Enski boltinn

Gerrard gaf 96 þúsund í styrktarsjóð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. Vísir/Getty

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, gaf styrktarsjóð aðstandanda þeirra sem létust í Hillsborough-slysinu árið 1989 myndarlega peningagjöf.



Gerrard gaf 96 þúsund pund, um átján milljónir króna, í sjóðinn en alls 96 stuðningsmenn Liverpool létu lífið í slysinu. Einn þeirra var Jon-Paul Gilhooley, frændi Gerrard, en hann var tíu ára gamall.



„Þetta er eitthvað sem ég hef viljað gera í nokkurn tíma en ég vildi finna rétta tímann til þess,“ sagði Gerrard en Liverpool mætir grannliðinu og erkifjendunum í Everton í kvöld.



„Ég veit að stuðningsmenn liðanna skiptast á skotum í stúkunni en mér finnst stuðningsmenn Everton hafa alla tíð verið frábærir síðan slysið átti sér stað.“



Sjóðurinn berst fyrir réttlæti þeirra sem létust þegar að þeir tróðustu undir á Hillsborough-leikvanginum, heimavelli Sheffield Wednesday, þar sem Liverpool mætti Nottingham Forest í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×