Þorrabjór á bóndadegi Úlfar Linnet skrifar 27. janúar 2014 14:33 Úlfar Linnet bragðar á þorrabjór. Íslenskasti flokkur árstíðarbjóra í ríkinu er án efa flokkur þorrabjóra. Sala á honum hefst á bóndadag og líkur mánuði seinna á konudag. Í ár koma öll brugghúsin, utan Ölvisholts, með bjór á markað og verða þeir 6-7 talsins. Þessu til viðbótar kemur íslenskur mjöður á markað í fyrsta skipti. Þorrabjórarnir skera sig nokkuð frá sérbjórum undangenginna jóla. Á meðan jólabjórarnir voru margir sætir og með léttum lakkrískeim eru þorrabjórarnir mun þurrari og humlabeiskjan betur til staðar. Án nokkurs efa er meiri víkingur og minni sykurpúði í þorrabjórnum. Fram að næsta föstudegi mun birtast umfjöllun um þorrabjórana í þremur þáttum hér á Vísi en við hefjum leikinn á bjórum frá Vífilfelli.Þorraþræll (5,6%) er í rafgullinn bjór í enskum Extra Special Bitter stíl. Ilmurinn ber með sér korn, örlitla sætu og humlakeim. Eins og margir Bitter bjórar er Þorraþræll þurr með korntónum, nokkuð léttur og auðdrekkanlegur en á sama tíma með skýra beiskju sem gefur áhugaverðan karakter. Velta mætti upp þeirri spurningu hvort ekki sé viss þorramótsögn í því að Þorraþræll sé í enskum stíl. Mitt svar væri að fjölbreytileika beri að fagna og bitter stíllinn er alls ekki sá vitlausasti til að hafa með þorramat.Fyrir hverja : Alla sem njóa örlítið bragðmeiri bjóra en eru ekki að leita af þungum bjór.Einiberja Bock (6,7%) er þorrabjórinn í bock-seríu Vífilfells. Hann minnir um margt á jóla bockinn en einiber gefa honum þó sín séreikenni. Bjórinn er rafgullinn með ljósa froðu. Ilmar af malti, makrónum og eplum. Í bland við karamellur og sætu koma einiberin greinilega fram í bragði án þess að vera ágeng eða yfirþyrmandi. Þau skapa tengingu við bjóra fyrri tíma en einir leikur stórt hlutverk við gerð hefðbundinna sveitabjóra í norðu Skandinavíu. Einiberja Bock er nokkuð áfengur og gerir það honum gott eitt að koma út úr skápnum 10 mínútum áður en honum er hellt í glas.Fyrir hverja: Þá sem kunna að meta örlítið sterkari bjóra. Matur Úlfar Linnet Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Íslenskasti flokkur árstíðarbjóra í ríkinu er án efa flokkur þorrabjóra. Sala á honum hefst á bóndadag og líkur mánuði seinna á konudag. Í ár koma öll brugghúsin, utan Ölvisholts, með bjór á markað og verða þeir 6-7 talsins. Þessu til viðbótar kemur íslenskur mjöður á markað í fyrsta skipti. Þorrabjórarnir skera sig nokkuð frá sérbjórum undangenginna jóla. Á meðan jólabjórarnir voru margir sætir og með léttum lakkrískeim eru þorrabjórarnir mun þurrari og humlabeiskjan betur til staðar. Án nokkurs efa er meiri víkingur og minni sykurpúði í þorrabjórnum. Fram að næsta föstudegi mun birtast umfjöllun um þorrabjórana í þremur þáttum hér á Vísi en við hefjum leikinn á bjórum frá Vífilfelli.Þorraþræll (5,6%) er í rafgullinn bjór í enskum Extra Special Bitter stíl. Ilmurinn ber með sér korn, örlitla sætu og humlakeim. Eins og margir Bitter bjórar er Þorraþræll þurr með korntónum, nokkuð léttur og auðdrekkanlegur en á sama tíma með skýra beiskju sem gefur áhugaverðan karakter. Velta mætti upp þeirri spurningu hvort ekki sé viss þorramótsögn í því að Þorraþræll sé í enskum stíl. Mitt svar væri að fjölbreytileika beri að fagna og bitter stíllinn er alls ekki sá vitlausasti til að hafa með þorramat.Fyrir hverja : Alla sem njóa örlítið bragðmeiri bjóra en eru ekki að leita af þungum bjór.Einiberja Bock (6,7%) er þorrabjórinn í bock-seríu Vífilfells. Hann minnir um margt á jóla bockinn en einiber gefa honum þó sín séreikenni. Bjórinn er rafgullinn með ljósa froðu. Ilmar af malti, makrónum og eplum. Í bland við karamellur og sætu koma einiberin greinilega fram í bragði án þess að vera ágeng eða yfirþyrmandi. Þau skapa tengingu við bjóra fyrri tíma en einir leikur stórt hlutverk við gerð hefðbundinna sveitabjóra í norðu Skandinavíu. Einiberja Bock er nokkuð áfengur og gerir það honum gott eitt að koma út úr skápnum 10 mínútum áður en honum er hellt í glas.Fyrir hverja: Þá sem kunna að meta örlítið sterkari bjóra.
Matur Úlfar Linnet Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira