Handbolti

Danir sáu við Króötum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anders Eggert skoraði átta mörk í kvöld.
Anders Eggert skoraði átta mörk í kvöld. Vísir/AFP
Danmörk fær að verja Evrópumeistaratitil sinn á sunnudag en liðið hafði betur gegn Króatíu, 29-27, í síðari undanúrslitaleik kvöldsins á EM.

Króatar voru yfir nánast allan fyrri hálfleikinn en Danir tóku forystuna snemma í þeim síðari og náðu að hanga á henni allt til loka, þó það hafi staðið tæpt.

Niklas Landin varð mikilvæg skot í kvöld, sérstaklega á síðasta stundarfjórðungnum er Króatar reyndu að ná tökum á leiknum. Munurinn var eitt mark, 26-25, þegar sjö mínútur voru eftir en Danir skoruðu næstu tvö mörk og náðu Króatar ekki að brúa það bil.

Anders Eggert skoraði átta mörk fyrir Dani í kvöld og Rene Toft Hansen fjögur. Alls komust tíu leikmenn danska landsliðsins á blað í kvöld.

Þeir Marko Kopljar og Zlatko Horvat skoruðu sex mörk hvor fyrir Króata og Domagoj Duvnjak fimm.

Úrslitaleikur Danmerkur og Frakklands hefst klukkan 16.30 á sunnudag. Klukkan 14.00 eigast við Króatía og Spánn í bronsleiknum.


Tengdar fréttir

Frakkland í úrslitaleikinn

Frakkar tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM í Danmörku með sigri á Spánverjum í fyrri undanúrslitaviðureign kvöldsins, 30-27.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×