Handbolti

Rúnar Kára: Ég var heitur og þá er auðveldara að skjóta á markið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Kárason.
Rúnar Kárason. Vísir/Daníel
Rúnar Kárason skoraði sigurmark íslenska handboltalandsliðsins í kvöld í sigrinum á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Markið skoraði örvhenta skyttan með einu af mörgum þrumuskotum sínum í leiknum.  

„Ég var heitur í leiknum og þá er auðveldara að skjóta á markið á síðustu sekúndunum. Blessunarlega fór hann inn," sagði Rúnar Kárason í viðtali við Einar Örn Jónsson í útsendingu í Sjónvarpsins.

„Þeir eru með stóra og mikla menn þarna í vörninni og ætluðu örugglega bara að reyna að verja frá mér skotin. Það gekk ekki hjá þeim í dag," sagði Rúnar sem skoraði sex mörk úr níu skotum í leiknum. Íslenska liðið var bara einu sinni yfir í leiknum í kvöld og það var í blálokin.

„Það er nóg að vera yfir í lokin og okkur nægði 17 sekúndur í dag. Það er mjög flott hjá okkur að klára mótið á sigri. Það er gott hjá okkur að hafa landað fimmta sætinu miðað við það sem hefur gengið á," sagði Rúnar.

„Mér fannst við ná að þreyta þá aðeins í seinni hálfleik og það var klárlega farið að síga í hjá þeim í lokin. Við vorum aðeins ferskari fannst mér og menn sem voru að spila lítið í mótinu fengu að spila meira í dag. Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessu þegar það voru tíu til fimmtán mínútur eftir og að við værum að fara stela þessu," sagði Rúnar.


Tengdar fréttir

Aron: Búnir að nýta liðið vel í mótinu

Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var mjög ánægður eftir glæsilegan sigur á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Íslenska liðið tryggði sér sigurinn með mjög góðum seinni hálfleik.

Aron Rafn: Þeir virkuðu þreyttir

Aron Rafn Eðvarðsson átti stórleik þegar að Ísland vann Pólland, 28-27, í leik um fimmta sætið á EM í Danmörku. Aron Rafn varði ellefu skot í síðari hálfleik og var hlutfallsmarkvarsla hans 50 prósent þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×