eigin notkun á myndveitum á borð við Netflix og Hulu í Fréttablaðinu í dag. „Ég er sjónvarpsfíkill – ekki það að ég horfi endilega mikið á sjónvarp – heldur er mér mjög umhugað um aðgang að sjónvarpsefni. Að vera með þessar erlendu myndveitur hefur ekki verið ákvörðuð sem ólögleg neysla,“ segir Magnús ennfremur. „Við viljum alls ekki mála einstaklinga sem lögbrjóta. Við beinum okkar spjótum að fyrirtækjum sem veita þessa þjónustu,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri myndréttarhafa á Íslandi (SMÁÍS). Snæbjörn segir að vissulega sé þetta grár markaður. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að því stærri sem þessi grái markaður verður, þeim mun ólíklegra er að þessi fyrirtæki, eins og Netflix og Hulu, muni bjóða upp á löglega þjónustu hér á landi. Af hverju ættu þau að standa í því að sækja um öll leyfi hér á landi ef þau eru hvort sem er komin með stóran kúnnahóp?“ Magnús segir fjölda heimila nota þessar myndveitur og erlendar sjónvarpsstöðvar á borð við Sky. „Áætlað er að það séu vel á annan tug þúsunda heimila sem séu með aðgang að þessum myndveitum eða erlendum sjónvarpsstöðvum í gegnum gervihnött og mitt heimili er eitt af þeim.“ Magnús telur löggjafarvaldið vera á eftir tækninni í þessu máli.Vandamál örmarkaðarins Magnús er formaður rýnihóps á vegum menntamálaráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins sem skoðar hver aðkoma hins opinbera á að vera í þessum efnum; erlendum myndveitum og höfundarétti. „Við erum að reyna að gera það meira aðlaðandi fyrir erlendar myndveitur að koma hingað til lands, eða ýta undir að einhver innlendur aðili geti tekið þetta að sér. Það er náttúrulega kappsmál fyrir okkur öll að aðgengi neytenda að þessari þjónustu verði gert löglegt,“ segir Magnús. Hann telur markaðssvæðið Ísland vera of lítið til þess að erlend fyrirtæki telja að það taki því að kaupa sýningarrétt hér á landi. „Það er sama vinnan við að kaupa sýningarrétt í Póllandi og á Íslandi. En markaðurinn í Póllandi er auðvitað miklu stærri. Við glímum við vandamál örmarkaðarins.“ Hann telur að möguleikar hins opinbera gætu einnig falist í lækkun á virðisaukaskatti á myndefni. „Til dæmis er lægri virðisaukaskattur á Spotify og önnur fyrirtæki sem veita svipaða þjónustu, en fyrirtæki sem dreifa myndefni eru í efra virðisaukaskattsþrepinu,“ útskýrir Magnús.Snæbjörn Steingrímsson fagnar því að stjórnvöld séu að skoða málefni myndveita en bíður enn eftir aðgerðum í ólöglegu niðurhali.Vísir/Anton BrinkSMÁÍS fagna aðgerðum ríkisstjórnar Snæbjörn fagnar því að ríkisstjórnin skoði þessi mál. „Það liggur fyrir að hér eru engar hindranir fyrir þessar erlendu risa að koma hingað inn, en þeir vilja einfaldlega ekki koma. Við þurfum að búa til umhverfi þar sem hægt er að bjóða upp á þessa þjónustu hér, á löglegan hátt,“ útskýrir Snæbjörn. Hann segir SMÁÍS hafa það að markmiði að vernda þennan iðnað. „Að sjálfsögðu er það okkar markmið, við erum í þessu til að hlúa að þessum iðnaði. Samtök myndréttarhafa í Bandaríkjunum MPA myndu örugglega segja eitthvað ef íslensk myndveita myndi vera með tugþúsundir notenda í Bandaríkjunum. Eini munurinn er líklega sá að þá myndi eitthvað vera gert í raun,“ segir Snæbjörn. Misskilningur með greiðslur til höfunda Hann segir ákveðinn misskilning í umræðunni um myndveitur eins og Netflix og greiðslur til höfunda. „Yfirleitt er sýningarréttur á kvikmyndum keyptur á svokölluðu flötu verði. Höfundar fá ekki greitt í prósentum, heldur fá þeir eitthvað fast gjald, fyrir sýningarréttinn á ákveðnu markaðasvæði. Öll greiðsla fyrir sýningar utan þess svæðis fer því beint í vasa fyrirtækisins og höfundurinn situr eftir,“ útskýrir Snæbjörn. Hann vill að hægt sé að bjóða upp á þessa þjónustu löglega. „Aðgengi skiptir auðvitað miklu máli. Neytendur þurfa að geta nálgast efnið á þægilegan og skjótan hátt. Við fögnum því ef erlendar myndveitur koma hingað til lands, eða ef einhverjir innlendir aðilar byrja að bjóða upp á svona þjónustu. En við leggjum áherslu á að það sé allt löglegt, til þess að vernda iðnaðinn,“ útskýrir Snæbjörn.Ósáttur með aðgerðarleysi lögreglu og stjórnvalda Snæbjörn er ósáttur með aðgerðaleysi lögreglu og stjórnvaldaþegar kemur að ólöglegu niðurhali. „Nú eru að verða komin tvö ár síðan við lögðum inn kæru og vildum loka fyrir ákveðnar síður á netinu sem bjóða upp á ólöglegt niðurhal. Eftir því sem við best vitum hefur ekkert verið gert. Stærsta innlenda síðan er ennþá starfandi óáreitt,“ segir Snæbjörn. Athygli vekur að síðan býður nú upp á innlent hugverk; kvikmyndir, sjónvarpsþætti og tónlist, sem er nýbreytni þar á bæ. Við horfum gjarnan til Svíþjóðar og hvernig hlutunum var breytt þar. Fyrir ekki svo löngu var ástandið þar hrikalegt, þar var mikið um ólöglega dreifingu á efni sem var varið með höfundarétti. Löggjöfinni var í raun ekki breytt neitt sérstaklega mikið, heldur stofnuðu menn nýja deild innan lögreglunnar. Sem dæmi var maður dæmdur í desember fyrir að deila einni sænskri mynd og þurfti að greiða háa sekt. Svona aðgerðir fæla fólk frá þeirri ólöglegu iðju að deila myndefni sem eru höfundaréttarvarið,“ segir Snæbjörn.
Netflix Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira