Handbolti

Lærisveinar Patta ekki meðal tíu efstu á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrekur Jóhannesson fagnar sigri Austurríkismanna í gær.
Patrekur Jóhannesson fagnar sigri Austurríkismanna í gær. Vísir/Daníel
Austurríska landsliðið endaði í 11. sæti á Evrópumótinu í handbolta en tíu af sextán þjóðum hafa nú lokið keppni á EM í Danmörku og aðeins á eftir að spila um sex efstu sætin.

Austurríkismenn unnu eins marks sigur á Ungverjum í lokaleiknum sínum og gulltryggðu með því að íslenska liðið náði þriðja sætinu í milliriðlinum. Sigurinn dugði liðinu þó ekki til að komast inn á topp tíu en Ungverjar enduðu þremur sætum ofar.

Þetta var fyrsta stórmót austurríska liðsins undir stjórn Patreks Jóhannessonar en liðið komst ekki á HM á Spáni í fyrra eða á EM í Serbíu fyrir tveimur árum.

Þetta er næstbesti árangur Austurríkismanna á EM frá upphafi en liðið endaði í 9. sæti undir stjórn Dags Sigurðssonar á heimavelli fyrir fjórum árum.

Röð þjóða á EM frá 7. til 16. sæti

7. sæti -  Svíþjóð

8. - Ungverjaland

9. - Rússland

10. - Makedónía

11. - Austurríki

12. - Hvíta-Rússland

13. - Serbía

14. - Noregur

15. - Tékkland

16. - Svartfjallaland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×