NBA: San Antonio náði ekki að stoppa hinn sjóðheita Durant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2014 08:45 Kevin Durant. Mynd/AP Kevin Durant braut 30 stiga múrinn í níunda leiknum í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar Oklahoma City Thunder vann sex stiga útisigur á San Antonio Spurs. Phoenix Suns vann topplið Indiana Pacers, Boston Celtics vann dramatískan sigur og New York Knicks liðið tapar og tapar.Kevin Durant skoraði 36 stig og Reggie Jackson var með 27 stig og 8 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann mikilvægan 111-105 sigur á San Antonio Spurs í baráttunni um heimavallarrétt í Vesturdeildinni. Durant og Jackson skoruðu 22 stig saman í lokaleikhlutanum en þetta var fimmti sigur Oklahoma City í röð.Tony Parker var með 37 stig og Tim Duncan bætti við 14 stigum og 13 fráköstum fyrir Spurs-liðið sem missti Kawhi Leonard meiddan af velli í leiknum. Thunder-liðið er nú með bestan árangur í Vesturdeildinni ekki síst þökk sé stórkostlegrar spilamennsku Kevin Durant sem hefur skorað 38,1 stig að meðaltali í síðustu ellefu leikjum.Gerald Green skoraði 23 stig og var einn af sex leikmönnum Phoenix Suns með tíu stig eða meira þegar liðið vann 124-100 sigur á toppliði Indiana Pacers. Indiana var búið að vinna fimm leiki í röð en þetta var stærsta tap liðsins á tímabilinu. Goran Dragic skoraði 21 stig fyrir Phoenix og Markieff Morris var með 20 stig. Paul George skoraði 26 stig fyrir Indiana.D.J. Augustin skoraði 27 stig fyrir Chicago Bulls og Taj Gibson var með 26 stig þegar liðið vann 98-87 sigur á Cleveland Cavaliers en Bulls-liðið hefur nú unnið 7 af 9 leikjum sínum síðan félagið skipti Luol Deng til Cleveland. Deng hitti aðeins úr 2 af 11 skotum í sínum fyrsta leik á móti Chicago en Kyrie Irving var stigahæstur hjá Cleveland með 26 stig.DeMar DeRozan setti persónulegt met með því að skora 40 stig þegar Toronto Raptors vann 93-85 sigur á Dallas Mavericks. Dallas komst 21 stigi yfir í fyrsta leikhluta en það dugði ekki. Dallas lék án Dirk Nowitzki sem var hvíldur í 11. leik liðsins á 18 dögum.Al Jefferson var með 24 stig og 10 fráköst þegar Charlotte Bobcats vann 95-91 heimasigur á Los Angeles Clippers. Blake Griffin var stigahæstur hjá Clippers með 27 stig en liðið hefur aðeins unnið 11 af 23 útileikjum sínum á tímabilinu.Gerald Wallace tryggði Boston Celtics 113-111 sigur á Washington Wizards í framlengingu þegar hann skoraði sigurkörfuna 2,5 sekúndum fyrir leikslok. Jeff Green skoraði 39 stig fyrir Boston en hann hitti úr átta þriggja stiga skotum í leiknum. Nýliðinn Phil Pressey skoraði 20 stig fyrir Boston en bakverðirnir Rajon Rando, Avery Bradley og Jerryd Bayless voru ekki með í þessum leik. John Wall var með þrennu hjá Wizards en hann skoraði 28 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.Evan Turner skoraði 34 stig og tók 11 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 110-106 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. New York liðið hefur nú tapað fimm leikjum í röð. Michael Carter-Williams og Thaddeus Young voru báðir með 19 stig fyrir 76ers liðið en Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Knicks.Úrslit úr öllum leikjum næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta: Charlotte Bobcats - Los Angeles Clippers 95-91 Cleveland Cavaliers - Chicago Bulls 87-98 Orlando Magic - Atlanta Hawks 109-112 Toronto Raptors - Dallas Mavericks 93-85 Washington Wizards - Boston Celtics 111-113 (framlengt) New York Knicks - Philadelphia 76Ers 106-110 Houston Rockets - Sacramento Kings 119-98 Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 104-101 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 105-111 Phoenix Suns - Indiana Pacers 124-100 NBA Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Kevin Durant braut 30 stiga múrinn í níunda leiknum í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar Oklahoma City Thunder vann sex stiga útisigur á San Antonio Spurs. Phoenix Suns vann topplið Indiana Pacers, Boston Celtics vann dramatískan sigur og New York Knicks liðið tapar og tapar.Kevin Durant skoraði 36 stig og Reggie Jackson var með 27 stig og 8 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann mikilvægan 111-105 sigur á San Antonio Spurs í baráttunni um heimavallarrétt í Vesturdeildinni. Durant og Jackson skoruðu 22 stig saman í lokaleikhlutanum en þetta var fimmti sigur Oklahoma City í röð.Tony Parker var með 37 stig og Tim Duncan bætti við 14 stigum og 13 fráköstum fyrir Spurs-liðið sem missti Kawhi Leonard meiddan af velli í leiknum. Thunder-liðið er nú með bestan árangur í Vesturdeildinni ekki síst þökk sé stórkostlegrar spilamennsku Kevin Durant sem hefur skorað 38,1 stig að meðaltali í síðustu ellefu leikjum.Gerald Green skoraði 23 stig og var einn af sex leikmönnum Phoenix Suns með tíu stig eða meira þegar liðið vann 124-100 sigur á toppliði Indiana Pacers. Indiana var búið að vinna fimm leiki í röð en þetta var stærsta tap liðsins á tímabilinu. Goran Dragic skoraði 21 stig fyrir Phoenix og Markieff Morris var með 20 stig. Paul George skoraði 26 stig fyrir Indiana.D.J. Augustin skoraði 27 stig fyrir Chicago Bulls og Taj Gibson var með 26 stig þegar liðið vann 98-87 sigur á Cleveland Cavaliers en Bulls-liðið hefur nú unnið 7 af 9 leikjum sínum síðan félagið skipti Luol Deng til Cleveland. Deng hitti aðeins úr 2 af 11 skotum í sínum fyrsta leik á móti Chicago en Kyrie Irving var stigahæstur hjá Cleveland með 26 stig.DeMar DeRozan setti persónulegt met með því að skora 40 stig þegar Toronto Raptors vann 93-85 sigur á Dallas Mavericks. Dallas komst 21 stigi yfir í fyrsta leikhluta en það dugði ekki. Dallas lék án Dirk Nowitzki sem var hvíldur í 11. leik liðsins á 18 dögum.Al Jefferson var með 24 stig og 10 fráköst þegar Charlotte Bobcats vann 95-91 heimasigur á Los Angeles Clippers. Blake Griffin var stigahæstur hjá Clippers með 27 stig en liðið hefur aðeins unnið 11 af 23 útileikjum sínum á tímabilinu.Gerald Wallace tryggði Boston Celtics 113-111 sigur á Washington Wizards í framlengingu þegar hann skoraði sigurkörfuna 2,5 sekúndum fyrir leikslok. Jeff Green skoraði 39 stig fyrir Boston en hann hitti úr átta þriggja stiga skotum í leiknum. Nýliðinn Phil Pressey skoraði 20 stig fyrir Boston en bakverðirnir Rajon Rando, Avery Bradley og Jerryd Bayless voru ekki með í þessum leik. John Wall var með þrennu hjá Wizards en hann skoraði 28 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.Evan Turner skoraði 34 stig og tók 11 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 110-106 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. New York liðið hefur nú tapað fimm leikjum í röð. Michael Carter-Williams og Thaddeus Young voru báðir með 19 stig fyrir 76ers liðið en Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Knicks.Úrslit úr öllum leikjum næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta: Charlotte Bobcats - Los Angeles Clippers 95-91 Cleveland Cavaliers - Chicago Bulls 87-98 Orlando Magic - Atlanta Hawks 109-112 Toronto Raptors - Dallas Mavericks 93-85 Washington Wizards - Boston Celtics 111-113 (framlengt) New York Knicks - Philadelphia 76Ers 106-110 Houston Rockets - Sacramento Kings 119-98 Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 104-101 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 105-111 Phoenix Suns - Indiana Pacers 124-100
NBA Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira