Handbolti

Guðjón Valur með sex marka forskot á markalistanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Daníel
Guðjón Valur Sigurðsson er markahæsti leikmaður Evrópumótsins í Danmörku nú þegar keppni í milliriðlum er lokið og aðeins á eftir að keppa um sæti. Guðjón Valur á góða möguleika á því að verða markahæsti leikmaður keppninnar.

Guðjón Valur hefur skorað 44 mörk í sex leikjum Íslands á mótinu en hann skoraði tíu mörk gegn Dönum í gær. Guðjón Valur náði með því sex marka forskoti á Kiril Lazarov sem spilaði ekki lokaleik Makedóníu vegna meiðsla.

Guðjón Valur á einn leik eftir á EM en næstu tveir menn á listanum, Kiril Lazarov frá Makedóníu (38 mörk) og Siarhei Rutenka frá Hvíta-Rússlandi (34 mörk), hafa báðir lokið keppni á mótinu.

Guðjón Valur er með tólf marka forskot á Spánverjann Joan Canellas sem á eftir tvo leiki á mótinu. Annar Spánverji, Víctor Tomás, er síðan fimmtán mörkum á eftir íslenska hornamanninum og danska stórskyttan Mikkel Hansen er síðan í sjötta sætinu sextán mörkum á eftir okkar manni.

Markahæstu leikmenn á EM í Danmörku:

1. Guðjón Valur Sigurðsson, Íslandi 44/15

2. Kiril Lazarov, Makedóníu 38/16

3. Siarhei Rutenka, Hvíta-Rússlandi 34/13

4. Joan Canellas, Spáni 32/13

5. Víctor Tomás, Spáni 29/5

6. Mikkel Hansen, Danmörku 28

7. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Íslandi 27

7. Ivan Brouka, Hvíta-Rússlandi 27/13

7. Krzysztof Lijewski, Póllandi 27

10. Gábor Császár, Ungverjalandi 26/13

10. Dmitry Kovalev, Rússlandi 26/13

12. Kim Ekdahl du Rietz, Svíþjóð 25

12. Nikola Karabatić, Frakklandi 25

12. Viktor Szilágyi, Austurríki 25

15. Zlatko Horvat, Króatíu 24/9

15. Manuel Štrlek, Króatíu 24

15. Konstantin Igropulo, Rússlandi 24/3

18. Aron Pálmarsson, Íslandi 23

18. Domagoj Duvnjak, Króatíu 23

18. Filip Jícha, Tékklandi 23/6

18. Andreas Nilsson, Svíþjóð 23




Fleiri fréttir

Sjá meira


×